Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1957, Side 30

Símablaðið - 01.12.1957, Side 30
S IMABLAÐIÐ 6 « lega veðrasamt á fjallinu þann tíma árs. Dæmi eru líka til um það, að legið hefur við slysi, þegar starfsmenn voru að hafa vaktaskipti á dimmum vetrarkvöldum í aftaka veðrum. En þar sem einn starfsmaður á Reynisfjalli, Guðmundur Jóhannesson, hefir þegar skrifað í Símablaðið (2. tbl. 1953) ágæta grein um þessar svaðilfarir, þá fer ég ekki lengra út í þá sálma. Þó langar mig að minnast á ein vakta- skipti, er ég átti á jóladag 1954. Þessi jól, sem og svo oft fyrr og síðar, var ekki akfært upp á fjallið. Er þá sá háttur hafður á, að jeppi er hafður uppi á stöðinni, því oft er akfært eftir fjallinu, þó ekki sé akfært up á það. Rétt fyrir vaktaskiptin, fór því vakta- félagi minn, Jónas Gunnarsson, á jepp- anum á móti þeim, sem á vakt voru að koma og þurftu að ganga upp á fjallið, en það voru þeir Guðmund- ur Jóhannesson og Magnús Þórðarson. Heldur var mér farið að lengja eftir þeim félögum, enda komið langt fram yfir venjulegan tíma vaktaskipta, þeg'- ar inn gengu, eða öllu heldur flutu Guðmundur og Magnús, gegnumblautir og veðurbarðir. Þeir sögðu mér, að jeppinn væri fastur langt uppi á fjalli og því ekki um annað að ræða en labba. Þegar ég kvaddi þá félaga, voru þeir að tína af sér rennblaut klæðin og ekki skil ég í öðru, en að þeir liafi orðið að stríplast á slopp einum fata fram eftir vaktinni, en vel heitt er á stöðinni og lítil von á gestum í slíku veðri, svo það var enginn til að kikja nema blessaður kötturinn. Ég hélt út í veðrið. En nú voru aðr- ar aðstæður til gönguferðar eftir Reynis- f jalli, en um getur í grein Guðmundar. Nú fóru vaktaskipti fram um miðjan dag, svo að ekki tafði myrkrið, sem svo oft áður. Ekki var heldur hægt að tala um fárviðri í þetta sinn, fjarri því, þó mér þætti það nógu fjandi slæmt, því ég hafði ekki reynslu hinna, sem höfðu starfað árum saman á Reynis- fjalli og eru karlar í krapinu, sem láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. En það sem breytti aðstæðunum mest, var að nú var „Strengurinn“ kominn. Stál- strengur, strengdur á miklum stólpum þræddi nú fjallið á þeim stað, sem starfsmenn Lóranstöðvarinnar, eftir margra ára reynslu af snjóalögum á Reynisfjalli, töldu hcppilegastan. Og þegar ég þræddi fjallið þennan jóladag, með veðrið í fangið og báðar liendur á strengnum, varð mér hugsað með hlýjum hug til greinarinnar fyrr- nefndu, en ég tel að hún eigi mestan þátt í, að strengurinn var lagður. Mér sóttist gangan seint, en verst þótti mér haglélið, sem dundi i andlit mér eins og skotið væri úr byssu, og ekki var hægt að segja, að það hressti upp á jólaskapið, né heldur kuldinn og bleytan. Þá var líka löngunin i jólamat- inn farin að segja til sín, enda sungu garnirnar og vindurinn dúett, mestalla leiðina niður í Vík. H. H.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.