Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1964, Side 30

Símablaðið - 01.12.1964, Side 30
§ímablaðsifls 1964 Að þessu sinni eru get- raunirnar sóttar í ljóð höf- uðskálda þjóðarinnar, eða laust mál. Eftir hverja eru eftirfarandi vísubrot og úr hvaða kvæði eða hvert er heiti þeirra. Hið óbundna mál er úr sögu og leikriti. Hvar er það að finna? Æfin laung mér leiðist straung, lífsbjörg aunga finn ég hér, stór er þraung um þjóðar- gaung, þörfin svaung á dyrnar ber. * Æ, fyrirgefðu mér gull- tunna góð! í grandleysi hélt ég að værirðu fljóð. Ég þekki þinn unnusta, þú átt hans von. Það er hann Rixdalur Spesíuson. * Lognmóðan verður að fall- andi fljóti; allt flýr að baki í hrapandi róti. Hvert spor er sem flug gegnum foss eða rok, sem slær funa i hjartað og neista úr grjóti. Ég á bú í berjamó, börnin smá í kyrrð og ró heima í hreiðri bíða. * Ég verð kannske í herrans hjörð, hrakinn meina sauður, En enginn fær mig ofan í jörð áður en ég er dauður. * Sumar konur eru eins og demantar. Þær eiga marga fleti og snúa ýmsum við þér, en alltaf sindrar ljósið í þeim í þúsund geislabrotum .... .....Til hvers er að reyna að slípa fleti á perluna? Hún missti við það hina fölvu mánagljá sína, og eftir yrði demantur — úr kalki. Maður og kona hljóta að geta unnið hvort öðru svo mikið mein, að þau skilji, að þau eru systkin. Verðlaun fyrir rétt svör verða Ljóðmæli og Laust mál Einars Benediktssonar í 5 bindum. — Séu svörin ekki öll rétt, en þó yfir 75%, verða veitt bókaverðlaun að verðgildi kr. 500,00. Myndagetraunin er fyrripartur vísu, með gullkorni úr Póst- og símatíðindum. — Æskilegt væri, að vísubotn fylgdi, og myndi snjall vísubotn verða verðlaunaður með einhverju hressandi. Verðlaun fyrir rétta ráðn- ingu myndagátunnar verða Ljóðmæli Steins Steinarr. — SÍMABLAÐIÐ Svör og ráðning berist blað- inu fyrir 27./2. 1964.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.