Símablaðið - 01.09.1962, Síða 16
Jólagjöf ívrir 30 áruiii
í desember 1932 voru dyr Bæjarsímans í Reykjavík opnaðar, og út gengu milli 30
og 40 stúlkur, sem urðu að víkja fyrir vélamenningunni og leita sér annarar atvinnu.
Þeim var þetta ekki öllum gleðiganga, stofnunin varð í bili svipdaufari og úr bæjar-
lífinu hvarf þáttur, sem um áratugi hafði sett svip á það. Raddir ungra og lífs-
glaðra símameyja hljómuðu ekki lengur í eyrum símanotenda, heldur mótorvæl
og vélaskrölt hins nýja tíma. — Síðan eru liðin 30 ár og vélamenningin hefur hel-
tekið okkur á mörgum sviðum.
Og nú er að hilla undir nýja hreinsun í stofnun okkar, — gereyðingu talsíma-
kvennastéttarinnar, — sem verður leyst af hólmi með sjálfvirku símakerfi um allt
land. Og þá fyrst verður nú hinn andlegi gróður stofnunarinnar fjölskrúðugur þeg-
ar vélvæðing hennar kemst í algleyming.
Og hugsið ykkur myndina af símastofnun framtíðarinnar án talsímakvenna, en
morandi af símvirkjum og símfræðingum. Sú mynd verður að baki eftir næstu 30 ár.
En hamingðjan gefi, að enn dragist nokkuð, að hún verði framkölluð.
9
Stjóm S.J.S. ósL
ar jela^ámonnum
Nokkur orð um
skipulag
Þrátt fyrir bréf til ráðherra frá félög-
um pósts og síma, og gegn áliti og sam-
þykkt F.Í.S. og Fél. forstjóra PLS. og þrátt
fyrir einróma álit nær allra, sem við póst
og síma vinna, var það spor stigið fyrir
tveim árum, að sameina þessar stofnanir
til fulls. Þar með er barátta gegn samein-
ingu úr sögunni að sinni. En nýtt viðhorf
hefur þá skapazt, sem tímabært er að
snúa sér að, en það er stjórnarfyrirkomu-
lag og skipulag stofnunarinnar.
Að vísu hefur þegar verið gefin út reglu-
gerð um þessi atriði, eftir sameininguna,
en hún er vægast sagt flaustursverk og
til orðin án sæmilegs undirbúnings og at-
hugunar.
Hún á að sjálfsögðu að vera byggð á
lögum um sameiningu pósts og síma, en
bæði er það, að þau lög eru orðin úrelí
og þar að auki fer reglugerðin 1 veruleg-
um atriðum á snið við anda þeirra.
Það er farið að vekja vaxandi athygli,
hve minnkandi er öll samvinna milli síma-
stjórnarinnar og stéttafélaganna um slík
mál, og hversu dauft er yfir starfsmanna-
ráði Landssímans um að láta sig þau varða.
Fyrir nokkrum árum, og lengi vel, setti
slík samvinna svip á þessa stofnun og gaf
henni reisn. Fjöldi samstarfsnefnda hefur
verið þar að verki. Minna má á samningu
starfsmannareglnanna, en um nauðsynlega
endurskoðun þeirra hefur svo að segja eng-
in samvinna fengizt um árabil.
Við endurskoðun launalaga hefur verið
traust og þýðingarmikil samvinna, sem
gefið hefur tillögum aðilja gildi. Nú hefur
samvinna um þetta stórþýðingarmikla mál
engin verið, og er það þó ekki þýðingar-
minna fyrir sjálfa stofnunina en starfsfólk
hennar og félagsskap þess.
Á þessi tvö dæmi er hér bent af þeim