Símablaðið - 01.09.1962, Side 48
Aðalfundur stöövastjóra.
Aðalfundur deildar símastjóra 1. fl.B
stöðva, var haldinn dagana 15. og 16.
ágúst s.l. Fyrri daginn i Borgarnesi og
hinn síðari á Akranesi. Mættir voru 14
póst- og símstjórar auk formanns l.l.S.,
.Sæmundar Símonarsonar, er einnig sat
fundinn.
Bædd voru hagsmunamál meðlima
deildarinnar, m. a. launasamningar þeir,
er nú standa yfir. 1 sambandi við samn-
ingsrétt opinberra starfsmanna var sam-
þykkt svohlj. tillaga:
„Fundur stöðvastjóra 1. fl.B stöðva
fagnar þeim áfanga, sem náðst hefur
í launamálum opinberra starfsmanna,
með lögum frá síðasta Alþingi um
samningsrétt þeirra. Yæntir fundurinn
þess, að réttlát launakjjör fáist með
samningum þeim, er nú standa yfir,
og treystir stjórn F.I.S. til að halda vel
og örugglega á þeim málum.“
Ýmsar samþykktir voru gerðar i ein-
stölcum málum, og ríkti áhugi og ein-
hugur á fundinum, nú sem fyrr.
Stjórn deildarinnar var endurkosin,
en hana skipa: Jón Tómasson, form.,
Karl Helgason, ritari, og Sigríður Páls-
dóttir gjaldkeri. Varastjórn skipa: Kári
Forberg, Guðrún Magnúsdóttir og Sig-
urður Þorleifsson.
Tillögu-
ka$§inn.
Nokkrum sinnum hefur ver-
ið minnzt á þá hugmynd hér
í blaðinu, að hengja upp
nokkra tillögukassa á vinnu-
stað í stofnuninni, þar sem
menn gætu, án þess að láta
sín getið, ef þeir kjósa það
heldur, lagt inn bréf til póst-
og símastjórnarinnar, stjórn-
ar F.I.S., Símablaðsins eða for
stjóra einstakra deilda.Áþann
hátt gætu menn komið á fram-
færi aðfinnslum, tillögum um
breytingu á því, sem betur
mætti f ara, tæknilegum ábend-
ingum o. s. frv.
1 öðrum löndum er reynsl-
an sú í ýmsum stofnunum, að
starfsfólkið er fúsara til að
koma slíku á framfæri á
þenna hátt en í viðtali eða
með öru beinu sambandi við
hlutaðeigandi aðila, og tví-
mælalaust er öll slík lífræn
hreyfing í opinberri stofnun
til góðs.
Islenzkur simamaður, sem
var á ferð í Englandi, kynnti
sér nokkuð reynslu manna
innan pósts og síma í þessum
efnum. Kvaðst hann leggja
mikið upp úr þessum tengsl-
um milli yfirmanna og undir-
manna. Að vísu mætti reikna
með, að margt færi beint í
bréfakörfuna, en gæfi þó sín
tilefni til ihugunar og álykt-
ana um andlegar hræringar
meðal starfsfólksins. En viss
hluti af þessum bréfum hefði
mikla jákvæða þýðingu, — og
ekki svo sjaldan kæmust á
þenna hátt á framfæri hug-
myndir, sem stofnuninni væri
ómetanlegar, og annars hefðu
í flestum tilfellum aðeins
fæðzt til að deyja. Eru árlega
veitt mörg verðlaun fyrir
beztu tillögurnar.
Eitt er vist: að allt, sem
skapar jákvæð tengsl milli
yfirmanna og undirmanna er
hverri stórri og fjölþættri
stofnun nauðsynlegt að taka
í sina þjónustu til að vinna
gegn þeirri andlegu stöðnun,
sem öðru hverju stendur þeim
fyrir þrifum.
Símablaðið hefur nú ákveð-
ið, að standa fyrir tilraun með
tillögukassa, fyrst stjórn
stofnunarinnar hefur enn ekki
talið hana þess verða.
Munu slikir bréfakassar
verða settir upp á nokkrum
fjölmennum vinnustöðum. Og
væntir blaðið þess, að tilraun-
in beri jákvæðan árangur.
Ritatjóri:
Andrés G. Þormar.
Meðritstjóri:
Ing. Einarsson.
Auglýsingar:
Júlíus Pálssson.
Pósthólf 575, Reykjavík.
Félagsprentsmiðjan h.f.
82
SÍMABLAÐIÐ