Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1957, Page 40

Símablaðið - 01.12.1957, Page 40
7« I ágúst hófst greiðasala í samkomusaln- um á 6. hæð í nýja símahúsinu. F.l.S. hefur nú keypt píanó, og er skemmt- analífið strax að færast í aukana. Starfsfólk aðalskrifstofunnar reið á vaðið og hélt skemmtun síðasta laugard. i sept. með nokkrum skemmtiatriðum. Laugardaginn 16. nóv. hélt hópur línu- manna upp á 10 ára starfsafmæli sitt. Var samankomið um 80 manns við það tækifæri. — Skemmtunin var fjölbreyttari en vant er hjá simamönnum. M. a. var sýndur gaman- þáttur úr daglegu starfi línumanna, er þeir sjálfir höfðu samið. — Ennfremur gáfu þeir út skemmtiblað, og var það lesið upp, — og loks sýnd kvikmynd. Var þetta hin bezta skemmtun og hinum ungu línumönnum til sóma. Og nú, þegar þessi útvörður íslenzkrar símatæknimenningar verður að láta af störfum fyrir aldurs sakir, störfum sem hann þó óumdeilanlega er fullfær til að sinna, mun hann una því vel að vera sett- ur á bekk með jafnöldrum sínum, eins og lög mæla fyrir. Löghlíðnin er nú einu sinni ein af hans dyggðum. En starfsmönnum Þorsteins, vinum og frændum, er það ó- blandin ánægja, að samfagna honum með óbilaða starfskrafta og ágæta heilsu, sem þeir óska og vona að endist honum til hárrar elli. BÍMABLAÐIÐ Byggingarsamvinnufélag simamanna hélt aðalfund sinn 30. ágúst síðastl. Hefur félagið lokið við þriðju stórbygginguna og hefur í hyggju að byrja strax á undirbúningi að þeirri fjórðu. — Formaður félagsins er nú Hafsteinn Þorsteinsson, síðan Magnús Magn- ússon varð símastjóri í Vestmannaeyjum. Ýmsir skemmtiklúbbar munu starfa i vet- ur, m. a. spilaklúbbur og taflklúbbur. Þá er i undirbúningi að stofna bókbands- klúbb, því að meðal símamanna eru margir bókbindarar. Er í ráði að þeir vinni saman að bókbandi og leiðbeini hver öðrum. Hvítt mátar í þriðja leik. Þetta er að segja um félagslífið í Reykja- vík. En hvað um félagslífið utan Reykjavíkur? Em. J.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.