Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 41

Símablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 41
SIMABLAÐIÐ 79 Sjötíu ára: — 27. sept. Ingvar Jónsson. — Hann er fædd- ur í Melshúsum á Álftanesi. Árið 1897 fluttist Ingvar til Seyðisfjarðar og dvaldi austanlands þar til í desember 1944, er hann fluttist til Reykjavíkur. Hann hefur starf- að sem lyftuvörður í Landssímahúsinu, Thor- valdsensstræti 4, síðan 1. janúar 1945. 2. des. Þorsteinn Gíslason umdæmisstjóri á Seyðisf. (sjá grein hér að framan). Sextíu ára: — 5. febr. Guðbjörg Sigurðsson, talsímakona Hún varð talsímakona í Vestmannaeyjum í júní 1917. Hefur síðan verið talsímakona í Reykjavík og Hafnarfirði, og óslitið i Hf. siðan 1. febr. 1929. Nokkur ár var hún þó ekki í þjónustu símans. Annarra, sem áttu sextugsafmæli á árinu hefur verið getið hér í blaðinu í tilefni af fimmtugsafmæli þeirra. Verður framvegis fylgt þeirri reglu, að sleppa úr þessum dálkum þeim árgangi. — Fimmfugsafmœli. 7. ágúst Guðlaug Dahlmann. Hún kom í þjónustu Landssímans haustið 1927 við sím- stöðina á Borðeyri. Giftist Sigurði Dahl- mann umdæmisstjóra 28. desember 1930. Eftir fráfall manns síns var hún sett sem umdæmisstj. á ísafirði frá þvi í desember 1955 til 1. apríl 1956. Fluttist til Reykja- víkur 15. maí 1956 og starfar við skrif- stofustörf á skrifstofu ritsímastjórans í Reykjavík. 28. apríl Einar Vídalín, stöðvarstjóri. Hann kom í þjónustu Landssímans 1941, en síðan 1945 hefur hann verið stöðvarstjóri við stutt- bylgjustöðina á Vatnsendahæð.

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.