Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1964, Page 34

Símablaðið - 01.12.1964, Page 34
Gestir á sýningunni. Þar á meSal nokkrir fulltrúar F. 1. S. á þingi B. S. R. B. Önnur í röðinni er eftir Gunnlaug Briem, gefin út um 1930 og nefnist: „Nokkur und- irstöðuatriði rafmagnsfræðinnar fyrir loft- skeytamenn". Sú þriðja í röðinni er um símafræði, skrifuð af Bjarna Forberg um 1953. Þá ræddi Bæjarsímastjóri um bókaskrá þá, sem gerð hefur verið yfir safnið og benti á, að hún væri meira en venjuleg bókaskrá, hún væri nokkurs konar fag- orðabók og gerð til þess, að menn eignist hana til heimalesturs, sér til fróðleiks og byrjendum til leiðbeininga um rétt val á efni. En það eitt út af fyrir sig, að auð- velda mönnum leit að því efni, sem þá van- hagar um, væri í sínum augum veigamik- ið atriði. Þá þakkaði Bæjarsímastjóri góða gjöf safninu til handa, en það var Símablaðið og Elektron frá upphafi (1915—1960), og stjórn Menningar- og kynningarsjóðs FÍS fyrir þann stuðning og áhuga, sem hún hefur sýnt safni þessu. Þá gat Bæjarsímastjóri þess, að ýmsir hefðu áhuga fyrir því, að stærra bóka- safni yrði komið upp þegar húsrúm leyfði, en þess væri að vænta, þegar við- bygging Landssímahússins sæi dagsins ljós. Síðan lýsti Bæjarsímastjóri sýninguna opna, og gat þess, að útlán bóka myndu hefjast að nokkrum dögum liðnum. Þá mælti formaður FÍS, Ágúst Geirsson, nokkur orð og þakkaði Bæjarsímastjóra þetta lofsverða framtak og lofaði stuðn- ingi FÍS við áframhaldandi vöxt safnsins. Á sýningunni voru um 264 bækur og tímarit, með um 163 bókaheitum. Þar er að finna flest alt er varðar almenna síma- fræði, allt frá kennslubókum fyrir byrj- endur, upp í kennslubækur fyrir háskóla- nám, svo og nýjustu tæknitímarit og al- menn tímarit um símarekstur, tækni og starfsliðsmál. Þar eru einnig hand- og kennslubækur í statistik. Raffræði, um veikstraum og sterkstraum með flestu því, er þau mál varða, t. d. ljósfræði, mæli- tækni, svo og nýjustu Luxtöflur frá Sví- þjóð. Enn fremur: Húsbyggingarfræði, innréttingar, skipulag, teiknileiðbeining- ar, arkitektfræði, vatns-, hita- og lofttækni, vinnuhagræðing (rationalisering), fysik, eðlisfræði, efnafræði, orðabækur o. fl. Nefndar bækur eiga að vera af nýj- ustu útgáfu, praktiskar, sem hand- og fag- bækur á nútíma mælikvarða og eiga er- indi til símamanna. Af öllum þeim góðu bókum og tíma- ritum, sem voru á sýningunni, vakti bóka- skráin yfir tæknibókasafnið mesta athygli.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.