Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1941, Side 53

Símablaðið - 01.12.1941, Side 53
S í M A B L A Ð 1 Ð 63 Símalínumennirnir búa ekki alltaf við sveitasælu og sól- skin. Stundum vinna þeir lang't fram á liaust, eftir aö snjóa tekur, og er þá oft kalt í tjöldunum. — Hér á myndinni sést hópur simamanna á leið til nýrra bæki- stööva. urum og fullkomnum og hraövirkum tækj- um. Aö lokum ætla eg aö láta fylgja hér ofur lítið sýnishorn af afgreiðslunni. Á siðastl. hausti, þegar síminn til útlanda slitnaði, varð öll afgreiðsla að fara fram loftleiðis, en vegna slæmra skilyrða og af öðrum ó- viðráðanlegum ástæðum, safnaðist saman talsvert af óafgreiddum símskeytum, öðru hvoru. Einn daginn, þegar skilyrði voru fyrir hendi, voru afgreidd héðan til og frá London-radio ca. 700 skeyti á 12 kl.tímum. Fær nú greinarhöf. nokkurn til að trúa því, að svona afgreiðsla eigi sér stað með úr- eltum tækjum og kunnáttulausum símrit- urum. Sg. Páll Zophoníasson og vænu ærnar! Sunnudag nokkurn hringdi Páll Zopho- niasson alþingismaður til ritsímans. Var hann allhress í brag'ði, eins og venja hans er. Óskaði hann, að fá „nánari upplýsing- ar“, eins og hann orðaði það, um nýtt fjár- kyn í vissu héraði á Austurlandi. Kvaðst hann nýlega hafa móttekið skeyti frá trún- aðarmanni Kjötverðlagsnefndar. Slátrað hafi verið 20 ám og reyndist kroppþunginn 20,776 kgr. Þetta hafa verið sómaskepnur í lifancla lífi, sagði Páll, og ekki er að sjá, að þeir hafi mikið a'f pestinni að segja þarna fyrir austan, þar sem hver ær hefur haft á annað þúsund kgr. kroppþunga! Eg segi ekki niðurlag sögunnar! (Birt með leyfi Páls). Símastöðin með dónalega nafninu. Dag nokkurn kom ungur og feimnisleg- ur maður inn á landssímastöð nokkra og lagði inn samtalsbeiðni. Vildi hann tala við tiltekinn mann kl. 6 e. m. og skildi hlutað- eigandi mæta á símastöðinni Smáfuglastöð- um. En þótt leitað væri með logandi ljósi, reyndist stöð þessi ekki finnanleg hér á landi. Er samtalsbeiðandi mætti til viðtals- ins, var honum tjáð, að ekki gæti orðið af umbeðnu símtali, þar sem engin stöð með þessu nafni væri til. Eftir nokkurt þóf ját- aði maðurinn, að eiginlega héti nú stöðin ekki þessu nafni, en sér fyndist hið rétta nafn hálf dónalegt, en hélcli, að símastúlk- urnar myndu skilja hvað hann ætti við, þó nafnið væri nefnt með kurteislegum orðuni. Nú getur hver sem vill fundið rétta nafn- ið. — En máske hefir símastjórnin litið eins á málið og símtalsbeiðandi, því hún hefir lagt stöð þessa niður. Bezta vernd gegn sólbruna á ferðalögum er NIVEA-CREME Heildsölubirgðir: STURLAUGUR JÓNSSON & CO.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.