Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.09.1962, Side 45

Símablaðið - 01.09.1962, Side 45
Vr folayAtífim Vetrarstarfsemi Tafl- og spilaklúbbsins er nú í fullum gangi. Síðastliðinn vetur var starfsemi klúbbs- ins líkt og undanfarið, aðallega fólgin í tafl- og spila- kvöldum, en þó voru lialdin nokkur skemmtikvöld, sem tókust vel. Síðastl. vetur var spilað á þriðjudagskvöldum, en teflt á fimmtudagskvöldum. Haldin voru nokkur innanfélagsmót og tekið þátt í skákkeppnum. Skákmeistaramót símamanna fór fram í tveim flokkum, eins og undanfarin ár. Skákmeistari varð Karl Þorleifsson, hlaut bann 6% vinning af 8 mögu- legum (sjá töflur). Tveir efstu menn úr 2. flokki flytjast upp í 1. flokk, en tveir þeir neðstu í 1. flokki niður í 2. flokk. Að afloknu meistaramótinu fór fram hraðskák- mót, og sigraði þar hinn gamalkunni skákmeístari símamanna Jón Agústsson, hlaut hann 17% vinn- ing, annar varð Árni Hafstað með 15% vinning. Hin árlega taflkeppni síma, pósts og útvarps ann- ars vegar og Hreyfils hins vegar, var liáð 15. janú- ar s.l. I þetta skipti sigraði samfylkingin með mikl- um yfirburðum, lilaut 18 vinninga móti 9 vinning- um Hreyfils. Teflt var á 27 borðum og lagði sím- inn til 14 menn, sem stóðu sig mjög vel, hlutu 10 vinninga. Útvarpið lagði til 7 menn, og fengu þeir 5 vinninga, og Pósturinn lagði til ö menn, sem fengu 3 vinninga. Til hinnar árlegu skákkeppni fyrirtækja sendi klúbburinn tvær sveitir. 1. sveit keppti í C-liði. Hlaut hún 2. sætið í þeim riðli, % vinning á eftir sigur- vegurunum. I hraðskákkeppni hlaut hún 2—3 sæti í flokknum. Sveitina skipuðu Jón Ágústsson, Karl Þorleifsson, Guðmundur Þorláksson og Snorri Jónas- son; varamenn: Arnór Þorláksson, Sæmundur Ösk- arsson og Árni Egilsson. 2. sveit símans keppti í E- riðli, hlaut hún 3. sæti í riðlinum og varð í 4. sæti í hraðskákkeppninni. Sveitina skipuðu Ivristján Jóns- son, Sigurður Baldvinsson, Guðlaugur Guðjónsson Skákmeistarinn Kari Þorleifs- son með verðlaunabikarana. Spilakeppni, Guðlaufíur Guðjónsson í þunsum þönkum. Fjórir verðlaunahafar. SÍMAB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.