Símablaðið - 01.01.1947, Síða 34
12
SÍMABLAÐIÐ
uninn. Hann vantaöi hjálparmann til aö
bera hæla og stikur. Hann valdi mig. Ég
varö upp meö mér af því trausti sem mér
fannst hann sýna mér meö þessu. Ég var
ungur og leit jafnan til verkstjórans með
lotningai.
Þegar viö gengum fram með holunum
sem verið var að grafa, tók einn karlinn
sem Tryggvi hét, ofan haitkúfinn, á gleiö-
gosalegan hátt, brosti og bauð góðan dag.
Hjörnæs spýtti i áttina til hans og sagði:
„Hold kjeft'b
Tryggvi þessi var vinnumaður á bæ ein-
um nærri Vopnafirði. Húsbóndi hans tók
kaup eftir hann og var karlinn því aura-
laus, en vann sér fyrir tóbaki, sem hann
tuggði gengdarlaust, meö þvi að kveða
visur i tjöldunum á kvöldin og herma eftir.
,Tók hann fimm aura fyrir hverja visu og
áskotnaðist þannig töluvert, gátu félagar
hans látiö hann gera hvað sem var fyrir
aura eöa tóbak. Hann var lélegur verk-
tnaöur og klaufvirkur og þess vegna ekki
verkstjóranum að skapi.
Við Björnæs gengum svo á staö þangað
sem hann ætlaði aö stinga niður stikum
sinum. Björnæs gekk á undan. Ég fór svo
liratt sem ég komst á eftir, með stikurnar
og hælana á öxlunum. Skömmu siðar kom-
um viö að læk. Björnæs beygði upp með
læknum, í Ieit aö stað til að stikla yfir a.
Hann kallaði til mín: „Spring över gutt‘ .
Ég þorði ekki annað en gera eins og hann
sagöi. Ég henti mér út á stein í læknum, en
missti fótanna og datt i vatniö. Björnæs
sá hvað mér leið, kom hann hlæjandi til
mín, hjálpaði mér til aö safna saman stik-
unum og hælunum. Svo bar hann stikurnar
eftir það.
Ég kom á línuna aftur rétt íyrir matinn.
Kristján Sveinsson var að enda við að hita
kaffið. Hann var línukokkur og skeptari.
Ahöld hans voru öxi, borsveif og hófjárn,
sem hann beitti af mikilli list. Hann festi
topphettur á staura, smiöaði hæla úr
stauraendum, og hitaði kaffi á hlóðum við
lyng og hris. Hann var jafnan í góöu skapi
og tók því sem að höndum bar með trúar-
leg'u litillæti og leit á ærsl íélaga sinna með
heimspekilegri ró.
Flestir neyttum viö matarins standandi.
Ásigkomulag okkar var ekki þannig, að
okkur fýsti að sitjast. Við tókum því ekki
allan matmálstímann, en geymdum okkur
afganginn til kvölds.
Holdvotir og stígvélafullir þrömmuðum
viö, að vinnutíma loknum, klukkutíma
gang til tjalda, þar sem baunirnar og salt-
kjötiö beiö okkar í stórum, rjúkandi skál-
um. Það var um að gera að vera fyrstur
til aö hremma bezta og stærsta bitann.
Var því stundum hlaupið siðasta áfangann.
Tjaldinu mínu hafði verið tjaldað við
gamlar bæjarrústir. Þangað fór ég til að
gera matnum skil. Við vorum sex í tjald-
iuu. Við geröum okkur fleti úr blautum
hálmdýnum og ýmsu ööru dóti sem til féll.
Sænguríötin blotnuðu í flutningunum eins
og viö var að búast. Var koddinn minn i
klessu og batnaði ekki við að liggja út við
tjaldiö, gengt rigningaráttinni. Við sem
blautastir vorum liáttuðum þegar ofan í
rök og köld sængurfötin. Setti að okkur
skjalfta og skulfum við hver í kapp viö
atinan þangað til okkur fór að hlýna. Gát-
uln við þá farið að rabba saman eins og
venja okkar var er svona stóð á. Fyrsta
umræðuefni okkar var einn félagi okkar,
Sveinn.
Sveinn haíði verið að bera grjót dag-
inn áður. Varð hann á milli steina og
meiddjst allmikið á hendi. Var honum ráð-
iagt að fara heint í tjöld og láta binda um
sárið. Þoka var og rigning svo að varla sá
lengd sina. Sveinn lagði af stað, en var
ekkt kominn heini í tjöld um kvöldið.
Sendi verkstjórinn þá menn til að leita
hans. Fundu þeir hann ttm nóttina á bæ
einum íyrir ofan Gunnólfsvík. Svaf hann
þar mettur. á mjúkri sæng, og neitaði með
öllu að verða leitarmönnum samferða.
Gisti hann á bætium, í góðu yfirlæti, þar
til línubyggingunni var lokið, en þá settist
allur hópurinn að á sama bænum og beið
eftir skipsferð, sem ekki féll fyrr en eftir
hálfan mánuð, en þá var Sveinn gróinn
sára sinna. ,
Tjaldi okkar var tjaldað, eins og áöttr
getur, viö gamlar bæjarrústir. Okkur kotn
öllum saman ittn það, að hér hefði ein-
hverntima staðiö eitt af þessum afskektu
heiðarkotum. Hér hefði búið fólk, sem
háð hefði lífsbaráttu sina í einstæöings-
skap og umkomuleysi. Einhverntíma heföi