Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 Ast og samlíf DV „Það að ganga með barn breytir miklu um það bvernig konan upp- lifir sjálfa sig, bæði lík- amlega og andlega Ég veit ekki hvortpú getur hjálpað mér en ég ákvað samt að prófa að skrifa. Ég er 26 ára kona og gift besta manni í heimi. Við eigum sitt hvort barnið úr íyrri samböndum og núna er ég ólétt. Allt hefur gengið vel þangað til núna. Ég er orðin sjúklega afbrýðisöm og er stöðugt hrædd um að hann sé að halda fram hjá mér eða hugsa um aðrar konur. Þetta er gengið svo langt að ég er hætt að bjóða vinkonum mínum heim ef hann er líka heima og mér líður hræðilega alltaf þegar hann er í vinnunni þó svo að hann vinni á algjörum karlastað. Ég ímynda mér að það komi kvenkyns viðskiptavin- ir inn í fyrirtækið og að hann hreinlega taki þær inni á klósetti í kaffipásunni eða eitthvað álíka ósmekklegt. Innst inni veit ég að hann elskar mig heitt og mundi líklega aldrei gera neitt svona en samt ræð ég ekkert við þessar hugsanir. Hvað á ég að gera? Kveðja, Þessi bilaða. Óiétt oi sjúUeaa albrýöisbm Komdu sæl. Ég held að afbrýðisemi sé nokkuð sem snertir okkur öll á ein- hvern hátt. Þetta er óþægileg til- finning og því meira sem hún rfkir því verr líður manni. Sumir eru krónískt ógeðslega afbrýðis- samir út í allt og alla og aldrei ánægðir með blómin í eigin garði. Sumir eru bara smá afbrýðisamir af og til þegar þeim finnst stöðu sinni ógnað á einhvern hátt. Stundum þróast afbrýðisemi í kúgun og allan þann djöfulgang sem fylgir heimil- isofbeldi. Myndirnar eru margar en flestir eru líklega sammála um að afbrýðisemi gangi í bylgjum og þessir krónísku eru nú líklega ekki svo voðalega margir. Valiö fæðubótarefni ársins 2002 i Finntandi Minnistöflur FOSFOSER MEMORY Umboðs- og söluaðili sími: 551 9239 www.birkiaska.is Það er eitt ákveðið fyrirbæri sem afbrýðisemin tengist órjúfanlegum böndum - sjálfstraustið. Þegar við upplifum bresti í sjálfstraustinu, finnst við ekki nógu góð/klár/dug- leg/falleg, myndast kjöraðstæður fyrir afbrýðisemina til að blossa upp. Kannski er það akkúrat að ger- ast hjá þér núna. Það að ganga með barn breytir miklu um það hvernig konan upplifir sjálfa sig, bæði lík- amlega og andlega. Sumar konur upplifa þessar breytingar á nei- kvæðan hátt og það endurspeglast í óöryggi og sjálfstraustið verður dulítið brothætt - oftast þó tíma- bundið. Það skiptir kannski engu máli að makinn sé ljúfur og yndis- legur og láti óléttu konuna stöðugt vita hvað hún sé falleg og frábær - tilfinningarnar eru engu að síður til staðar og geta valdið því að konan upplifir afbrýðisemi sem kannski passar engan veginn við hennar vanalega karakter. Ég vona að þetta sé tímabundið ástand hjá þér en á meðan þú ert að upplifa þetta skaltu endilega reyna að tala við einhvern sem nennir að hlusta... gjarnan manninn þinn eða góða vinkonu. Það er svo glatað að loka svona tilfinningar inni í kroppnum. Bestu kveöjrn, Ragga. Giftar konur tjá sig um kynlífsvandamál sín Giftar konur eru mun llklegri til að sem eru giftir eða I sambúö. Sér- segja maka sínum frá kynlifs- jÉÉfcia fræðingar segja samskipti vandamálum en einhleypar vandamálið.Það par sem konur eða giftir karlmenn. . ekki geti talaö opinskátt Þetta kemur fram ínýlegri tfRstsi'' !■’ V um kynlifsitteigi frekar könnun sem gerðvar í !v «■< viðvandamál að stríða.f Bretlandi.Einhleypir karl- heildina sögðust 54% af menn eru hins vegarlík- í.f ^ ^ konunum og 35% af legri til að leysa frá skjóð- ) '41 ’ mönnunum eigavið ein- unni varðandi vandamál í > / hvers konar kynlifsvanda- svefnherberginu en karlmenn ^ jý ]■' málaöstríöa. Spenna án framhjáhalds Flestir stunda framhjáhald spennunnar vegna. Þið getið einfaldlega bætt spennu í sambandið þótt þið séuð ekki að gera neitt rangt. Planið að hittast á hóteli í hádeginu á föstudegi. Skráiö ykkur þess vegna rmd- ir fölsku nafni til að bæta við spennuna. Ekki segja neinum frá. Við- haldið dulúðinni. Þegar þið eruð mætt á hótelherbergið þurfið þið ekki að segja neitt, nema þið kjósið það náttúrulega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.