Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1947, Page 35

Símablaðið - 01.01.1947, Page 35
S 1 M A B L A Ð I Ð 1 r> ungur fullhugi byggt hér bæ og. bundiö framtíðarvonir sínar og . sinna viö þetta hrjóstuga heiöarland, barist vonlausri ijaráttu, lagt heilsu og krafta i sölurnar, en oröiS undir í viðureigninni við ill örlög. Viö reyndum aö gera okkur ljósa sögu þessarra rústa; sögu þeirra sem áttu lífs'- afkomu sína undir duttlungum dularfullrar náttúrunnar. Ef til vill engu ómerkari sögu, en þær sem eru skráðar og dáðar sein hámark íslenzkrar þolinmæði og þrautseigju. Við létum hugann reika um huldusló'ðir liðins tíma. Óveðrið dundi á tjaldinu og það var komið svarta myrkur. Svefnhöfg: var sígin á suma félaga^nina. Einn hraut. Snorkið i honum blandaðist vatnsflaumn- um og veðurhljóðinu, svo að úr varð ó- hugnanlegur samsöngur. Allt í einu tekur hann að stynja, eins og einhver ofurþungi leggist á brjóst hans. Hann nær ekki and- anum, en byltir sér og berst um. Rekkju- nautur hans þrííur til hans og hristir hann allóþyrmilega. Þá vaknar hann. Hann er spurður, en hann er eftir sig og getur engu svarað. Það er ekki liðin löng stund þegar ann- ar byrjar sarna sönginn. Hann er vakinn eins og hinn. Hugur minn fyllist ónota hryllingi og það vakna í vitund minni þjóðsagnir um afturgöngur sem aldrei létu vegmóða ferðamenn í friði fyrr en dagur rann. Við hlustum nú á frásagnir hinna ofsóttu, sem eru búnir að ná sér það, að þeir geta sagt frá. Báðir segjast hafa verið að festa blund er eitthvað þungt’lagðist ofan á þá svo að þeir náðu ekki andanum. Tókst þeim með ýtrustu áreynzlu að velta byrð- inni af sér og sáu þá á eftir manni fram að tjalddyrum. Ekki gátu þeir séð hvernig maður sá var í hátt, vegna myrkurs. Kristján Sveinsson, sem áður var getið, og var í tjaldi okkar, reis nú upp, náði i skókassa úr hvitum gljápappa, fletti hon- um sundur og bjó til úr honum kross, sem hann setti í tjalddyrnar, tautaði hann eitt- hváð við krossinn, sem sumir héldu að verið hefði guðsorð, lagðist síðan í fletið aftur og sofnaði. Ekkert bár til tíðinda eftir þetta. • Ég lá lengi andvaka. Eg þóttist heyi'a óm af annarlegum röddum sem runnu saraan við veðurhljóðið og' ég sá i myrkr- inu mótast allskonar myndir, sem mér liðu ekki frá sjónum þótt ég lokaði augunum. Var þetta arfur frá hjátrú forfeðra minna eða svipír liðinna kynslóða í leit að glataðri lífshamingju ? Ég reyndi að bægja þessu úr lmga mínuiyi, með kristilegum hugrenning- um. Svo sofnaði ég. Guðm. Jónsson. Eftir mannvirðingu. Það var íyrrum venju hér á landi.'aö fólk hafði vist sæti í kirkju, ■— minnsta kosti heldra fólk. Valdi það sér oftast sæti sjálft. En þess eru einnig dæmi, að prestar skipuðu fvrir um sætin. Er til lýsing' af þvi í kirkjustólsbók Sauðlauksdalskirkju, frá tið Björns prófasts Halldórssonar. Og er hún þannig: „Anno 1765 var Sauðlauksdalskirkja byggð upp af nýju. — Kvenmannamegin eru afdeild sæti fremst í kór, með brik og þili undir en lektoratjöld ofan á. Önnur brilc er fvrir sjálfu sætinu, sem ætluð er' fyrir karlfólk af þeirri dönsku familiu, sem hiitgað til hafnar var send í fyri'a. -— Er það innsta karlmannsmegin ætlað fyrir fróma bændur, sem ekki hafa sæti i kór; anuað fyrir mannvænlegustu sveina; þá fyrir kotunga; þá 2 fyrir velkynnta vinnu- menn; þá eitt fyrir smábændasyni; þá enn tvö fvrir miöur kynnta vinnumenn. Þá i fremsta stafgólfi eru engin sæti, nema bekkur með brik við kirkjudyr; standa þar eður sitja reglulaust þeir menn, sem reglulítið lifa. Eins mörg sæti eru kvennamegin. Sitja i þeim þremur innstu heiðarlegustu hús- freyjur; þá aðrar frómar konur; þá efni- legustu meyjar; þá kotungakonur; þá vel- kynntar vinnukonur; þá kotungadætur. Yfir tveim miðstafsgólfum kirkjunnar, upp yfir kvensætum, er plægt loft eður pulpiker, vel x/2 alin fyrir neðan bita, meö pílárum allt i kring. Sitja þar beztu sókn- armanna gjafvaxta dætur. Loft er yfir freinsta stafgólfi kírkjunnar, jafnhátt bit- um. Situr þar gamalt og frómt ógift kven- fólk.“

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.