Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.09.1962, Síða 36

Símablaðið - 01.09.1962, Síða 36
'Jrá fywi dcgutn Viðtal við Árna Árnason. Frh. „Þú hefur frá mörgu að segja og ef FÍS skrifaði nokkurs konar annála frá göml- um dögum, þá mundir þú leggja eitthvað af mörkum. Ekki satt?“ „Það gæti verið, sérstaklega því er við- kemur VM og TFV. Því er ég nokkuð kunnugur frá 1919. Margt væri hægt að segja, sem gerir þessa eldskírn mína móti SD að barnaleik. í þann tíma gat yfirleitt allt komið fyrir, sem setti mann út úr jafnvægi.“ „Eins og hvað til dæmis?“ „Það er alltof langt mál. Ætti ég að segja þér frá einhverju af því, yrðum við að borga húsaleigu hér á Hressingarskálan- um eða a. m. k. kaupa meira kaffi? Ég skal aðeins bæta því við, að ég gabbaði ritsímann einu sinni nokkuð sniðuglega. Það skeði þannig að 1923 var ég orðinn góð- ur að taka „á heyrn“ morsemerki. Ég tengdi þess vegna summer inn á línuna og þá máttu þeir senda frá R eins hart og þeir vildu. Þá stóð aldrei á „Collinu“ frá mér. Ég sagði þeim ekkert frá því, að ég hefði summer á línunni. — Það var mikið betra en taka á strimil. Gunnar Bachmann fór einu sinni mjög illa með mig, gerði mér bölvaðan grikk. Hann var oft að stæla O. Forberg lands- símastjóra, sem oft kom á lykilinn a. m. k. móti Vm. Gunnar Bachmann var snill- ingur í því að stæla sendingu OF. Því var það eitt sinn að ég kalla á Rvík á ritsíma- lykilinn og svarar hún strax. Ég þóttist strax þekkja GB, sendi honum nokkuð langt skeyti og sendi mjög hratt. Það stóð á collinu frá honum svo að ég sendi, að þeirra tíma venju, nokkrar spurs. Collið kom svo og fylgdi því þessi klausa: Den er ekki god — prikkerne kommer ikke með. Skal de sendes med posten ,Góði GB, vertu ekki að þessu röfli, ég þekki skriftina þín. Þú platar mig ekki. Þú sendir sjálfur illa, hægt og selalega og ekkert betur en ég.“ „Naa, det synes De gut. Gm..Allt í einu þekkti ég, að þarna var OF sjálfur að verki en alls ekki GB. Það var nærri liðið yfir mig af skelfingu. Ég stirðnaði allur upp og vissi hvorki í þennan heim né annan. Hamingjan sæla. Það var ljóta kjaftshöggið. — Allan dag- inn var ég með lífið í lúkunum yfir að O. Forberg kærði mig fyrir símastjóranum eða beinlínis ræki mig fyrir óforskömmug- heit. En ekkert slíkt skeði. En með næsta pósti kom bréf. í því bréfi var skriftin mín á strimlinum, þ. e. skeytið, sem ég sendi honum á Graffinn og áminning um að vanda betur skriftina, þannig að ekki þyrfti að fá punktana senda í pósti á eft- ir. Ég þóttist sleppa vel og lofaði bót og betrun, loforð, sem ég stóð við. En eitt er víst, að á leikaraskap GB passaði ég mig betur eftir þetta.“ — — „Þeir léku þenna leik fleiri en GB að stæla skrift OF, hef ég heyrt, t. d. Frb. Aðalsteinsson við Þórh. GunnIaugsson.“ „Já, ég hef heyrt svo sagt. En sem bet- ur fór lenti ég aldrei oftar í slíkum leik. Forberg kom oft til Eyja í sæsímaslitum en aldrei minntist hann á þetta, eða orð þau er ég viðhafði. — Einu sinni átti ég að fara með honum inn á Eiði og að vekja hann kl. sex að morgni. En ég svaf yfir mig svo hann hringdi á mig. Þá hélt ég að hann yrði bálvondur við mig, en svo varð þó ekki. Hann sagði bara að það væri vont að stóla á morgunhana, sem hefði þann einkennilega sið að gala ekki fyrr en um hádegi. Ég skildi sneiðina, þótt ekki væri smurð með osti og passaði mig betur næsta morgun og vakti hann þá vel tímanlega.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.