Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1964, Síða 17

Símablaðið - 01.12.1964, Síða 17
Og er það kapítuli fyrir sig. En hvað sem öllu þessu líður: Tímamót eru tækifœri, sem oft hafa gefizt vel til þess að skapa góð áform, er séð hafa dagsins Ijós fyrr eða síðar. Félag okkar er að verða hálfrar aldar. Félagsblað okkar hefur þá sérstöðu, í hópi stéttar- blaða hér á landi, að eiga einnig hálfrar aldar afmæli á næstunni. Það vill nú beina því til félagsmanna, að þeir, við þessi tímamót, endurskoði það, hvernig þeir verja tíma sínum, — hvernig þeir geti varið honum betur, — nýtt hann betur, — afkastað meiru án aukins álags. Það væntir þess, að árangursins gæti hér á síðum þess fyrr en varir, helzt strax á því merkisári í sögu þess, sem nú fer í hönd. í þeirri von óskar það öllum félagsmönnum og öðr- um lesendum Farsæls komandi árs. Jól Dagarnir, árin og aldirnar lí5a, allt streymir mót himinins sól. Englar, sem forðum, í upphæSum vaka, og alheimi bo5a jól. Um■ óróa sálir og ólgandi veröld, andi hins blessaða fer. Dýrð á himni friður á foldu, og fögnuður boðaður er. 1 því er hamingja heimsbarna fólgin, svo hrein, frá vöggu að gröf, að mennirnir vilji meðtaka þessa miklu og eilífu gjöf. Að æðsta marki í einingu stefna óskir vorar og þrár. Gefi svo Drottinn oss gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár Árni Helgason. Nýju Guineu fundu þjóð- flokk á landssvæðum, ein- angruðum af háum fjali- görðum, frumskógum og fenjum. Þetta fólk er á al- geru frumstigi steinaldar- mannsins. Það var ekki fyrr en að lokinni síðari heimsstyrjöld- inni, að áströlsk yfirvöld gáfu sér tíma til að gera út leiðangra til þessa steinald- arfólks, og þá kom það í Ijós, sem ótrúlegast var, að hér var ekki um að ræða neinn lítinn hóp manna heldur þjóðflokk, sem að líkindum telur hundruð þúsunda manna af mörgum litarhátt- um, og með ólíka siði. Og vit- að er, að enn hefur ekki ver- ið komist til stórra, einangr- aðra þjóðflokka á þessum slóðum, þó flugvélar hafi verið notaðar til að leita þeirra. Sú vitneskja, sem borizt hefur til hins menntaða heims af þessum þjóðflokk- um er einkum komin frá mannfræðingum og læknum, sem undanfarin ár hafa brot- izt þangað. Læknar hafa hóp- um saman gert út leiðangra í þeim sérstaka tilgangi að rannsaka útbreiðslu krabba- meins meðal hinna frum- stæðu manna. Þeir telja að fjöldi þessara steinaldarmanna sé um 3A úr milljón, sem aðskilja sig 5ÍMA0LAÐIÐ 43

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.