Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1953, Side 42

Símablaðið - 01.12.1953, Side 42
48 SIMABLAÐIÐ vax-ð sjötugur 5. nóvember. Hann hefur verið fastur starfsmað- ur hjá Bæjarsímanum síðan 1924, en áður hafði hann unnið hjá honum sem lausamaður i 5—6 ár, svo starf hans hjá því opinbera er orðið æði langt. Starf hans hefur einkum verið í því fólgið, að leggja síma inn i hús og gera við bilanir í liúsum. Iiann er því orðinn bæjarhúum og heimilum þeirra kunnur mjög. Ann- ars vísast til greinar um hann í Síma- blaðinu, á sextugs afmæli hans, 1943. Og' nú er Guðjón kominn á þau tima- mót í æfi opinberra starfsmanna, sem rikið þakkar fvrir sig og kærir sig ekki lengur um þjónustu manns. En Guð- jón er gott dæmi þess, að enginn regla er án undantekninga. Því enn eru starfskraftar hans óbilaðir og reyni þeir tvítugu bara að fara í förin hans. Símablaðið vill svo fljdja Guðjóni þakkir samstarfsmanna hans og félaga fyrir ágætt samstarf og viðkynningu. Þann 23. marz 1953 varð Pétur Brandsson 50 ára. Hann er fæddur að Hallbj arnareyri í Eyrarsveit 23. marz 1903. Til Reykjavíkur fluttist Pétur ár- ið 1918. Hann lauk loftskeytamanns- prófi úr skóla Ottó Arnar árið 1922. Að loknu námi starfaði hann á Loft- skeytastöðinni í Reykjavik (TFA) í eitt ár. Næsta vetur þar á eftir kenndi hann símritun við loftskeytaskóla Ottó Arnar. Þar næst var hann í þjónustu Landssíma Islands á Isafirði i meira en hálft ár. Eftir það varð Pétur loft- skeytamaður á skipum, aðallega hjá Eimskipafélagi Islands, á „Lagarfoss“ og „Brúarfoss“. Árið 1946 réðst Pétur í þjónustu Landssíma íslands á ný, og liefur starfað þar síðan, fyrst á Loft- skeytastöðinni í Reykjavík, en siðar við Talsamband við útlönd. Pétur Brandsson hefur alls staðar þótt góður starfsmaður. Hefur hann þó á stundum starfað við erfið skilyrði á erfiðum tímum. Sem loftskevtamað- ur á togara var hann t. d. úti í hinu ægilega ,Halaveðri‘, þar sem öll skips- höfnin á skipi hans barðist við dauð- ann svo dægrum skipti. Þurfti öll skips- höfnin að taka á öllu sínu þreki, bæði andlega og líkamlega, til þess að stand-

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.