Símablaðið - 01.01.1947, Qupperneq 38
Ifi
SlMABLAÐlÐ
jafnan var búsettur hér á landi eftir hing-
aðkomuna, og vann aS sítnalagningu á
hverju sumri víösvegar á landinu me'ðan
heilsan og orkan leyfðu. Af sjávarsandin-
um lö'gðum viö á stað, allir gangandi, með
15 hesta undir klyfjum. Þræddum við bakk-
ana meðfram Laxá, því að þar var íærið
skárst. Iíriðarlaust var þenna dag og
klöknaði dálítið, en frost var um nóttina.
f'egar kom að Hólmavaði þurftnm við þar
yfir Laxá. Fengum við okkur þar bát og
ferjuðum mennina og það af. flutningnum,
sem ekki mátti þlotna, yfir, en hitt voru
hestarnir látnir bera yfir ána. Síðan var
ferðinni haldið áfram upp með Laxá að
austan þar til komið var gegnt Grenjaðar-
stað og Brúnum. Þar voru klyfjar teknar
ofan og haldið heini á staðinn. Bað eg þar
um gistingu fyrir menn og hesta og var
þvi vel tekið. Þá sátu Grenjaðarstað séra
Benedikt Kristjánsson og frú Ásta Þórar-
insdóttir; þau bjuggu stórt og voru jafnan
birg af þeim hlutum, er hafa þurfti. Hjálp-
uðu þau jafnan þeim sveitungum, sem hey-
stuttir urðu i harðindum og ráku eitt hið
stærsta og rausnarlegasta bú í héraðinu,
sem marka má af því, að við fengum allir
góð rúm og annan greiöa af bezta tagi og
hestarnir góð hús og hey, og mun þó ekki
hafa verið þrengt verulega að heimafólki.
Miðvikudaginn 30. mai héldum við frá
Grenjaðarstað, lyftum klyfjunum á klakka
hjá Brúum. Frost hafði verið um nóttina,
en veður bjart og sólbráð væntanleg þegar
á daginn liði. Leiðin lá inn Laxárdal aust-
an ár og var livergi stanzaö fyrr en i Hól-
um. Sá bær er nálægt miðjum dal. Búend-
ur þar Iíelgi Sigurðsson og Þorbjörg Guð-
jónsdóttir buðu okkur að þiggja kaffi og
hey handa hestum, sem var vel þegið, eftir
12 km. göngu í þungu færi.
1 Hólum lá fyrir mér orðsending frá
Pétri á Gautlöndum sú, að fara með Norð-
mennina og farangur þeirra inn Laxárdal
að Plólkoti — evðibýli innst i dalnum — þar
beið maður með hesta úr Gautlöndum og
átti aö flytja þá þangaö, en Sigurður í
Garði átti að snúa þar við og halda heim-
v leiðis með hestana úr Aðaldal. A Gautlönd-
um áttu Norðmennirnir að bíða, þar til
hægt yrði að flytja farangur þeirra yfir
Mývatnsöræfi að Jökulsá. Þessi breyting á
áætlun staíaði af því, að þeim Pétri alþm.
og séra Arna alþin. tókst ekki aö útvega
hesta i Mývatnssveit til þessa flutnings.
eins og á stóð með veðráttu, færi og hev.
Þegar eg skýrði Björnæs frá þessari
breytingu á ferðaáætluninni, þá leit hann
fyrst á landabréfið og sló mati á leiöir og
vegalengdir, taldi krókinn í Gautlönd ó-
tækann, óttaðist líka að þar yrði hann að
liggja, kannske svo dögurn skipti meö
vinnuflokkinn aðgerðalausan, en kvaðst
hins vegar geta bvrjað að vinna iafnskjótt
og hann kæmist til Grímsstaða. Að bessu
athuguðu neitaði Björnæs að fallast á þessa
fyrirsögn, og kvaðst ekki trúa því, aö mér
tækist ekki að útvega hesta í Mývatnssveit
til að flytja þá austur að Jökulsá. Að lok-
inni hvíld i Hólum ákvað Björnæs að við
skyldum leggja á Hólasand og stefna til
Reykjahliðar. Á sandinum voru komnar
krapblár í dýpstu lægðir. og urðum við þvi
að fara krókótt til þess aö koma hestunum
yfir þær, og tvívegis að taka klyfjarnar af
og bera þær sjálfir yfir blárnar, til þess
að geta komið hestunum yfir. Frá öndverðu
hefir maður og hestur barist hlið við hlið
fyrir lífinu í strjálbýli landsins, en nú hef-
ir síminn, vegir og bílar létt af báðum miklu
erfiði. Þrátt fyrir mikinn seinagang, eink-
um á Hólasandi náðum við þó háttum í
Reykjahlíð. en þá voru bæði nienh og hestar
þreyttir og fegnir góðum viðtökum þar,
sem voru prýðilegar.
Fimmtudaginn 31. maí hlýnaði veðráttan
og byrjaði leysing nokkur. Sigurður i
Garði iiélt heimleiðis með hestana úr Aö-
aldal, en Björnæs hét á mig að gera allt,
er eg gæti. aö útvega hesta i Mývatnssveít
undir flutning þeirra austur að Jökulsá
næsta dag, en Norðmennirnir hugðust að
hvíla sig i Reykjahlíð þenna dag. Þeir
Hlíðarbændur spá'ðu ekki vel fyrir erindi
minu og neituðu sjálfir aö lána hesta. Samt
lagði eg á stað snemma morguns. Eg átti
kunnugt frændfólk á öllum bæjum austan
við vatn, talaði við bændur í Vogum, Geit-
eyjarströnd, Kálfaströnd og Garði, undir-
bjó þá nokkuð, fékk ekki ákveðin loforð.
en ekki afsvör heldur, fann eg glöggt að
á því valt, hvað nágranninn gerði. Bjóst
eg við að koma aftur á þessa bæi i baka-
Frh.