Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1947, Page 30

Símablaðið - 01.01.1947, Page 30
8 S í M A B L A Ð 1 Ð tvcggja þjóða og varð mjög vel að sér í þeim báðum. Er hún s'íðan gekk í þjónustu Landssímans áriö 1921 eftir frekari dvöl í útlöndum, varS aðalstarf hennar bréfritun á þessum tveitn tungum, og kom þá stað- góð þekking hennar á þeim í góðar þarfir. Enda þótt fröken Soíía og ég ynnum undir sama þaki, og að vissu leyti hjá sömu stofnun, höfSum við þó heldur lítið saman að sælda i starfi. Þó bar þaS ekki ósjaldan við, þar sem starf okkar, hvors um sig, var að sumu leyti líkt, að við bárum ráð okkar satnan, og ætla ég, ef glöggt mætti muna, að oftar hafi ég sótt hollt ráð til hennar um stílun bréfs eða orSaval en hún til mín. Hún var aS minni hyggju öruggur starfsmaður, samvizkusöm og verkfús og ágætur félagi í daglegri umgengni. Magnús Jochumsson. Þegar ég nú hugsa urn þá staðreynd, að Sofía Daníelsson er horfin héSan, og að ég sé hana aldrei meir í hennar jarðnesku mynd, og klæðUm, — þá sakna ég hennar. Hún var einbeitt í oröum, hreinlynd og atkvæðamikil í framkomu. Hún sagði jafn- an vafningslaust meiningu sína við hvern sein var, og hirti þá ekki uni hvort mönn- um líkaði betur eða ver. Þrátt fyrir það var hún af öllum, sem þekktu hana vel metin og vel virt,'enda var .hún bæði góð- hjörtuS og drenglynd. Ilún bar höfuS og herðar yfir fjöldann. < A,rar gáfuS, fjölfróð og einhver sú rökfast- asta kona er ég hefi kynnzt, enda prýðilega vel menntuð, Hún var skyldurækin og hainhleypa til verka meöan hún gekk heil til skógar. Hún var kona, sem menntandi var að umgangast. Enda þótt maður kömi jafnan í manns staS hygg ég, að sæti hennar verði vand- skipað. Unndór Jónsson. Þegar ég minnist Sofíu Daníelsson, sé ég fyrir mér „Aristokraten“ — í þess orðs beztu merkingu. Hún var af góðu bergi brotin, haföi not- ið góðrar menntunar, bæði heima og er- lendis, þar sem hún dvalcli langdvölum á yngri árum. Ég átti því láni aS fagna, aS vera sam- starfsrnaður hennar um tuttugu ára skeið, og allan þann tírna kastaðist aldrei í kekki milli okkar, og var hún þó stórlynd að ■eðlisfari. Hún var hrein og bein, og kom til dyr- anna eins og hún var klædd, hver sem í hlut átti. Hún var engin baktjalda kona. Hreinskilnin var hennar aðalsskjöldur. Hún var vinföst, en gat verið langminnug á mótgerSir. Tilsvör hennar voru oft tinuuhvöss. Langrækin var hún þó ekki. Ég minnist hennar sem eins bezta sam- starfsmanns er ég' hefi kynnst um langa ævi. GuS blessí minni.ngu hennar. Halldór Skaptason. Karl Helgason símastjóri á Blönduósi var skipaður síma- og póstafgreiðslu- maSur.á Akranesi 1. febrúar 1947. Karl varð simastjóri á Blönduósi 1/4 193° °g póstafgreiðslumaSur þar einnig frá sama tíma. Hann var einn þeirra fáu símastjóra á 1. ll. B. stöðvum, sem voru meðlimir i F.Í.S. áöur en félag þeirra var stofnaS. En Karl var einn aðal hvatamaður þess, að F. S. B. S. var stofnaö og fyrsti formaður þess.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.