Símablaðið - 01.12.1964, Side 29
unum, enda sá eini, sem gat gert sig sæmi-
lega skiljanlegan á brezka tungu, og hjálp-
aðist þar að orðaíorðinn og bendingamálið.
Brátt upphófst heljar mikil háreysti og
handapat, milli þeirra Jóa og gyðingsins, og
harðnaði sú rimma allt upp i bylmingshögg
á búðarborðið með hinum volduga hrammi,
sem skaparinn hafði skenkt Jóa í ofrausn
sinni. Þá þagnaði júðinn og á féll dúnalogn.
Þessi „sláandi" röksemd Jóa virtist hafa náð
tilgangi sínum.
Gvendur hafði staðið álengdar og undr-
azt stórum þessa verzlunaraðferð Jóa. Raun-
ar minntist hann þess, að hafa verið við-
staddur svipuð viðskiptaátök heima í Suður-
sveit. Það var þegar Bjössi á Bakka var
að reyna að kreista út einhverjar nauðþurftir
út í reikning sinn hjá kaupfélaginu.
Jói sagði eitthvað við gyðinginn og benti
á Gvend. Gyðingurinn hvessti tinnusvört aug-
un á Gvend, mældi hann bókstaflega á lengd
og breidd, líkt og glöggur fjárkaupmaður
skoðar og metur hrút, sem hann ætlar sér
að kaupa „á fæti“. Það fór hálfgerður hroll-
ur um Gvend. Því starði maðurinn svona
græðgislega á hann? Var hér eitthvað voða-
legt að ske? Ætlaði Jói kannske að svíkja
hann í hendur gyðingsins fyrir 30 skildinga?
Því var gyðingurinn að vega hann og meta
með þessu hræðilega augnaráði? Nei, Gvend-
ur gat ekki trúað því á Jóa, það hlaut eitt-
hvað annað að liggja á bak við; eitthvað,
sem hann skildi ekki. Jói var enginn Júdas.
Þótt hyggjuvit Gvendar væri að reyna að
sannfæra hann um, að slíkt og þvílíkt gæti
ekki skeð nú til dags, fannst honum samt
ráðlegra að færa sig nær dyrum, til vonar
og vara.
Gyðingurinn, sem ekki hafði sleppt aug-
unum af Gvendi, misskildi þessa tilburði
hans, hélt hann væri að missa þarna örugg-
an viðskiptavin út úr höndunum á sér, tók
undir sig heljar stökk, út yfir búðarborðið
og þreif til Gvendar.
Það var nærri liðið yfir Gvend; hefði Jói
ekki komið til og róað hann með því að
segja honum, að gyðingurinn hefði aðeins
verið að reyna að gera sér grein fyrir, hvaða
stærð af fötum hann þyrfti, er ekki gott
að vita, hversu langt hjartað í Gvendi hefði
komizt, á leið sinni niður á við. Taugarnar
í Gvendi róuðust smám saman og hann sýndi
engan mótþróa, þegar þeir tóku hann á milli
sín, gyðingurinn og Jói, og leiddu hann inn
í smákompu, sem var innar af búðinni, leit
aðeins bænaraugum til Jóa, líkt og tryggur
hundur, sem fær refsingu af húsbónda sín-
um, án þess að skilja fyrir hvað. Gyðingur-
inn var handfljótur að strjúka sveitamennsk-
una af ytra borði Gvendar. Hann fleygði
fötunum á gólfið, jafnóðum og Gvendur losn-
aði úr þeim. Allt þar til hann náði inn að
kagþæfðum ullarnærbrókunum, sem amma
hans hafði prjónað handa honum úr fínasta
þeli og væntumþykju og gefið honum í ferm-
ingargjöf. Þá staldraði júðinn við dálitla
stund, hélt nærbuxunum í vinstri hendi, en
þuklaði þæ'r milli þumals og vísifingurs þeirr-
ar hægri og muldraði: Fine wool, fine wool.
Þar með verður að viðurkennast, að þrátt
fyrir allt átti hann Guðmundur Jónsson frá
Bjólu i Suðursvelt, einn hlut, sem vakti
aðdáun í útlandinu. Hefði gyðingurinn leit-
að ennþá lengra innundir ytra borð Gvend-
ar, inn í einfalda en hrekklausa sál hans,
mundi hann sennilega hafa muldrað: — Fine
fellow, fine fellow. En til þess hafði júðinn
hvorki löngun né tíma, enda ekki gefið
honum neitt í aðra hönd. Framh.
P. B.
1-----------------------------------
í ÁRSLOK 1914
voru starfsmenn
Landssímans:
Landssímastjóri.
1 símaverkfræðingur.
6 símritarar.
5 símritarar.
17 ritsíma- og talsíma-
konur.
5 línumenn.
Þá voru árslaun Lands-
símastjóra kr. 5000,00. —
Annara starfsmanna kr.
37.534.48.
Tekjur Landssímans voru
kr. 217.834.94, gjöld: kr.
91.519.46 og tekjuafgangur:
kr. 126.315.48.
-—— -----------—---------------— _______I
SÍMABLAÐIÐ