Símablaðið - 01.12.1941, Qupperneq 45
S I M .1 B L A Ð 1 Ð
ði)
og ekki færri en þrjá þaulvana skip-
stjóra innanborðs, var fenginn til við-
gerðarinnar.
Frá öllum útbúnaði var gengið áður
en lagt var af stað. Stór kastblökk fest
utan á kinnung bátsins, er átti síðar að
hrennna binn sjúka sæsíma, er hann
kæmi upp á yfirborðið, ótal dufl (ekki
tundurdufl), belgir, krökur, vírar, tóg
og blakkir var haft til taks.
Með birtu var haldið úr höfn norður
fyrir Heimaklett og vestur á „miðið“.
Þegar þangað kom, athugaði verlc-
fræðingurinn stefnu sæsimamerkjanna
í landi, lét halda skammt austur fvrir
þau, gaf því næst skipun um að láta
slæðingarkrökuna falla.
Er hún heilmikið bákn, vegur um 200
kg. ekki ósvipuð kolkrabba, nema livað
arinar eru í báðmn, endum. Um 150
metrum af stálvír, sem er fest í krök-
una, er rent út af stafni skipsins.
Á yfirborðinu flýtur belgur, sem með
tógi er festur við krökuna og gefur til
kynna, hvar hún er á hverjum tíma.
Hefsl nú slæðingin með þvi að skipið
er lálið „keyra“ hægt aftur á, dregst þá
krakan eftir botninum, tekur m,eð sér
allt, sem fyrir er. Þegar tók í vírinn,
héldum við að sæsíminn hefði „bitið á“,
en Bjarni Forberg sagði, að átakið lýsti
sér þannig, að krakan hefði festst í
hrauni, enda losnaði hún eftir skamma
stund aftur.
Byrjað var að slæða land-megin við
bilunina, þareð álitið var, að mikið
hefði borizt af sandi j7fir sæsímann
Yestmannaeyja-megin af völdum dýpk-
unarskipsins, er liafði dælt norður fyr-
ir Eiðið 80.000 kubikmetrum af sandi
úr höfninni. I annarri yfirferð tók alvar-
lega í krökuvírinn, þannig, að átakið
hélst stöðugt. Lvftist þá brúnin á Bjarna.
„Þetta er hann“. — „Er bilunin hér rétt
við,“ spurðum við. „Hún er 20 metrum
nær Eyjum, þarf því að „yfirhala“ sæ-
símann og setja dufl á endann“. — „Á
endann,“ átum við upp eftir honuin.
„Já, ])ví hann er þverkubbaður í sund-
ur.“ —
Var nú strengurinn dreginn liægt og
gætilega inn, og leið ekki á löngu þar til
bólaði á „krabbanum,“ með strenginn
meðferðis. Síðan var böndum komið á
sæsímann og hann dreginn í blökkina,
sem áður hafði verið fest á kynnung-
inn. Síðan er báturinn látinn Iialda hægt
áfram; drógst þá strengurinn í gegnum
hlökkina, þar til sást á þverkubbaðan
endann. Skipið stöðvað og dufli komið
fyrir á endanum.
Bjarni tók þá til óspilltra mála við
mælingarnar, og öllum til mestu ánægju
og léttis reyndist strengurinn „pott þétt-
ur“, var hann þá losaður og látinn falla
í hafið aftur.
Var nú þegar liafin leit að landtöku
endanum Vestmannaeyja-megin. Gekk
Allskonar smdvörur ávalt fyrirliggjandi.
ÁSBJÖRN ÓLAFSSON
Heildverzlun, Laugavegi 11 og Grettisgötu 2. O Símar 5867 — 4577.