Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.09.1962, Side 41

Símablaðið - 01.09.1962, Side 41
Úr ritsímasalnuni í Keykjavík. af þessum flokki — í raun og veru er fjarritinn í eðli sínu fjarskiptatæki und- irmannsins, en síminn aftur á móti fjarskiptatæld forstjórans, þar eð sím- inn gefur kost á fjölbreytilegri og lit- auðugri túlkun. Þegar til kastanna kem- ur, er notkun þessara tveggja f jarskipta- forma næstum gagnstæð þessu, því oft er það svo, að skilaboð má því aðeins senda á fjarrita, að forstjórinn liafi áð- ur um þau fjallað. Orsakir þess, að þessir afgreiðsluhættir eru viðliafðir, er að líkindum að leita í þeirri liefðbundnu skoðun, sem áður er nefnd, að símrit- un sé fyrst og fremst langlínu-fjar- skiptaform. Af því leiðir, að á sím- skeyti er litið sem eitthvað hátíðlegt. Þetta kemur raunar einnig fram í notk- un heillaskeyta og samúðarskeyta o. fl. Ef fjarritinn er skoðaður i ljósi sí- aukinnar sjálfvirkni skrifstofustarfa, má búast við stöðugt aukinni útbreiðslu. Svarið við spurningunni: „Hvernig er bezt að senda bréf á sjálfvirkan hátt ?“ hlýtur að vera: „Með því að fjarstýra ritvél — það er með fjarritvél.“ Frekari þróun mun liklega beinast í þá átt, að fjarritinn verði felldur nið- ur (þar eð liann er handvirkt tæki) og sjálfvirku skrifstofuvélararnar tengdar ritsímalinunum án milliliða, og er þá lcomið fram það fjarskiptaform, sem hér verður kallað datafjarskipti (dataoverföring). I USA er vaxandi eftirspurn eftir rásum til datafjarskipta. Þetta er með- al annars afleiðing þess, að mjög fer í vöxt að stýra skrifstofuvélum með kódastrimlum. Það hefur því þótt nauð- synlegt að staðla ákveðinn kóda til þessara nota. Fyrir valinu varð hinn alþjóðlegi 5-elementa fjarritakódi, sem „American Management Association“ hefur kveðið á um, að skuli vera sam- eiginlegt táknmál allra skýrslugerðar- véla. Val þetta hefur þann mikla kost, að unnt er að nota kódastrimlana (= gatastrimlar) við telex-vélsenda; en um leið varð að fórna þeim fjölhreytilegu möguleikum, sem kódi og kódabönd með fleiri elementum hefðu gefið kost á. Dæmi um algengar kódastrimilstýrð- ar skrifstofuvélar eru faktúruvélar, bók- haldsvélar, sjálfvirkar ritvélar, plötu- þrykkivélar fyrir adressuvélar, skýrslu- gerðarvélar, sem stýrt er með gatakort- um og rafeindareiknivélar. Auk áður- nefndrar óbeinnar aðferðar við data- fjarskipti, sem byggir á venjulegum fjarritarásum, verða æ algengari kerfi, þar sem f jarskiptarásin er tengd beint við skýrslugerðarvélina, sem er þá venjulega rafeindareiknivél, Upp- lýsingar þær, sem senda skal, geta SÍMAB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.