Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 33

Símablaðið - 01.12.1953, Blaðsíða 33
SIMABLAÐIÐ roks og fannkyngi. Þar að auki var svarta skammdegismyrkur. Kræktum við nú saman örmum, staðráðnir i að láta eitt yfir báða ganga. Þannig innilega samkræktir fikruðum við okkur áfram, svona um það bil 200—300 metra upp frá brúninni, upp undir svonefnd- an Hrannhól. En er þar var komið, kom okk- ur saman um að þetta væri bara bráðófært veður, og engin meining annað en snúa við, enda alveg undir hælinn lagt, hvort við fynd- um stöðvarhúsið, þótt reynt yrði að halda áfram. Svo það varð að bróðurlegu samkomu- lagi, að hætta ekki frekar lifi og limum og halda bara aftur heim. En þeir, sem fóru á vakt kl. 9 þennan morg- un, aðeins með bita með sér til 12 tima, máttu málþola bæta við sig öðrum 12 tímum. Þessu lík dæmi mætti mörg nefna, og gætu sjálfsagt allir, sem hér hafa verið. En um hádaginn er þó t. d. aldrei þvi til að dreifa, að vandkvæði séu á að rata, því að um snjó- blindu er sjaldnast að ræða, þar sem snjór stöðvast sjaldnast nokkuð að ráði uppi á fjalli. Nú er alltaf yfir veturinn hafður jeppi upp í Loranstöð, sem hafður er til að fara að og frá stöðinni og fjallsbrúninni, en að því er mikið hagræði, að geta farið þá leið í bíl, þótt ó- fært sé upp, þar sem vegurinn er brattastur. En þó er það nú svo, að þótt bíll sé hjá manni, inni i skúr við stöðina, hefur maður gjarnan af honum engin not, þegar helzt skyldi. T. d. nú síðastliðinn mánudag' var svo mikið af- spyrnurok, að öllum kom saman um að ekki væri gerlegt að opna skúr, og taka út jeppann, Var því ekki um annað að ræða en bagsa gangandi. En í svo miklu ofsaroki, að manni sýndist að bíll myndi ekki tolla á hjólunum, með þó nokkra menn innanborðs, hversu liætt skyldi þá ekki geta verið gangandi mönn- um. Og það uppi á fjalli, þar sem um nokkra metra er að ræða fram á þverhnípta hamra- brún. Þó er um tvo staði að ræða, þar sem mest hætta getur verið á ferðum. En það er yfir Hrannhól, sem áður hefur verið nefndur, og svo 200—300 metra spölur með veginum frá stöðvarhúsinu. Væru settir traustir staurar á þessa staði, og strengdur á stálvír, er óhætt að fullyrða, að þessir verstu kaflar á leiðinni á milli Lor- anstöðvarinnar og Vikur, væru hættulausir, svo að segja i hvaða veðri sem er. 3» Þegar litið er til hinna tiðu stórslysa, sem svo oft gerast með okkar fámennu þjóð, og þess gætt, hversu margir eiga um sárt að binda vegna villtra náttúruhamfara, virðist manni full ástæða til að þessi ábending yrði tekin til greina, þótt i góðu veðri í júlímán- uði sýnist gjarnan ekki ástæða til. Því að þegar alls er gætt, sem liðið er, er það næsta óskiljanlegt, að ekki skuli vera enn fokinn svo mikið sem einn maður af Reynis- fjalli. Óska svo því símafólki, er þessar línur kann að lesa, árs og friðar. — Rifjað npp — í gamla daga, þegar menn þurftu að bíða lengi eftir símtali, jafnvel við Keflavík, bar það við eitt kvöld að ræstingakonurnar fundu blað með eftirfarandi vísu á, í biðstofunni í Reykjavík: Biðin langa leiðist mér, lítið græði’ ég á að síma, búinn er ég að bíða hér bráðum hálfan fjórða tíma. Kring um 1935, eða þar um bil, áður en símamálaráðherrann þáverandi gaf F. í. S. „afmælisgjöfina", átti stjórn félagsins stund- um í þófi við símastjórnina, er hún vildi fá einhverjum áhugamálum sínum komið fram. Töldu sumir, að þeir, sem mest unnu að fram- gangi þeirra mála ættu ekki upp á háborðið hjá stjórnarvöldunum og ekki líklegir til að „avancera“ fljótlega. Þessari visu var þá stungið inn á einn félagsfundinn: Það eru svo skiptar skoðanir manna, og skrambi erfitt að trúa því sanna, en viljirðu’ komast í valda sess, þá vertu’ ekki lengur í P. f. S. R.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.