Símablaðið - 01.12.1953, Side 12
22
SIMABLAÐIÐ
5Ttaf'famahha/'áð /ahifjJíntahd
Stórmerk nýjung á sviði félagsmála hér á landi
Árið 1935 liefur verið talið merkasta árið í sögu F.Í.S. — Það ár upp-
skar félagið ríkulegan ávöxt langs en heillaríks starfs, sem skapað hafði
þvi öndvegissess í félagssamtökum opinberra starfsmanna. Á 20 ára afmælis-
degi þess, 27. febrúar 1935, var gefin út af þáverandi símamálaráðherra,
Haraldi Guðmundssyni, reglugerð er staðfesti þau réttindi, er samtökin
höfðu náð til handa símamannastéttinni og veitti einnig ný réttindi, sem
fram á þennan dag hafa verið eins dæmi í félagsmálum opinberra starfs-
manna. En það voru ákvæðin um, að F.l.S. var viðurkennt sem samnings-
aðili gagnvart stjórn stofnunarinnar. Með þvi ákvæði gerbreyttist öll að-
staða félagsins.
Reglugerð þessi, — „Starfsmannareglur Landssímans“, — hafa síðan
verið fyrirmynd í ýmsum atriðum við aðrar stofnanir og félagssamtök, og
ýtt undir og flýtt fyrir ýmsum réttarbótum opinherra starfsmanna. Samt
sem áður hefur F.l.S. verið það ljóst, að meðferð ýmsra mála gat verið á
þann veg, þrátt fyrir samningsréttinn, að ekki næðist sá árangur alltaf, sem
gera hefði mátt ráð fyrir, enda reynslan sýnt, að meðferð mála hefur ekki
sjaldan valdið því, að gagnkvæmt traust og skilningur milli hinna tveggja
aðila hefur ekki verið á þann veg, sem æskilegt var, og báðir aðilar hefðu
óskað. — Kjaramál eru viðkvæm, — og þar skapast mörg viðhorf, sem erfitt
er að leysa, og valda óánægju, þar sem sjónarmið beggja aðila eru ekki hin
sömu, og ekki grundvöllur fyrir hendi til að samræma þau. Tvö síðustu
ár hefur stjórn F.l.S. unnið að því, að koma meðferð personalmála í það
horf, að þeir erfiðleikar, sem hér er á drepið, mætti á hverjum tíma verða
yfirstignir, og nú hefur sá árangur náðst á þvi sviði, að árið 1953 mun ekki
síður verða talið eitt merkasta árið í sögu F.l.S. en árið 1935. — Á þessu
ári, eða 20. júlí, gaf þáverandi símamálaráðherra, Björn Ólafsson út breyt-
ingu við reglugerðina frá 1935, — er felur í sér stofnun starfsmannaráðs,
þar sem sæti eiga 2 fulltrúar frá F.l.S. ásamt 4 fulltrúum frá símastjórninni.
Ákvæði um slíkt ráð er alger nýjung i félagsmálum opinberra starfs-
manna hér á landi, og stéttarsamtaka yfirleitt, og marka tímamót í félags-
mála þróuninni.
Þykir rétt að hirta hér í heild reglur um starfsmannaráðið skv. reglu-
gerðarbreytingu dags. 20. júli s.l.