Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.09.1962, Qupperneq 21

Símablaðið - 01.09.1962, Qupperneq 21
hún yrði rofin aftur á hverri stundu. Síð- an hélt hann áfram: „Þú mátt ekki misskilja mig. Ég er ekki að deila á kristin trúarbrögð. Að sjálfsögðu stendur kenning Krists óhögguð. Það er aðeins hægt að misnota það góða. Ég undr- ast aðeins þennan reginmun milli orðs og æðis hjá okkur mönnunum. Maður gæti freistast til að hallast að Algyðistrú og að það sé rétt, sem Einar Benediktsson segir í einu kvæða sinna: Djöfuls afl og engils veldi eru af sömu máttarlind. „Mér þykir þú prédika, vinur.“ Við nálguðumst óðum höfnina og eld- arnir frá borginni lýstu okkur ekki lengur, aðeins sló ljósari bjarma á sjávarflötinn í skipabásunum og varnaði því að við gengjum í sjóinn. „Halt!“ Kallið kom spölkorn fyrir aft- an okkur og dálítið til hliðar. Við stönsuðum strax. Úti í myrkrinu glórði í tvær dökkleitar þústir, sem þok- uðust í áttina til okkar. Er nær kom, reyndust þetta vera tveir kornungir her- menn, er nálguðust okkur mjög gætilega, eins og þeir óttuðust að við myndum grípa til einhverra mótaðgerða, gegn því að vera stöðvaðir. Þeir beindu byssustingjum að okkur og héldu um gikkina á byssunum, auðsjáanlega albúnir til að skjóta við fyrstu grunsamlega hreyfingu af okkar hendi. „Passport.“ Ég gerði mig líklegan til að ná í vegabréf mitt, upp úr brjóstvasan- um. „Halt!“ Röddin var höst og skipandi, áberandi ákveðnari en áður. Ég stöðvaði hreyfingu handarinnar á miðri leið að vas- anum. Annar þessara ungu manna gekk til okkar, ýtti handleggjunum á okkur upp í loftið og þuklaði okkur hátt og lágt. Þeg- ar hann hafði fullvissað sig um, að við leyndum ekki einhvers konar vopnum inn- an klæða, fór hann ofan í vasa okkar, dró upp vegabréfin, lýsti á þau með blý- antsmjóu vasaljósi, fékk okkur þau aftur og benti með höfuðkasti í áttina niður í hafnarkvína, sem þýddi, að okkur væri leyft að halda áfram. Meðan þessu fór fram, fann ég oddinn á byssusting hins hermannsins hvíla létt á mjóhryggnum á mér. Það var eins og jökulvatn hríslaðist niður eftir bakinu. Ég var dauðhræddur um líf mitt, mér fannst það liggja óhugn- anlega laust, í höndunum á þessum ung- lingum. Bretar óttuðust innrás Þjóðverja um þetta leyti, þeir voru því mjög varir um sig gagnvart njósnurum og skemmdar- verkamönnum, sem þeir gátu búizt við að yrðu undanfarar innrásarinnar. Vöruflutn- ingar frá Bandaríkjunum, beindust aðal- lega til Liverpool á þessu tímabili, — vegna hinnar gífurlegu kafbátasóknar Þjóðverja á Norðursjónum. — í höfninni í Liverpool lágu tugir stórra skipa með allskonar hern- aðarlega mikilvægar vörur. Það var líka höfuðorsökin fyrir hinum tíðu og heiftugu loftárásum Þjóðverja á höfnina. Það voru andlega og líkamlega þreyttir menn, sem fögnuðu því að vera komnir heilu og höldnu um borð þennan jóladags- morgun. WVUWWWVWV^WWWVWWW-.'W^ JÓL Gleöinnar hátíö höldurn í heimi ótta og stríös. Birtir viö boöskap jóla í brjósti hins pjáöa lýös. Fögnuö og friö í hjarta finnum viöég og þú, og jafnvel þeir aumustu állra, er afneita sál og trú. Fagnaöar friöarboöi fœrir oss gleöistund. Munu þá margir una í minninga helgilund. Barnanna bliöá’ og yndi brosir sem lífsins rós. Ellinni unaö veitir æskunnar jóláljós. x—io. SÍMAB LAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.