Símablaðið - 01.09.1962, Side 21
hún yrði rofin aftur á hverri stundu. Síð-
an hélt hann áfram:
„Þú mátt ekki misskilja mig. Ég er ekki
að deila á kristin trúarbrögð. Að sjálfsögðu
stendur kenning Krists óhögguð. Það er
aðeins hægt að misnota það góða. Ég undr-
ast aðeins þennan reginmun milli orðs og
æðis hjá okkur mönnunum. Maður gæti
freistast til að hallast að Algyðistrú og að
það sé rétt, sem Einar Benediktsson segir
í einu kvæða sinna:
Djöfuls afl og engils veldi
eru af sömu máttarlind.
„Mér þykir þú prédika, vinur.“
Við nálguðumst óðum höfnina og eld-
arnir frá borginni lýstu okkur ekki lengur,
aðeins sló ljósari bjarma á sjávarflötinn
í skipabásunum og varnaði því að við
gengjum í sjóinn.
„Halt!“ Kallið kom spölkorn fyrir aft-
an okkur og dálítið til hliðar.
Við stönsuðum strax. Úti í myrkrinu
glórði í tvær dökkleitar þústir, sem þok-
uðust í áttina til okkar. Er nær kom,
reyndust þetta vera tveir kornungir her-
menn, er nálguðust okkur mjög gætilega,
eins og þeir óttuðust að við myndum grípa
til einhverra mótaðgerða, gegn því að vera
stöðvaðir. Þeir beindu byssustingjum að
okkur og héldu um gikkina á byssunum,
auðsjáanlega albúnir til að skjóta við fyrstu
grunsamlega hreyfingu af okkar hendi.
„Passport.“ Ég gerði mig líklegan til að
ná í vegabréf mitt, upp úr brjóstvasan-
um. „Halt!“ Röddin var höst og skipandi,
áberandi ákveðnari en áður. Ég stöðvaði
hreyfingu handarinnar á miðri leið að vas-
anum. Annar þessara ungu manna gekk
til okkar, ýtti handleggjunum á okkur upp
í loftið og þuklaði okkur hátt og lágt. Þeg-
ar hann hafði fullvissað sig um, að við
leyndum ekki einhvers konar vopnum inn-
an klæða, fór hann ofan í vasa okkar,
dró upp vegabréfin, lýsti á þau með blý-
antsmjóu vasaljósi, fékk okkur þau aftur
og benti með höfuðkasti í áttina niður
í hafnarkvína, sem þýddi, að okkur væri
leyft að halda áfram. Meðan þessu fór
fram, fann ég oddinn á byssusting hins
hermannsins hvíla létt á mjóhryggnum á
mér. Það var eins og jökulvatn hríslaðist
niður eftir bakinu. Ég var dauðhræddur
um líf mitt, mér fannst það liggja óhugn-
anlega laust, í höndunum á þessum ung-
lingum.
Bretar óttuðust innrás Þjóðverja um
þetta leyti, þeir voru því mjög varir um
sig gagnvart njósnurum og skemmdar-
verkamönnum, sem þeir gátu búizt við að
yrðu undanfarar innrásarinnar. Vöruflutn-
ingar frá Bandaríkjunum, beindust aðal-
lega til Liverpool á þessu tímabili, — vegna
hinnar gífurlegu kafbátasóknar Þjóðverja
á Norðursjónum. — í höfninni í Liverpool
lágu tugir stórra skipa með allskonar hern-
aðarlega mikilvægar vörur. Það var líka
höfuðorsökin fyrir hinum tíðu og heiftugu
loftárásum Þjóðverja á höfnina.
Það voru andlega og líkamlega þreyttir
menn, sem fögnuðu því að vera komnir
heilu og höldnu um borð þennan jóladags-
morgun.
WVUWWWVWV^WWWVWWW-.'W^
JÓL
Gleöinnar hátíö höldurn
í heimi ótta og stríös.
Birtir viö boöskap jóla
í brjósti hins pjáöa lýös.
Fögnuö og friö í hjarta
finnum viöég og þú,
og jafnvel þeir aumustu állra,
er afneita sál og trú.
Fagnaöar friöarboöi
fœrir oss gleöistund.
Munu þá margir una
í minninga helgilund.
Barnanna bliöá’ og yndi
brosir sem lífsins rós.
Ellinni unaö veitir
æskunnar jóláljós.
x—io.
SÍMAB LAÐIÐ