Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Side 3
DV Fyrst og fremst FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 3 Spurning dagsins Hefur kostnaður áhrif á ferðir til tannlæknis? Læt hann ekki stoppa mig „Ég læt kostnaðinn ekki stoppa mig þó að ég hugsi mig vel um áður en ég fer til tannlæknis. Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir hönnuður. „Éger öryrki og fæ kostnaðinn eitt- hvað niður- greiddan." Steinunn Ein- arsdóttir myndlistar- kona. . Já, ég fersjaldnar vegna þess að það erdýrt." Sigurbjörn Árnason smiður. „Já, ég fer ekki til dýrasta tann- læknisins." Áslaug Ás- geirsdóttir. Já, ég reyni að fara ekki oftar en á tíu ára fresti. Meðal ann- ars vegna þess hve það er dýrt." Bjarki Árnason smiður. Það getur kostað formúu að opna munninn í tannlæknastólnum. Veldur kostnað- urinn þvíað fólk fer sjaldnar til tannlæknis en þörfer á? Mótmælendur standa fyrir utan Heyrði í fréttum hljóðvarps, að Falun Gong fólk er að mótmæla forseta Kina í London - var talað um fólkið sem „heim- spekihóp11 - skrýtið nafn á mótmælendum sem stunda lífs- , orkuæfingar og blanda þær með óvild í garð kínverskra stjórnvalda. kÞetta er álíka ^skrýtin nafngift ^og sú kenning, I sem heyra |má í frétta- Lskýringar- ovarps, ao paiium n þáttum hér, að í raun sé ekkert sjálfsagðra í Frakklandi en að mótmæla, sú að- ferð við að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri blundi einfald- lega í þjóðar- eðli Frakka og þess vegna séu þessi mótmæli núna næsta eðlileg. Stenst þetta, þegar til þess er litið, að mótmælendurn- ir eru almennt taldir standa utan við franska þjóðlífsstrauma? Vandinn sé sá, að þeir hafi aldrei lagast að frönskum háttum - nema kannski þvi að mótmæla - eða hvað? Björn Bjarnason dómsmálaráðherra ritar á vef sinn, bjorn.is Þegar staðreyndum er snúið á hvolf Af frásögn Fréttablaðsins í dag mætti ráða að Ossur Skarphéðinsson hefði gerst taglhnýtingur Sigur- jóns Þórðarsonar alþingis- manns, sem hefur haldið uppi afskaplega ómarkvissri og ómálefnalegri umræðu um ! . \ ráðstefnu Sjávarútvegs- KW'J ráðuneytis og Hafrann- sóknarstofhunar um nýlið- un og framleiðslugetu þorsk- stofnsins. Svo slæmt er þetta þó ekki. Það sem vitnað er í Össur mun vera úr gamalli ræðu hans á Al- þingi af allt öðru tilefni. Sigurjón hélt þvi fram að ráð- stefnan væri til marks um að verið væri að loka á alla umræðu um fiskveiðiráðgjöf og hafrann- sóknir. Þetta er víðs fjarri öllum sanni. Á ráðstefnunni töluðu þrír erlendir fræði og visindamenn frá jafnmörgum visinda og rann- sóknarstofnunum. Tveir frá Kanada og síðan forstjóri fær- eysku Hafrannsóknastofnunar- innar voru með at- hyglisverð innlegg. Tveir vísindamenn frá Hafrannsókna- stofnun fluttu fróðleg erindi sem og prófessor í fiskifræði við Háskóla íslands. Því fer þess vegna viðs fjarri að ætlunin sé að kæfa umræðuna. Þvert á móti. Ætlunin er að örva slíka umræðu. Menn geta vitaskuld reynt að snúa öllum staðreyndum við eins og Sigurjón og draga síðan ályktanir út frá því. Og illt er fyrir Össur Skarphéðinsson að vera spyrtur við slíkt óðagot í blöðunum. En stað- reyndirnar geta menn ekki umflú ið. Jafnvel þó þær passi illa við þann sýndarveruleika sem þeir kjósa að lifa í. Sigurjón Kjartansson skrifar um þá áráttu fslendinga að slá öllu á frest. Illu er best slegið á frest Si jjíslenska landsliðið á aldrei að vinna neitt ^ leiwIA*n"n/ttulands- WrÆ UtUbiöS^16 ur mótmæla i_ JPJ® . Kon- stofan þarfekk verafySdinj nóg hun se skond- að ín Nú eru sýndar í sjónvarpi forvarnaraug- lýsingar gegn vímuefnum sem bera yfir- skriftina „Ég ætla að bíða“. Þar koma fram ungmenni sem tala hvert ofan í annað og segjast ætla að bíða með að neyta vímuefna í ótiltekinn tíma. Mjög fljótt á litið virðist það vera gríðar lega jákvætt að öll þessi börn ætli að bíða, en svo fer maður að hugsa hve lengi. Það er semsagt búið að gefast upp á þvf að ráðleggja ungmennum að láta vímuefni algerlega eiga sig. Nýja hugmyndin er sú að ráðleggja þeim að fresta því bara aðeins. Með þessari auglýsingaherferð fá orðatiltæki eins og „Illu er best slegið á frest" og „Ekki gera neitt í dag sem þú get ur gert á morgun" alveg spánnýja og loksins jákvæða merkingu, Þetta er mjög í anda þess verðfalls á góðum gildum sem átt hefur sér stað undan- farin ár. Við höfum horft upp á hvem þingmanninn á fætur öðmm mala um hversu agalegt sé að átján ára krakkar fái ekki að kaupa brennivín í ríkinu og enn fleiri vilja fá slíkt selt í matvömverslunum. Þessi sjónvarps- auglýsing er í þeim anda. í dag ríkir sú hugsun að aldrei skuli gengið alla leið með neitt. Islenska landsliðið á aldrei að vinna neitt nema vináttulandsleiki. Annað er of mikið fyrir svona litla þjóð. Konur mótmæla launamismun með því að fara í verkfall bara í tvo og hálfan tíma, ekki heilan dag. Spaugstof- an þarf ekki að vera fýndin, nóg að hún sé skondin. Mörkum okkur hvergi sérstöðu. Klæðum okkur eins og aðrir. Við skulum passa okkur á að gera ekki of miklar kröfur. Sérstaklega ekki til unglinganna. Þeim gæti fundist við hallærisleg. »Kjallari Sigurjón Kjartansson Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsraðherra ritar á vef sinn, ekg.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.