Símablaðið - 01.09.1962, Qupperneq 25
ings- og þekkingarlej'si stétta og ein-
staklinga á starfi og gildi annara aöila,
og ofmati á sjálfum sér.
Þetta má segja, að sé mannlegt, og
vart tiltökumál, þegar um er að ræða
starfshópa með sérstæða menntun,
sem án afláts verða að berjast fyrir
bættum kjörum. En hvimleiðara er það,
og því miður þó oft til meiri árang-
urs, þegar einstaklingar ganga í skrokk
á þeim, sem lokaorðið hafa í þessum
efnum, og skera þá ekki ábyrgð sína
og kröfur um menntun við neglur sér.
Má sjá árangur slíks áróðurs við ýms-
ar stofnanir frá fyrri endurskoðun
launalaga, — og við þessa stofnun virð-
ist einn slíkur árangur eiga nú að fram-
lengjast, þó það raski öllu samræmi í
yfirstjórn stofnunarinnar og sti'íði gegn
staðreyndum.
En hver önnur leið er þá væn-
legi'i til réttlátari niðurstöðu?
Finna verður leið til þess að undir-
búningsstarf að launasamningum sé
unnið á fi'æðilegan hátt. Því jafnvel þó
að nú verði samið um launaflokkun,
mun hún aldrei vei’ða á þann veg, að
um liana verði ekki deilt, — og í mörg-
um tilfellum með réttu. Reikna má þvi
með, að sjálfa flokkunina verði að end-
urskoða fljótlega og á traustari grund-
velli. Þessa endurskoðun og endurmat
verður að fela fösturn embættismönn-
um, óháðum ríkisvaldi og stéttafélögum,
en skipuðum af forseta landsins eftír
innstilllingu fjármálaráðlierra og B.S.
R.B. — og ráði hvor um sig vali jafn-
margra embættismanna til þessa starfs.
Önnur störf skyldu þeir ekki hafa á
hendi. Þeim bæri að kynna sér starfs-
aðfei’ðir annara þjóða i þessum efn-
um, og afla sér ítai'legi’ar þekkingar
á öllum störfum lijá hinu opinbera,
— ábyrgð, menntunarkröfum o. fl.
í byi’jun myndi þetta verða starf 4
embættismanna. Skyldu þeir jafnan hafa
á reiðum höndum allar nauðsynlegar
upplýsingar um ný og eldri störf, urn
breytingar á hlutföllum milli flokka, og
svo frv. Kjararáð og ríkisstjórn skyldu
við hverja endurskoðun leita álits þess-
ara embættismanna og liafa til hlið-
sjónar við sanmingsgerðir.
Með þessu móti myndu báðir aðilar
losna innan tíðar við hvimleitt nöldur,
ofmat og vanmat. Því smám saman
myndi skapast viðurkenning á flokka-
skiptingu við opinber störf.
A. G. Þ.
Orðsending frá
símnotanda
Þegar ég heyri þína rödd
í 1000 svara,
minnist ég þinna mjúku vara.
Mikil er það mæða og raun
að mega eigi
með þér vera á nótt og degi.
Heitt ég þrái í mínum bláa
ástarfuna
að finna þig bakvið Fríkirkjuna.
SÍ M AB LAÐIÐ