Símablaðið - 01.12.1941, Qupperneq 49
59
S í M A B L A Ð 1 Ð
merkilegt og fróðlegt að sjá svo mikla
tæknisnilli smankomna á einum stað.
Söfn þau sem ísl. þjóðin á eru vissu-
lega merkileg og dýrmæt, svo langt sem
þau ná. Þau hafa að geyma áþreifanlega
hluti, sem hera vott um þúsund ára
gamla menningu þjóðarinnar, sejn svo
mjög er dáð meðal annarra menning-
arþjóða, einkum í bókmenntum.
En við eigum ekkert símasafn lil að
auðga þekkingu okkar á því sviði.
Símablaðið hefir oft og mörg'um sinn-
um rætt menntunarmál símamanna og
gert ýmsar góðar tillögur þar að lútandi,
og ef ég man rétt, Iiefir Símabl. áður
horið fram tillögu um stofnun síma-
safns hér.
Ekki er efi á að stofnun símtækja-
safns gæti orðið mjög þýðingarmikið
atriði við menntun símamanna, hæði
þeirra sem nú helga símastörfnm krapta
sína, og þá ekki síður þeirra, sem tak i
við af okkur, þegar við erum orðnir út-
slitnir. Þeir, sem leggja fyrir sig að nema
teknisk fræði, munu einhverntíma liafa
rekið sig á hve míklum erfiðleikum slíkt
nám er bundið, hafi þeir ekki átt kost
á að hafa við hendina þau áhöld eða
tæki, sem byggjast á því fræðilega (t. d.
í útvarps- og símafræðum) því að þó að
hið bóklega sé frumskilyrðið í öll-
um tekniskum fræðum, þá fær það
ekki notið sín til fullnustu, nema liið
verklega sé stundað jafnhliða. — Á
síðustu 2—3 árum liefir símamála-
stjórnin sýnt lofsverða viðleitni lil að
koma sérmenntun símamanna í ákveðn-
ara form en áður var, með því að halda
uppi kennslu. Þetta er að vísu enn
skammt'á veg komið, en vafalaust verð-
ur því haldið áfram og fært út á breiðari
grundvöll en orðið er, en með stofnun
símtækjasafns yrði stigið mjög þýðing-
armikið spor til að létta kennurum
kennslu og nemendum nám, en það
myndi tvímælalaust hafa í för með sci
víðtækari og hagnýtari menntun síma-
manna.
Það er ekki ólíklegt að þegar hinni
æðisgengnu styrjöld, sem nú þjak-
ar þjóðirnar slotar, og Iieimurinn kemst
aftur til ráðs og rænu, munu margir
tekniskir leyndardómar hirtast. Hag-
nýting þeirrar fjarskiptitækni, sem hú-
ast má við á næstu árum, á sér mikla
framtíðarmöguleika og þörf hér á landi.
Þá munu símamenn fá ný og áður ó-
þekkt viðfangsefni á fjarskiptasviðinu
að glíma við, og gaman væri að lifa
það að sjá allar símalínurnar okkar og
tækin sem við nú notum komin á „Sím-
tækjasafn Iandssimans“.
Tjeháell.
Fulltrúar á stofnþing Bandalags opin-
berra starfsmanna hafa veriS kosnir:
Ág-úst Sæmundsson, Andrés G. Þormar,
Guðm. Pétursson, Ingibjörg Ögmundsdótt-
ir, Steinór Björnsson; og til vara: Ingólfur
Matthíasson og Maríus Helgason.
SÍMI 1540 TSLANDS
OlFREIÐASTÖÐ JL SÍMI 1540