Símablaðið - 01.09.1962, Side 29
stórhópum til Bandaríkjanna, til þess að búa sig
undir væntanleg störf á Gnfufskálum, til þess að
halda uppi heiðri Landssímans og til þess að standa
við þau loforð, er gefin höfðu verið um rekstur
stöðvarinnar. Og á meðan þeir streittust með sveitt-
an skallann við námið, héldu framkvæmdirnar sleitu-
laust áfram á Gufuskálum. Reist voru hús, og þar
komið fyrir öllum þeim tækjum, sem þarf til að
reka lóranstöð, allt frá aflvélum upp í 625 feta hátt
mastur. Og vegna væntanlegra starfsmanna og fjöl-
skyldna þeirra voru reistar 12 íbúðir með öllu þvi
sem ibúð þarf að fylgja á þessum siðustu tímum
menningarinnar.
Tíminn leið, menn komu smátt og smátt heim
frá námi. Fluttu bú og börn hingað vestur, þar til
komið var hér fullskipað starfslið. En í árslok 1961
fóru síðustu útlendu sérfræðingarnir héðan. og 1.
janúar 1962 tók Landssíminn að sér allan rekstur
stöðvarinnar. Stuttu seinna var þessa mikla atburðar
í sögu Landssímans minnzt hér á Gufuskálum með
veglegum hátíðahöldum.
Þar afhenti ambassador Bandaríkjanna á íslandi,
póst- og símamálastjóra lykla stöðvarinnar og fól
honum gæzlu og rekstur Lóranstöðvarinnar á Gufu-
skálum.
Hér, eins og annarsstaðar þar sem tveir og fleiri
íslendingar eru saman komnir, fór snemma að bera
á stofnun ýmis konar félaga og klúbba. Yarla höfðu
þrír fyrstu starfsmennirnir verið hér nema nokkr-
ar vikur, þegar þeir hófu bátasmíði í frístundum
sínum, og í kjölfar þessa hófst liin forna verstöð
hér aftur til virðingar, enda eru hér við strendur
ein auðugustu fiskimið landsins. Ljósmyndaklúhb-
ur er starfandi hér og notfæra meðlimir lians sér
óspart hina heillandi náttúrufegurð, sem hér hlasir
við augum, hvert sem litið er.
Sumum starfsmönnum hér þótti nú samt, sem
hin mikla fegurð landsins birtist aðallega í ýmsum
hraunmyndunum og hinni endalausu auðn, og
ákváðu að lagfæra sköpunarverkið svolítið, helguðu
Úr hófi á Gufuskálum,
þegar Loranstöðin var afhent.
Á Gufuskálum er aö rísa upp
sérkennileg nýlenda, þar sem
búa eingöngu tceknimenntaöir
útlagar frá Landssímanum. En
þeir una gloöir viö sitt.
ænr
S)ím aííacflc)
foeáSum prumbtjcjCfjum
mjrrar lorcjar off
jjöLlijícíum feirra
jóla ocf mjárá l?ue i;
jur
Framh. á bls. 77. Forn fiskbyrgi í hrauninu.
SÍMAB LAÐIÐ