Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1953, Síða 30

Símablaðið - 01.12.1953, Síða 30
36 SIMABLAÐIÐ Nú boðar frið um fjörð og dal hið fagra lausnarorð, og lætur skína barnsins bros um blóðidrifna storð, og dvelur jafnt við kotungskjör sem konunganna borð. Frá hversdagsönnum hverfur þjóð og hvílist litla stund. Til bernskudaga horfir heim, þá hýrnar döpur lund. í auðmýkt krjúpa mestu menn við minninganna fund. Vinum fjœr ég verð í nótt, en vaki og hugsa margt. Þó hér sé kalt og húsið autt og húmið reginsvart, ég hræðist ei, því allt um það er innst í huga bjart. í lágum bœ við lítinn auð er Ijóssins fegurð mest, og dýrðin á þar dýpstan hljóm, þar dreymir hugann flest. Við hljóða bœn á helgri nótt er hjarta mannsins bezt. Þó sýnist dimmt um sœ og lönd, á sigurorðið þrótt. Og jólahelgin færir frið til fólksins, milt og rótt. Hið minnsta Ijós á kertiskveik ber konungstign í nótt. Karl Halldórsson.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.