Símablaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 17
Pétur Brandsson:
sökum, að þetta eru dagskrármál í dag.
Ekki er séð fyrir það, hverjar afleiðing-
ar þessara vinnubragða verða. En þau eru
örlagaríkt spor afturábak innan vébanda
þessarar stofnunar.
Öll félög innan stofnunarinnar hafa með
ályktunum bent á nauðsyn þess að taka
yfirstjórn hennar og skipulag til endur-
skoðunar, og gert tillögur um það til ráð-
herra.
Þau hafa vænzt þess, að hann skipaði
nefnd til þess starfs þeirra manna, sem
þar þekkja bezt til.
Þessi stofnun er stórveldi á íslenzkan
mælikvarða og oft kölluð ríki í ríkinu.
Hún er margþættust allra opinberra stofn-
ana og krefst skipulagningar og verkaskipt-
ingar, sem ekki er handahófskennd. Tugir
milljóna geta oltið á því, hvernig á þeim
málum er haldið, þó ekki sé í öðru eri
notkun húsnæðis og vinnufyrirkomulagi.
Og um það munu flestir sammála, séin
þekkja til þessara mála, að brýn nauðsyn
sé á því, að lög og reglugerðir hér að
lútandi verði endurskoðuð sem allra fyrst.
Og þess er vænzt af félagssamtökunum, að
símamálaráðherra láti það ekki dragast
úr hömlu.
Og þess er einnig vænzt, að til þeirra
starfa verði valdir fulltrúar frá ríkisvald-
inu, félagssamtökum starfsfólksins og við-
skiptavinum símans.
itofaaAMCLhÁyJiQL
„Bölv.. baunin hrökk o’ní mig, þegar
andsk.. baulið byrjaði.“
Menn litu upp frá jólagrautnum og
horfðu með vantrúarbrosi á Sigga Jóns,
þar sem hann sat með skeiðina á milli var-
anna og vel uppgerðan sakleysis og undr-
unarsvip á andlitinu.
Ömurlegt væl loftvarnaflautunnar skar
sig í gegnum loftið og minnti einna helzt
á lýsingu ísl. þjóðsagnanna á útburðarvæli
öræfanna. Enda engu síður fyrirboði vá-
legra tíðinda.
Siggi horfði á brytann með stríðnis-
glampa í augunum. Hann átti það til að
vera dálítill prakkari. Nú var hann senni-
lega að reyna að snuða sér út kampavíns-
flöskuna, sem var jólavinningur þess, sem
hreppti baunina í grautnum.
„Þú færð nú enga kampavínsflösku út
á svona fullyrðingar, Siggi minn.“ Brytinn
leit á Sigga með vanþóknun í svipnum.
„Við 'bíðum og sjáum hvað setur. Ef
baunin kemur ekki í ljós þegar grautur-
inn er uppétinn, getum við rætt málið
frekar.“
„Það getur nú verið að helv.... kokkurinn
hafi misst tvær baunir út í grautarpottinn,
hann er alltaf svo fjandi skjálfhentur, og
þá á sá sem fyrst finnur baun flöskuna.“
Siggi leit á okkur félagana til skiptis,
eins og hann vonaðist eftir stuðningi okk-
ar, við þessa snjöllu rökfærslu sína. Bryt-
inn þagði, hann þekkti Sigga of vel til þess
að ætla sér að ræða þetta frekar með
nokkrum árangri.
„Mér finnst það nú glœpsamlegt, að nota
svona orðbragð á sjálfum jólunum. Menn,
sem játa kristna trú, eiga að haga sér eins
og kristnum mönnum sæmir, bæði í orði
og verki.“
5ÍMAB LAÐIÐ