Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1953, Side 40

Símablaðið - 01.12.1953, Side 40
46 BÍMABLAÐIÐ varð fimmtugur 3. okt. s.I. Hann kom í þjónustu Bæjarsímans í Reykjavík árið 1922, og byrjaði þá sem nemi á verkstæði Bæjarsímans. Til Ameríku fór liann í febrúar 1926 og dvaldi þar um 10 ára skeið. Vann hann þá ýms störf fyrst, en komst svo í þjónustu Western Electric, og vann á vegum þess félags víðsvegar um mið- ríkin við uppsetningu sjálfvirkra stöðva. Einnig vann hann um tíma í verk- smiðjum Hjartar Thordarson. Árið 1935 hvarf hann heim aftur, og gekk á ný í þjónusttu símans, fyrst við talsímasambandið við útlönd, en síðar við sjálfvirku stöðina, þar sem hann vinnur nú. Júlíus hefur jafnan verið einn allra áhugasamasti félagsmaður F.Í.S. og lengst af driffjöðrin í skenuntanalífi félagsins og unnið á því sviði ómetan- legt starf og oft tímafrekt, til eflingar samheldni innan stéttarinnar. í öðr- um félagsmálum hefur hann einnig látið mikið til sín taka, átt sæti í stjórn fél. og verið ritari þess, og hann á von- andi eftir að koma lengi og mikið við sögu félagsins. yfirvarðstjóri á ritsímanum í Rvík varð fimmtugur 24. júni s.l. Hann er fæddur í Sdr. Höjrup á Fjóni i Dan- mörku. Hann gekk í símritaraskóla i Kaup- mannahöfn árið 1919, og gerðist siðan símritari hjá Mikla Norræna ritsíma- félaginu 1920, í Gautaborg og síðan í London, og loks á Sevðisfirði (1922— •25). Hætti þá símritarastörfum um sinn. Arið 1929 réðist hann í þjónustu Landssíma íslands, sem símritari i Reykjavík, og var skipaður varðstjóri á ritsimanum þar 1. október 1930, og er þar nú yfirvarðstjóri á annari vakt- inni. „Mikla Norræna“ hefur jafnan verið góður skóli fyrir þá, sem í þjónustu þess hafa gengið. Enda eru gerðar til þeirra miklar kröfur. Þessa hefur mjög gætt í starfi Hansens. Hann hef- ur verið með afhrigðum reglusamur og stjórnsamur yfirmaður, og þolir illa ódugnað og skort á árvekni i starfi. ()g þó að hann sé útlendingur hefur málið eða staðhættir ekki háð honum.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.