Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1947, Síða 37

Símablaðið - 01.01.1947, Síða 37
S í M A B L A fí J Ð 15 HALLGRÍMUR ÞDRBERGSSQN : Lítil ferðasaga. Veturinn 1906 frá nýári var í Þingeyjar- sýslu nefndur Staura-vetur, því þá voru iluttir símastaurar og anna'ö símaefni frá liaínarstööunum, inn um sveitir, heiðar og (iræfi í aSal símalínuna frá SeyöisíirSi til Reykjavíkur. Um miöbik Þingeyjarsýslu var akfæri lengst slæmt þenna vetur, bag- aSi snjóleysi um lágsveitir fram aS pásk- um, og þó einkum þaS aö Laxá i Aöaldal var lengst af auS eöa á lélegum ís, en hún var jafnan aöalakbraut ýmsra sveita á vetrum upp frá Skjálfandaflóa. Eftir páska bagaSi fannfergi. Þó voru páskar í síö- ustu viku vetrar. Um það leyti spilltist veöráttan, og stóS ótiöarhrinan nálega lát- laust í 7 vikur, eSa fram aS hvitasunnu, sem þá var 3. júní i 7. viku sumars. Hlóö niöur óhemju miklum snjó, svo jarölaust varö um allar sveitir og ófærS afskapleg. Varö margur bóndi heystuttur undir lok ótíöarhrinunnar. Pétur Jónsson alþm. á Gautlöndum haföi uniboö landsstjórnar (Hannesar Hafsteins) til aö annast allan undirbúning að fram- kvæmd símalagnarinnar í S.-Þing. Gerði hann samninga viS einstaka menn uffl flutn- ing á símastaurum og öSru símaefni á vissa ákvörSunarstaSi. Ilaraldur Sigurjónsson bóndi á Einars- stöSum í Reykjadal tók aS sér ákvæSis- flutning frá Húsavík alls efnis í línuna milli Skjálfandafljóts og Laxár. Staurana þurfti aS taka viö fjöruborö sjávar í Húsa- vik og draga einn og einn staur í senn upp brattan bakka áSur en hægt var aö taka þá á sleða. Var allur þessi flutningur erfiS- ur fyrir nienn og hesta, einkum vegna þess aö sleöafæri var allt af vont. Munu fáir hafa riSiö feitum hesti frá þessu atvinnu- fyrirtæki. Eg stundaöi barnakennslu þenna vetur, en átti heimili á EinarsstöSum. Haraldur bóndi stóS sjálfur í stauraflutningi um veturinn og lagSi hart aS sér. Veiktist hann af þeiin ástæSum og dó um páskaleytiö, en þá var óekiö staurum og ööru efni á FljótsheiSi og LaxárdalsheiSi, komiS var það samt í Reykjadalinn og aö GtenjaSar- staö. ViS Jón sonur Haraldar heitins tók- um aö okkur aö safna mönnum og hestum í Laxárdal og Reykjadal til aö flytja staur- ana á heiSarnar, og unnum aö því ósleiti- lega í maímánuSi í mikilli ófærS og verstu veörum. Undir lok maímánaSar fékk eg bréf frá Pétri alþm. á Gautlöndum og bið- ur hann mig aS fylgja flokki norskra síma- lagningarmanna frá Húsavík til Gríms- staöa á Fjöllum. Mun hann ltafa leitað til mín af því aö eg hafSi dvaliS í Noregi og gat talað mál þeirra. Siguröur heitinn Baldvinsson í Garði í Aöaldal haföi tekiS aS sér aS útvega hesta undir farangur NorSmannanna frá Húsavik til Reykjahliöar í Mývatnssveit. Honum tókst þaS meS allmiklum efiöismunum sök- um þess, hve heyleysiö var að verða al- mennt og ófæröin mikil vegna snjókyngis. FerSin átti aS hefjast frá Húsavík þriSju- daginii 29. maí. Eg man nú ekki hvort byrjáS var aö byggja akbrautina frá Húsa- vík inn i héraSiö, en hafi þaö veriö mun hún hafa veriö komin skammt suöur fyrir þorpið. En þaS ráö var tekiS aS flytja Norömennina og farangur þeirra á mótor- bát frá Húsavík inn að sandi vestan Lax- árósa til þess aö hlífa hestunum viö um- brotaófærö ca. 8 km. og flýta ferSinni. ViS Siguröur í Garöi vorum komnir með hestana undir reiðingi á sandinn kl. 10 ár^- degis, og þá kom mótorbáturinn brunandi í stefnu á okkur. Farangurinn var 15 hest- burSir og tók okkur það talsverSan tíma, aö binda hann í jafnar klyfjar, þvi þar voru hinir óskyldustu hlutir saman komnir, sem geta má nærri, þar sem flokkur þessi ætl- aði aö vera i útileguvinnu á öræfum allt sumarið og sjálfum sér nógur meS þá hluti er til þurfti. Norðmennirnir voru 12 aö tölu, úrvals- lið og flestir af Hálogalandi. Þeir áttu aö leggja simalínuna frá Jökulsá á Fjöllum austur yfir Dimmafjallgarö og Haug, til VöpnafjarSar. Foringinn og verkstjórinn var hinn þjóSkunni Christian Björnæs, sem

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.