Símablaðið - 01.09.1962, Side 32
^JJelal J4at
lóóon
práílauAt
óer um
fjáttinn
Viðtal um
kjarasamninga
Gífurlegt starf hefur verið
unnið í ár varðandi launamál
opinberra starfsmanna. Eins
og kunnugt er, hefur Kjara-
ráð, sem á mjög drjúgan þátt
í þessu starfi, nú skilað tillög-
um sínum um launastigann til
þings B.S.R.B., og voru þœr
samþykktar á þinginu. Blaðið
hitti að máli frk. Ingu Jó-
hannesdóttur, sem á sæti i
Kjararáði, og lagði fyrir hana
eftirfarandi spurningar:
— Hvenær hófust fundir í
Kjararáði ?
— 13. júní s.l.
—. Hvað eru fundir yfirleitt
langir hverju sinni?
Oftast er lengd funda um
3—5 klst., og hefir fundatími
yfir daginn stundum náð 10
klst., með tveim fundum.
— Hvað sitja margir full-
trúar þessa fundi? ..
— Fimm Kjararáðsfulltrú-
ar og einn starfsmaður B.S.
R.B.
— Hvað hafa verið haldnir
margir fundir?
— 73, miðað við 1. des.
síðastl.
♦
— Hvenœr á viðrceðum
Kjararáðs við samninganefnd
ríkisins að vera lokið?
Ef samningar haf a ekki tek-
izt 1. janúar næstk., hefjast
sáttaumleitanir með sátta-
semjara ríkisins.
— Hve lengi hefur sátta-
semjari ríkisins málið til með-
ferðar?
— Eigi lengur en til 28.
febrúar næstk.
— Hvaða meðferð fá atriði
samninganna, sem ekki nást
sættir um?
— Kjaradóm.
— Hverjir sitja kjaradóm?
— Kjaradómur er skipaður
fimm dómendum og jafnmörg-
♦
um varamönnum. Hæstiréttur
skipar þrjá þeirra, fjármála-
ráðherra einn og B.S.R.B.
einn.
— Hvert er þitt persónulega
álit á þessum málum?
— Ég tel, að með samnings-
rétti opinberra starfsmanna,
sem lögfestur var á Alþingi
á s.l. vori, hafi náðst lang-
þráður áfangi, sem tvímæla-
laust mun marka tímamót í
sögu íslenzkra launamála.
—- Hvenær munu opinberir
starfsmenn taka laun eftir
þessu nýja launafyrirkomu-
lagi?
— Hin nýju launaákvæði
ganga í gildi 1. júli 1963 og
gilda í 2% ár.
-—- Er nokkuð hægt að segja
um það að svo stöddu, hvaða
vonir má gera sér um launa-
kjör opinberum starfsmönn-
um til handa?
— 1 tillögum Kjararáðs er
gert ráð fyrir verulegum
kauphækkunum, en um af-
greiðslu á samningafundum,
eða Kjaradómi, er ómögulegt
að fullyrða neitt, á þessu stigi
málsins.
SÍMABLAÐIÐ