Símablaðið - 01.12.1957, Side 29
SIMAB LAÐ I Ð
Ef hlé verður á útsendingu í meira
en 3 mínútur, þá verður að gera grein
fyrir orsökum þess. Þá er haft loft-
skeytasamband við Loranstöðina í Fær-
evjum og henni sent skeyti þar sem
greint er frá orsökum. En þessar tvær
stöðvar ásamt Loranst. á Hebridsevjum
vinna saman. Er þá sagt að Loran-
stöðin í Færeyjum sé „Master“, hún
sendir út á tveim bylgjulengdum og er
því tvöföld á við liinar tvær, sem eru
kallaðar „Slaves“, og senda út á einni
bylgjulengd hvor stöð. (Loranstöðin á
Reynisfjalli sendir út á 1950 k/riðum).
Hinn vaktarmaðurinn sér m.a. um
að halda „signalinu“ frá „Master“ og
signalinu" frá eigin stöð i svokallaðri
„Svncroniseringu". Til þessa eru notuð
margbrotin tæki, sem eru kölluð „Tim-
erar“ af stöðvarmönnum og eru 2 sams
konar tæki á stöðinni og notuð á víxl,
eins og sendararnir. Svo nákvæm verður
þessi „Syncronisering“ að vera, að ekki
má skeika meiru en einum milljónasta
úr sekúndu. Þetta reynist ekki alltaf
auðvelt verk, sérstaklega þegar stór-
liríðar og liaglél dynja ámóttökuloftnet-
um stöðvarinnar, þar sem það getur orð-
ið svo magnað, að „signölin“ sjást ekki
á „Scope-lömpunum“. Sömuleiðis getur
líka verið erfitt, þegar einhver skip eru
með viðskipti mjög nærri Loranhylgj-
unni. Það reynir þvi oft á þolinmæðina,
að lialda í „Svnc“, eins og það er kall-
að á stöðinni.
Allar hilanir verða stöðvarmenn að
sjálfsögðu að gera við sjálfir, þar sem
langt er til viðgerðarmanna L.I. og livil-
ir það verk mikið á stöðvarstjóranum
Plafi Þórarinssyni, en hann liefir
margra ára reynslu að baki.
Hálfsmánaðarlega, 2 klst. í einu, er
«7
hlé á úísendingu. Þetta er gert vegna
þess, að oft þarf að lagfæra eða gera
hreytingar, sem ekki er liægt þegar
allt er í gangi. Þessar 2 klst. er því
betra að láta liendur standa fram úr
ermum.
Til skamms tíma fluttu stöðvarmenn
sjálfir alla olíu upp á fjallið fyrir hinar
3 díeselvélar, sem sjá stöðinni fvrir raf-
magni. Við þessa olíuflutninga var not-
aður jeppi, enda komust eklci aðrir bíl-
ar upp fjallið, nema með ítrustu lægni.
i\. þessum jeppa var ekki liaft nema
liálft liúsið, en olíutánkur settur í stað-
inn. Þessi tankur rúmaði að sjálfsögðu
ekki mikið og varð því að fara margar
ferðir hverju sinni. A veturna var þetta
oft og tíðum erfitt verk, en starfsmenn-
irnir á Reynisfjalli, þeir sem ég kynnt-
ist þau 2 ár, er ég starfaði þar, voru
einstaklega góðir bílstjórar og kom það
í góðar þarfir.
Nú er kominn breiður vegur upp á
fjallið og er liann flestum bílum fær,
það er því oft margt um manninn á
Reynisfjalli á björtum sumarkvöldum,
enda útsýni þaðan hið fegursta.
Aftur á móti, er Íítið um ferðalanga
á Reynisfjalli yfir vetrarmánuðina,
enda er, eins og gefur að skilja, ákaf-