Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.09.1962, Page 27

Símablaðið - 01.09.1962, Page 27
um. Hann var léttur í hreyfingum og með glaðlegt yfirbragð. Aðeins einu sinni glettist hann við hana. Það var eitt kvöld, er hún var að bóna gólfið, að hún varð þess vör, að staðið var aftan við hana, og allt í einu var fingri stutt á háls henni. ,,Þú þarft ekki að halda, að þú hræðir mig,“ sagði hún og leit við. „Ég er ekk- ert hrædd við þig.“ NAKTI MAÐURINN. Aðeins einu sinni varð Sigurveig hrædd. Var hún þá að bóna ganginn inn með tengigrindunum. Allt í einu kemur fram á milli grindanna klæðlaus og mjög óhrein mannvera, algerlega hárlaus, einhver drusla hékk þó á annari öxlinni, og dró veran slóðann eftir sér. Maður þessi geng- ur fram hjá henni og fram í geymslupláss- ið. Nokkru seinna finnur hún sterkan straum í annan handlegginn, og veit með sjálfri sér, að hann er frá þessari veru. Hún stirðnaði upp og gat ekki hreyft sig. — En í því kemur umsjónarmaður stöðv- arinnar innan úr húsi, og sér strax að eitthvað er að, og spyr hvort henni sé illt. Nei, segir hún. „Ertu hrædd “ spyr hann þá. „Já,“ svarar hún, „ég fer ekki ein út.“ Umsjónarmaðurinn skildi hvað um var að vera og fylgdi Sigurveigu út á götu. Þá var hræðslan liðin hjá. SJÁLFVIRKA STÖÐIN SKOÐUÐ. Þessi saga var á almanna vitorði í síma- húsinu á fyrstu árum þess. En ekki man Sigurveig nú, hvort það var hún eða önn- ur kona, er sýnina sá. í þá daga tíðkaðist það mjög, að hópar manna, einkum úr skólum, komu til að skoða sjálfvirku stöðina. Svo var það seint um kvöld að vetrar- lagi, að hreingerningarkonan kemur inn til umsjónarmannsins (en hann bjó þá í aðalhúsinu) og spyr hvenær hún muni komast að til að gera hreint. „Hvað er að “ spyr hann. „Nú, þetta fólk ætlar aldrei að fara.“ „Hvaða fólk?“ „Það eru einhverjir, sem eru að skoða stöðina.“ Þetta kom flatt upp á umsjónarmann- inn. „Ekki er mér kunnugt um það. Ég skal ganga fram með þér.“ Hann þóttist strax vita, hvers kyns var. Þegar fram í salinn kom, sá hún eftir síðustu gestunum út um vegginn í hinum endanum. A. G. Þ. skráði. Halló piltar! Verðlaun fyrir beztan botn, er bros á vörum mínuni. ☆ Ef að þú ert til í tusk og tryggur köllun þinni. Degi hallar, sól að fjalli sígur. ☆ Aldrei lœt ég annan pilt um mig höndum fara. Botnið þið þessar vísur, ef þið getið! * SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.