Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1957, Síða 21

Símablaðið - 01.12.1957, Síða 21
SIMABL.AÐIÐ 59 Hér á landi er tæplega hægt að tala um listgagnrýnendur, sem almenningur hefur falið það hlutverk eða tekur full- gilda trúnaðarmenn sína til að fjalla um kosti og galla listverðmæta. Öll listgagn- rýni er hér á frumstæðu stigi. Skoðanir flestra þeirra, sem mest rita um slík efni, eru gegnmengaðar af annarlegum og ó- skyldum hugmyndum varðandi listir. Sum- ir setja forhert stjórnmálaleg sjónar- mið, jafnvel pólitískar fyrirskipanir, ofar öllu í ritdómum og á svo blygðunarlausan hátt, að enginn hlutvandur maður tekur mark á orðum þeirra, þótt margt kunni að vera vel sagt í skrifum þeirra. Nokkr- ir skrifa um bækur til þess að koma sér upp bókasafni á ódýran hátt, að því er virðist. Enn aðrir vegna kunningsskapar við listamennina eða útgefendur og haga orðum sínum í samræmi við það. Þann flokk skipa einkum listamenn, enda fjöl- mennastir, og þannig mætti lengi telja. Þeir, sem almenningur ber traust til, eru þögulir, nema við sérstök tækifæri og' þá snýst ræða þeirra oftast um gamalkunn efni ,sem á allra vitorði er gott og gilt. Þess vegna er ekki hægt að álykta þannig, að almenningur myndi telja það óþarfa framhleypni af almennum borgara, að láta til sín heyra um mat á listum, vegna þess að hinir dómbæru hafi tekið að sér það hlutverk og séu til þess sjálfkjörnir. Ástæðurnar fyrir hlédrægni hins al- menna borgara til að láta álit sitt í ljós á listgildi nýrra verka, eru því ekki spunn- in af þeim toga, að aðrir færari hafi gert heiðarlegri gagnrýni á þeim full skil. Þvert á móti verður oft vart hneykslunar á því, að annaðhvort listamennirir sjálfir, eða kumpánar þeirra, gera allherskáar tilraun- ir til að troða listasmekk sínum upp á almenning í gagnsókn við eðlilegar til- finningar og listskynjun hans. Sem dæmi má nefna atomkveðskapinn, sem kveðinn hefur verið látlaust undanfarinn áratug. Margir hinna vígreifustu listamanna hafa sungið þeim óði lof og dýrð umfram annan kveðskap og kveðið þannig sjálfir. Fyrir stuttu sagði efnilegur rithöfundur, að Dymbilvaka Hannesar Sigfússonar væri bezta kvæði, sem ort hefði verið í seinni tíð. Ég hygg að fáir pæli það kvæði oftar en einu sinni og hrein undantekning má það vera, ef einhver hefur notið þess kvæð- is þannig, að hann legði það á sig að læra það utan að. Því er þannig farið, eins og öðrum atomkveðskap, að mönnum með venjulegt minni er nær ókleift að læra það, en það er all snar þáttur í mælikvarða almennings á gildi kveðskap- ar, hvort ljóðið finnur slíkan hljómgrunn í tilfinningalífi manna almennt, að þeir tileinki sér það, sem það væri eigin tján- ing þeirra og festist þeim í minni. Því er ekki að leyna, að alþýða manna skýtur sér undan að gagnrýna opinberlega það, sem henni er ætlað til andlegrar neyzlu af ótta við áfellisdóm tízkulínu- dansara, sem ásamt pólitískum skriffinn- um beina samstundis hatrömum háðs- og brígslaörvum að þeim, sem dirfast að lýsa persónulegum eða almennum skoðunum á listverðmætum framkominna verka, ef þær skera sig úr tízkulofsöngnum eða við- eigandi áróðri. Nýlega brá ungur rithöfundur kollega sínum um styrkjaróg gegn ungum skáld- um vegna greinarkorns í dagblaði, þar sem hann sagði ýmsum vinum sínum til synd- anna. Gagrýnin var stimpluð „fátíð hátt- vísi“ í niðrunartón og listamönnum til ó- þurftar. Allir, sem lásu umrædda blaðagrein, hlutu að skilja, að það vakti einungis fyr- ir höfundi hennar að hvetja ungskáldin til að vinna snerpulegar, takast á við verk- efnin á raunhæfan og þjóðlegan hátt og glæða verk sín lífi og starfi þjóðar sinnar. Þar sem ekki þótti fært að núa greinar- höfundi því um nasir, að hann hrópaði úr þokunni vegna vanþekkingar og ólistræns smekks, þá virtist auðvelt að gera því á

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.