Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.2005, Síða 24
24 FIMMTUDAQUR 10. NÓVEMBER 2005 wmm& Ylfa Lind Gylfadóttir söngkona er komin í jólaskap. Platan hennar er nýkomin út og svo kemur þaö skemmtilega á óvart að hún er afslöppuð og jákYíeð Hún segist svo eiga góðan föður sem sé reiðuhúinu að styðja hana þegar hún þarf á að halda. *• .■*» T ÍL. . rú'-'í » ? .• i r * . 1 * ■ Lina „tg xtla að iyngja og kynna plötuna og vesenast í öllu i kringum hana fram að áramót- um. iíðan ætla ég að reyna að slaka á og halda jólin." SEFUR ALDREI Viötökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrarnafnleyndar er gætt. Síminn er 550 5090 „Amma og afa verða væntanlega ekki með okkur þessi jól. Þau búa á Raufarhöfn. Við höfum stundum farið þangað á jólunum og það er dásamiegt," segir hún sannfærandi. „Mamma á sjö systkini og þá koma allir til ömmu eftir jólamatinn á að- fangadagskvöld. Þá er heljarinnar veisla þar sem við komum öll sam- an. Allir komast fyrir einhvem veg- inn," útskýrir hún þegar blaðamður spyr hana hvort amma hennar sé fær um að taka á móti stórri fjöl- skyldu, 47 talsins. Þetta er bara ynd- islegt þegar við hittumst og allir leggja sitt af mörkunum." Örugg á sviði þrátt fyrir feimnina „Ég er ekki ömgg. Ég var svaka- lega félagsfælin þegar ég var yngri. Ólst nánast upp í leikhúsi frá ég því var 12 ára með Leikfélaginu í Hvera- gerði og þar lærði ég að leika og vera þá jafnvel allt önnur en ég er. Núna geri ég það ekki lengur. Meiningin að fara í Idol var að fá að prófa að vera ég sjálf og ég er sátt við allt sem ég geri og er," segir hún meðvituð að þegar veikleikar em viðurkenndir sýnir það styrkleika. „Mér líður hins- vegar mjög vel þegar ég syng." Jólagjafirnar „Fínan kjól," svarar Ylfa feimin og viðurkennir að hún er nísk þegar kemur að fatakaupum. „Ég versla mikið „second hand" en þegar kem- ur að jólagjöfum sem ég gef þá fara þær eftir því hvernig fjárhagurinn er hver jól. Ég reyni að hafa gjafimar persónulegar og þá jafnvel með sögu á bak við sig. „Ég held ég sé búin að pranga honum inn á alla fjölskylduna," svarar hún og hlær dátt aðspurð hvort hún losni ekki við gjafainnkaupin þessi jól og dreifi plötvmni til vina og ættingja. Skemmtilegt nafn „Platan mín heitir Petite Cadeau," segir Ylfa og blaðamaður fer kurteislega fram á þýðingu á titl- inum. „Lítil gjöfi Petite þýðir smá eða lítil og annað nafn cadeau er síðara nafn dóttur systur minnar en pabbi hennar er frá Haiti." „Þetta er bara allt muligt. Ég er með gömul rokklög, lög með Doors, Rolling stones, svo syng ég reggí, Bob Dylan og gamalt gott íslenskt lag sem heitir Vaki vaki vinur minn eftir Loft Guðmundsson. Lagavalið er alveg eftir mínum smekk en ég valdi alls ekki ein og sér lögin. Ég byrjaði með 300 lög og síðan hjálpuðu tónlistar- mennimir Jakob Smári Magnússon, Birgir Baldursson og Edward Láms- son mér við valið. Við völdum þetta saman," segir Ylfa ánægð með af- raksturinn og samstarfið. Rám flott rödd Ekki er komist hjá því að spyrja Ylfu hvort þessi sérstaka rödd henn- ar fái að njóta sín? „Það firrnst mér. Þetta er lágstemmt, soldið blúsað en við breyttum lögunum mjög mikið. Þetta ferli í heild sinni var bara frá- bært. Fyrst þegar ég hitti tónlistar- mennina var ég samt eins og lítil stelpa en þeir em frábærir. Tónlistin sjálf var tekin upp „life" í bíóinu á Akranesi og söngurinn var svo tek- inn upp á Akureyri hjá Orra Harðar," segir hún og bætir við einlæg að Orri er trúbador og mjög góður upptöku- stjóri. „Núna er bara allt í bígerð. Plat- an komin út og útgáfutónleikarnir yfirstaðnir. Þeir voru frábærir. Gekk rosalega vel. Allt gert með mjög stuttum fyrirvara," segir Ylfa létt- lynd og glöð og bætir við: „Eiginlega af aulskapnum í mér. Tónlistar- mennirnir em nánast alltaf upp- teknir og það gekk stundum illa að púsla saman öllum. Svo þegar við vorum að gera plötuna vom ekki allir sáttir. Fannst platan ekki vera nógu mikil sólóplata. Ég gat ekki lækkað í tónlistarmönnum. Ég vildi frekar leyfa þeim að njóta sín. Þannig nýt ég mín á plötunni. Allir fá að njóta sín." Pabbi bestur „Foreldrar mínir em held ég ótrúlega stoltir af mér. Sérstaklega pabbi, hann er alveg í skýjunum. Hann er líka svo rosalega duglegur að hjálpa mér og hvetja mig áfram í öllu. Pabbi bjó þessa plötu til. Hann er búinn að vera svo staðfastur, góð- ur og klár í þessu með mér. Alltaf að vesenast heilan helling og heldur mér við efrúð," segir hún og blaða- maður kemst ekki hjá því að sam- gleðjast henni að eiga góða að. En syngur pabbi Ylfu? „Nei, nei, nei guð forði honum frá því að syngja," svar- ar hún grallaraleg en bætir við að hann hafi gaman af tónlist og það er í rauninni allt sem þarf. Við kveðjum Ylfu með hlýhug og aðdáun eftir skemmtilegt spjall og spyrjum hana hvert för hennar sé heitið. „Bara," svarar hún kærulaus á svipinn en hugsar sig um og bætir við: „Sko ég er stefnulaus oftar en ekki. En ég geri það sem ég vil þá stundina er ekki með nein plön. Þannig nýt ég þess að vera." elly@dv.is „Ég held að ég hafi verið fimm eða fjögurra ára," svarar Ylfa Lind aðspurð um eftirminnilegan atburð sem teng- ist jólahátíðinni. „Þetta var tveimur dögum fyrir jól og mér tókst að læsa mig inná klósetti og klippti allan topp- inn af mér," segir hún og hlær innilega með rámri röddu sinni sem er hrá en einstaklega aðlaðandi. „Anna María systir mín var að passa mig þegar ég klippti toppinn alveg af. Systir mín var í öngvum sínum," segir hún skelli- hlæjandi en það eru átta ár á milli Ylfu og systur hennar. Sameinuð yfir hátíðarnar „Við verðum öll saman um jólin. Öll fjölskyldan. Innsti kjarninn," segir hún og hikar eilftið og heldur áfram: „Við erum fimm. Ég á bróðir líka, hann er fjórum árum eldri en ég.“ Talið berst að jólunum framundan. „Það sem einkennir okkar hátíð er afslöppun. Mikilvæg- ast er að slappa vel af. Við borðum saman og vöskum upp saman," seg- ir hún afslöppuð og viðurkennir að hún er ennþá látin sækja pakkana og lesa á kortin á aðfangadagskvöld. „Afþvíég eryngst."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.