Símablaðið - 01.09.1962, Blaðsíða 20
gleði og juku heimþrána meir en hollt
var — „Heims um ból“ (Holy Night).
Þessi sálmur, sem er sameign allra krist-
inna manna og allir skilja, — á hvaða
máli, sem hann er sunginn, — hljómaði
nú til okkar í dapurlegra umhverfi og
undir sorglegri kringumstæðum en ég
minnist að hafa nokkurn tíma heyrt hann
áður. Við tókum undir sönginn og í hin-
um sameiginlega söng þessa fallega jóla-
lags, fannst mér ég tengjast þessu fram-
andi fólki nánar, — skilja það betur og
vera fúsari til að deila með því þrenging-
um þess.
Klukkan eitt um nóttina heyrðist aftur
í loftvarnaflautunum, en í þetta skipti
fluttu þær okkur gleðilegri boðskap en
hið fyrra sinn. Hættan var liðin hjá, í bráð
að minnsta kosti.
Við gengum hljóðir út úr loftvarnabyrg-
inu. Við höfðum orðið mikillar reynslu
ríkari. Verið þátttakendur í jólamessu, sem
ekki eingöngu boðaði ,,orðið“, heldur einn-
ig staðreyndir.
Allt í einu rauf félagi minn þögnina:
„Ég hef verið að velta því fyrir mér,
sem fyrir okkur bar í loftvarnabyrginu.
Það undrar mig mest í því sambandi, að
almenningur í þessum styrjaldarlöndum
skuli stöðugt meðtaka boðskap prestanna
um friðar- og bræðralags-hugsjónina með
auðmýkt og trúarsannfæringu. Þrátt fyrir
það, að þessi hugsjón er fótum troðin
og bræðralagskenningin þverbrotin á íbú-
um þessara landa, hvað eftir annað, öld
eftir öld.“
Mér varð svarafátt. Félagi minn hélt
áfram:
„Hugsaðu þér annað eins brjálæði, að
ungir menn þessara þjóða, — einmitt sú
kynslóð, sem á að erfa þessa hugsjón krist-
innar trúar, — skuli með valdboði vera
sendir á drápsvélum yfir til nágranna-
landsins með það í huga, að granda sem
flestum trúbræðrum sínum, á sjálfri jóla-
nóttinni. Drepa jafnt karla sem konur og
börn og sem einnig játast undir sömu
bræðralags-hugsjónir. Ef þessi háttur er
hafður á þessum málum öllu lengur, hlýt-
ur það að hrista gnmdvöll kristilegs sið-
gæðis, eða jafnvel sprengja hann alveg
og gefa þannig öfgastefnum einræðisins
byr undir báða vængi.“
Ég hlustaði undrandi á þessar heimspeki-
legu bollaleggingar félaga míns. Ég þekkti
hann ekki frá þessari hlið, sem þarna kom
í ljós. Daglega virtist hann sneiddur því,
að hafa áhyggjur af því, hvernig heims-
málunum yrði bezt fyrir komið. Ekki hafði
ég heldur orðið var við, að áhyggjur út
af eilífðarmálunum héldu fyrir honum
vöku. Venjulega var hann léttur í lund
og virtist taka hlutunum eins og þeir voru
hverju sinni.
Ekki veittist okkur erfitt að finnna leið-
ina niður að höfninni. Rauðleitum bjarma
sló á umhverfið, frá hinum mörgu eldum,
sem loguðu víðsvegar 1 borginni.
„Líttu á!“ Félagi minn benti með bein-
um handlegg í áttina að stærsta bálinu.
„Hversu mörgum mannslífum heldurðu að
þeir hafi fórnað í nótt, á altari stríðsguðs-
ins.“
Hann leit til mín, eins og hann vænti
svars frá mér við þessari spurningu. En
þegar ekkert svar kom, hélt hann áfram:
„Hvar er „glæpurinn” hans Sigga Jóns?
Finnst þér ekki erfitt að koma auga á
hann?“
„Mér þykir þú hafa átt erindi í „stríðs-
kirkjuna“ kunningi. Ég gat ekki stillt mig
um að stríða honum dálítið. „Þú virðist
hafa endurskapazt undir messunni og stíg-
ur nú fram í öllu þínu veldi, sem heil-
steyptur heimspekingur, með spádómsgáfu
að auki.“
Hann hló og hristi höfuðið. „Ég er eng-
inn heimspekingur, en ég hef bæði augu
og eyru og mér hefur verið gefinn hæfi-
leiki til að hugsa, þó að hann sé kannske
ekki eins þroskaður og hjá heimspeking-
unum þínum. Ég skal fúslega viðurkenna,
að nóttin sú arna hefur snortið mig djúpt
og komið mér til að hugsa um þá hluti,
sem ég hef lítinn gaum gefið hingað til.
Hann þagnaði, hallaði sér dálítið aftur
á bak og horfði upp til skýjanna, eins og
hann undraðist þessa dauðakyrrð, sem nú
ríkti í kringum okkur og byggist við að
símablað ð