Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1957, Side 20

Símablaðið - 01.12.1957, Side 20
SIMABLAÐIÐ 38 SIGURJÓN DAVÍÐSSOM: Um gagnrýni Það bar við fyrir nokkrum árum, að útvarpað var frá stúdentafélagsfundi rök- ræðum um menningarmál og áttust þá við stórvitur skólamaður og eitt af ungu skáld- unum. Sjónarmið voru ólík, og þegar unga skáldið komst í hann krappan, brígslaði það skólamanninum um, „að hann kynni ekki að lesa“. Haft er eftir bílstjóra nokkrum, að ef „vatnsberinn", höggmynd Ásmundar Sveinssonar, verði sett upp á almannafæri, yrði það fyrsta verk sitt, „að ganga á ófreskjuna með hamri og mölva hana nið- ur mélinu smærra“. Fleiri kunn dæmi mætti nefna því til sönnunar, að lærðum og leikum hitnar í hamsi, þegar ræður manna snúast um list- ir, sérstaklega, ef um er að ræða skáld- skap og myndlist. Margt ber til þessa, en einkum það,að flestir þykjast jafndómbær- ir öðrum um gildi listaverka og svo er bezt að segja sannleikann umbúðalaust í því eíni, að eldri kynslóðin hafði mótað sér allákveðinn mælikvarða á gildi listaverka, mælikvarða, sem ekki hæfir nema að nokkru leyti við nútímaverk, en unga fólkið er nýungagjarnara, en þó einstreng- islegra í skoðunum en þeir öldnu. Þegar svo er í pottinn búið, verður sízt undrunarefni, þótt fjúki í skjánum, þegar slík mál ber á góma og skoðanir eru skipt- ar. En furðulega lítið ber á slíkum orð- sennum í blöðum og tímaritum, jafnvel svo lítið, að meinleysislegt karp um listir verður tilbreytingargott lestrarefni. Það er ærin ástæða til að hugleiða orsakirnar til slíks, þar sem menn virðast ófeimnir við að skrifa um önnur hugðarefni sín. Framh. af bls. 56 Þrautseigja og einstök vandvirkni Ás- geirs létu hann því ekki í friði. Og á sjötugsaldri hóf hann að læra hebresku, í þeim eina tilgangi, að geta lesið Jobs- bók á frummálinu og skilað henni yfir á sitt eigið móðurmál milliliðalaust. — Og á ótrúlega skömmum tíma tókst honum þetta. Á nýjan leik tók hann að þýða kvæði Jobsbókar og hætti ekki fyrr en hann treystist ekki til að bæta þar um. En þá hafði hann líka, að dómi færustu manna, leyst af hendi bókmenntalegt af- rek. En þar með var sagan þó ekki öll. — Þessu verki varð að gera búning, sem því hæfði. Á nýjan leik settist Ásgeir við að læra, — og nú að skrifa gotneskt letur og skreyting handrita á forna vísu. — Og árangurinn varð eitt hið fegursta handrit, sem gert hefur verið á Islandi frá fyrstu tíð. Handritið hefur Ásgeir nú gefið biskupi íslands, — en ljósprentun af því verður gefin út svo fljótt sem unnt er. Ásgeir situr ekki lengur sem óþekktur einstaklingur úti í horni, sem litið er til af góðlátu áhugaleysi. Hann hefur orðið stétt sinni til sóma, umfram alla aðra. Hann hefur unnið andlegt afrek, — en einnig skapað með höndum sínum lista- verk. — Og mundi hvort fyrir sig nægi- legt til að geyma nafn hans um aldir. A. G. Þ.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.