Símablaðið - 01.09.1962, Síða 42
t. d. komið frá mælitækjum, og eru þá
mælingarnar umritaðar á tvenndar-
kóda (binær-kode) á sjálfvirkan hátt.
Við þessi kerfi er það oft kostur eða
bein nauðsyn, að sending upplýsinganna
fari fram með miklum hraða (t. d. þeg-
ar er um að ræða radarmælingar), en
í USA er þó búizt við að venjulegar
fjarrita- og talsímarásir verði áfram
þýðingarmestu rásirnar fyrir datafjar-
skipti. Eftirfarandi tilvitnun i orð H. R.
Huntleys, verkfræðings hjá „American
Telepbone and Telegraph Co.“ sýnir,
að búizt er við öflugri þróun og aukn-
ingu í datafjarskiptum og datafjar-
skiptatækni: „We are witnessing the
birtli of a new phase of tbe communi-
cations business .... it will be impor-
tant and big, en probably qnite diffe-
rent tban we now visualize it.“
★
9 þá Jaga!
í blaði nokkru í Boston stóð eftirfarandi
fréttapistill árið 1861:
„Maður nokkur að nafni Jósúa Copper-
smith, 46 ára gamall, hefur verið tekinn
fastur í New York fyrir tilraunir til að
ginna peninga út úr óupplýstu og hjátrúar-
fullu fólki með því að sýna því uppfynd-
ingu, er hann segir að geti flutt manns-
röddina hvaða vegalengd sem er, eftir
málmþráðum, svo að heyrist vel og skilj-
ist af hlustendum við hinn endann. Hann
kallar áhaldið ,,talsíma“, sem bersýnilega
er afbökun á orðinu „ritsími“. Með því
ætlar hann sér að ná hylli þeirra, er þekkja
sigurför síðarnefnds áhalds án þess þó að
þekkja grundvallaratriði þau, er það bygg-
ist á.
Upplýstir menn vita, að það er ómögu-
legt að senda mannsröddina eftir þráðum,
svo sem gert er með punkta og strik Morse-
stafrófsins, og jafnvel þó að slíkt væri
hægt, myndi það enga praktiska þýðingu
hafa. Vér óskum yfirvöldum þeim til ham-
ingju, er gripu glæpamanninn, og vonandi
fær hann svo eftirminnilega refsingu, að
það geti orðið öðrum samvizkulausum
þorpurum, sem auðga sjálfa sig á kostn-
að meðbræðra sinna, til rækilegrar viðvör-
unar.“