Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1953, Síða 38

Símablaðið - 01.12.1953, Síða 38
44 SIMABLAÐIÐ Frá stjúrn F.Í.S. Samkvæmt því samkomulagi milli póst- og símamálastjórnarinnar og stjórnar F.I.S., er gert var á 8.1. ári, hafa eftirtaldir símritarar á ritsímastöðvum utan Rvíkur verið skipaðir varðstjórar frá 1. jan. s.l. Ólafur Hannesson, Isafirði, Svavar Karlsson, Seyðisfirði, Alfreð Lilliendahl, Siglufirði, Árni Árnason, Vestmannaeyjum. Ennfremur hafa þær Erna Árnadóttir og Sigrún Guðmundsdóttir verið skipaðar varðstjórar við talsímaaf- greiðsluna á Akureyri. Á engri þessara stöðva hafa slíkar stöð- ur verið áður, nema á Seyðirfirði, þar sem 2 ritsímavarðstjórar hafa jafnan verið. Þá hafa 16 núverandi og fyrrverandi tal- símakonur hjá stofnuninni, sem verið hafa í þjónustu hennar 25 ár eða lengur, verið skip- aðar í launaflokki 2. fl. bókara, í sainræmi við gert samkomulag F.Í.S. og póst- og síma- málastjórnarinnar. ★ Orðið hefur að samkomulagi, að F.f.S. fái að nokkru leyti til umráða efstu hæðina í hinni nýju viðbyggingu símahússins. Verður á þeirri hæð skrifstofa F.Í.S., eldhús, fata- geymsla og salur, sem notaður verður til smærri fundarhalda og samkvæma, svo og fyrir veitingar. Leggur stjórn félagsins mikla áherzlu á það, að innréttingin verði á þann hátt, að þar geti einnig verið mötuneyti til húsa. — Er á því meiri og meiri þörf með ári hverju, eftir því sem starfsfólkinu fjölgar, og bærinn stækkar. Nú þegar er ástandið orðið svo, að margt starfsmanna verður að matast á vinnustað —- við skrifborðið eða viðgerðarborðið, eða önn- ur lítt betri skilyrði. — Gefur að skilja, að matarhléið er ekki mikill hvíldartími frá starfi, við slík skilyrði. ★ Ekki hefur Félagsráði enn tekizt að festa kaup á heppilegu húsi fyrir félagsheimili. Framboð á slíkum húsum hafa verið litil, undanfarið, og ekki náðst kaupsamningar um þau hús, sem æskileg hafa verið. Segja má, að viðhorfið til málsins hefur nokkuð breytzt við það, að félaginu hefur verið ætlað umráð yfir umræddri hæð í síma- húsinu, þar sem hægt verður að halda deild- arfundi, smá-samkvæmi og skemmtikvöld. Með tilliti til þessa breytta viðhorfs hefur Félagsráð falið Guðmundi Jónssyni, forrn. félagsheimilisnefndar ásamt formanni F.Í.S., að gera tillögur um það á hvern hátt vænt- anleg húseign, ef keypt yrði, skyldi notuð. ★ Félagsráð hefur farið þess á leit við póst- og símamálastjórnina, að hún stuðlaði að starfsmannaskiptum innanlands. Hefur Starfs mannaráð Landssímans haft þetta mál til meðferðar og hallazt að því fyrirkomulagi, að Landssíminn bæri kostnað á ferðum fram og aftur, en reynt yrði að draga úr dvalar- kostnaði með skiptum á íbúð eða einstökum herbergjum, eftir ástæðum. ..Samkomulag varð um það í ráðinu, að stjórn F.Í.S. kynnti sér, hve mikill áhugi væri fyrir starfsmannaskiptum á þessum grund- velli, og óskar hún því þess, að þeir, sem hann hafa — einkum utan Reykjavíkur — tilkynni það sem fyrst. ..Stjórn Menningar- og kynningarsjóðs mun taka til yfirvegunar, hvort sá sjóður getur á einhvern hátt létt kostnaðinn við þessi starfsmannaskipti. ★ Meðal þeirra mála, sem stjórn F.Í.S. hefur óskað eftir að starfsmannaráð tæki til með- ferðar, er aðbúðin á hinum ýmsu vinnu- stöðum og hreinlæti. Það er vitað mál, að mjög skortir á það víða, að viðunandi húspláss sé fyrir hendi fyrir starfsfólkið til að dvelja i, í vinnuhlé- um, eða til að neyta hressingar. — í sumum hinna nýrri húsa er jafnvel leigt óviðkom-

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.