Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1947, Síða 43

Símablaðið - 01.01.1947, Síða 43
SÍMABLAÐIÐ 21 Kjartan Konráðsson aðstoöarmaöur við sjálfvirkustöðina varS sextugur 16. sept. s. 1. Hann er fyrsti sendimaöur símans i Reykjávík, kom í þjónustu hans 29. sept. 1906, eSa daginn sem landssiminn var opnaöur. Um voriö haföi hann lokiS prófi viS Yerzlunarskólann. Um þessa virSu- legu stööu sóttu margir ungir Reykviking. ar. er þótti framabrautin glæsileg innan hinnar nýju stofnunar. En kjörin reyndust knöpp — 1 — ein króna á dag. Enda fór svo, eftir nokkra mánuöi, aS Kjartan geröi kröfu um launa- hækkun upp i 45 kr. á rnánuði. Mun þaö vera upphaf launabaráttu símamannastétt- arinnar. — En launahækkunin fékkst ekki — og Kjartan sagði starfinu lausu. í Reykjavíkinni sagöi Jón Ólafsson símastjórninni til syndanna út af þessu máli. Eftir þaö fékkst Kjartan viS verzlunar- störf, þar til hann gerðist aftur símamaö- ur 1928. Réðist hann þá sem aSstoðarmaö. ur til efnisvarSar Landssímans. Frá 1933 hefur hann starfaS viS sjálf- virkubæjarsímastööina. Brynjólfur Eiríksson húsvöröur Landssímans i Reykjavík varö sextugur 22. marz s. 1. Hann byrjaSi aS vinna hjá Landssímanum viS sumarviö- gerðir 1908, og hefir siSan helgaS síma- stofnuninni krafta sína. Meira en 30 ár vann hann aS símalagningum og viSgerSum á sumrum og lagSi þá víöa land undir fót á austur og norSausturlandi. Á vetrum sá hann lengst af um viSgerSir á simalínunum í sveitum og á heiSum uppi, en bjó á Seyöisíirði. Fór hann þá margar langar og strangar ferðir, aðallega fótgang-' andi eða á skíðum. Hefir frásögn hans af einni slikri skíSaferS birzt hér í blaSinu fyrir nökkru. En margar aSrar eru þó óskráðar, sem ekki mega falla i gleymsku. Get eg ekki stillt mig um að benda á þaS hér, hversu yfirstjórn símans er undarlega sljó fyrir þvi, að halda til haga sögulegum minningum er siSar meir gætu verið dýr- mætur fjársjóSur, ef saga stofnunarinnar yrði skráð. ÁriS 1940 lét Brynjólfur af hinu erfiða starfi, eftir aö hafa haft verkstjórn á hendi nærfelt i 30 ár. Hefir hann síSan verið húsvörSur viS Landssímahúsiö í Reykjavík.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.