Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.2005, Síða 19
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 6. DESEMBER 2005 7 9 Albertini leggur skóna á hilluna Fyrrverandi landsliðs- maður ítala og leikmaður gullaldarliðs AC Milan, Demetrio Albertini, hefur lagt skóna á hilluna eftir frábæran feril og hefur í hyggju að gerast þjálfari. Albertini átti sfn bestu ár með AC Milan í upphafi tíunda ára- tugsins þar sem hann varð fimm sinnum ítalskur meistari með félag- inu sem og Evrópu- meistari árið 1994. „Eftir svona feril er það óhjákvæmilegt að það næsta í stöðunni sé að læra þjálfun," sagði Aibertini sem spilaði fyrir ekki minni menn en Fabio Capello og Arrigo Sacchi hjá AC Milan. Þreföld tvenna annan leikinn í röð Helena Sverrisdóttir, besti leikmaður kvenna- körfuboltans á síðasta tímabili, hefur náð þrefaldri tvennu tvo leiki í röð. Helena var með 33 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar á aðeins 23 mínút- um í 110-66 sigri á KR á fimmtudag- inn og bætti við 20 stigum, 11 frá- köstum og 10 stoðsending- um í 83-72 útisigri á Grindavlk á sunnudaginn. Jón Arnar hættur Jón Arnar Ingvarsson er hættur að þjálfa 1. deildar- lið Breiðabliks í körfunni. Stjóm körfuknattleiksdeild- ar Breiðabliks og Jón Arnar hafa komist að samkomulagi um að hann hætti þjálfun hjá félag- inu. Á heimasíðu félagsins segir að gengi liðsins hafi verið undir vænt- ingum í vetur og því ljóst að leita þurfi nýrra leiða. Jón Arnar var að hefja sitt fjórða tíma- bil með liðið. Einar Hann- esson, formaður meistara- flokksráðs karla, og Thomas Fjoldberg, þjálfari meist- araflokks kvenna, stýra æf- ingum hjá strákunum þar til nýr þjálfari hefur verið- ráðinn. s banni í úr- slitaleiknum Ágúst Björgvinsson, þjálfari kvennaliðs Hauka í körfubolta, var rekinn út úr húsi í sigri hans stelpna í Grindavík á sunnudaginn og gæti fengið meira en leik í bann eftir að hann missti gjörsamlega stjóm á skapi sínu og sparkaði meðal annars í stól sem hafnaði í einum leik- manni Grinda- víkurliðsins. Ágúst verður væntanlega dæmdur í bann á fundi aganefndar í dag og tekur það að öllum líkind- um út í úrslitaleik Powera- de-bikarkeppni kvenna um næstu helgi. Á MEISTARADEILDIN Chelsea og Liverpool spila í kvöld úrslitaleik á Stamford Bridge um sigurinn í G-riðli. Bæði liðin eru komin áfram en það gæti skipt miklu máli þegar dregið er í 16 liða úrslitin hvort liðin vinna sinn riðil eða ekki. Fyrsta sæti undir á Brúnni í kvöld Tíu lið hafa þegar tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum. Þetta eru Arsenal, Barcelona, Lyon, Real Madrid, Juventus, Bayern Miinchen, Ajax, Chelsea, Internazionale og Evrópumeistarar Liverpool. Sex sæti eru því enn laus, þar af eru bæði sætin laus í tveimur riðlum þar sem stefnir í æsispennandi og skemmtilegan lokadag. í 16 liða úrshtunum mætast sigurvegarar riðlanna og iið sem enduði í 2. sæti og því skiptir það miklu máli fyrir Liver- pool og Chelsea að vinna innbyrðisleik liðanna í kvöld til þess að forðast að mæta liðum eins og Barcelona, Arsenal, Lyon og Internazionale sem þegar hafa tryggt sér sigur í sínum riðlum. í kvöld eru spilaðir síðustu leikirnir í riðlum E, F, G og H. Það á bara eftir að útkljá einn hlut í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu þegar liðin mæta í loka- leiki sína í kvöld. Það er þegar ljóst að Liverpool og Chelsea eru komin inn í 16 liða úrslitin og Real Betis er með gulltryggt sæti inn í UEFA-keppnina eftir áramót. Fyrsta sætið er hins vegar óútkljáð og svo skemmtilega vill til að Chelsea og Liverpool spila óopinberan úrslitaleik um það á Stamford Bridge í kvöld. Liverpool er í efsta sæti með stigi meira en Chel- sea en liðin gerðu markalaust jafii- tefli í fyrri leiknum á Anfield. Bæði lið hafa verið dugleg að safna stigum í ensku úrvalsdeildinni að undan- fömu, Liverpool er búið að vinna sex deildarleiki í röð og Chelsea hefur unnið fjóra af síðustu fimm deildar- leikjum sínum. Spennan mest í E-riðli Spennan í kvöld er samt ömgg- lega mest í E-riðlinum þar sem ítalska liðið AC Milan er langt frá því að vera ömggt inn í 16 liða úrslitin. AC Milan fær þýska liðið Schalke í heimsókn á San Siro en liðin em jöfn á toppi riðilsins, stigi á undan hol- þrjú liðin eiga öll möguleika á að fylgja því inn í 16 liða úrslitin. Evrópumeistarar Porto ffá , 2004 þurfa að treysta bæði á sig og Inter í kvöld ætli þeir sér Æk^ áfram. Porto þarf að vinna Ágj Artmedia á útivelli og treysta á það að Inter vinni Rangers. 1 Rangers á hins vegar möguleika á að verða 4 |®L> : fyrsta skoska liðið sem M kemst áfram í útslátt- ul arkeppnina og það v'fflH gæti hjálpað þeim yi ef ítalska liðið ákveður að hvíla 'jM sína bestu ÆÍl leikmenn á Ibrox kvöld. Eins og áður , má A fyigi- ast með gangi mála i / á Sýn. Dag- A skráin hjá Heimi m og Guðna hefst 1 W& með upphitun M '-***éi > þeirra félaga ldukkan Æ k 19.00. Leikur Chelsea og a ör Liverpool verður sýndur ™ mp beint frá klukkan 19.30 og svo * leikur AC Milan og Schalke strax á eftir en hann er einnig sendur út beint á SýnExtra. lenska liðinu PSV sem fær tyrkneska liðið Fenerbahce í heimsókn. AC Milan þarf að vinna leikinn eða gera 0-0 eða 1-1 jafntefli því liðin skildu jöfit í fyrri leiknum, 2-2. Það hefur gengið illa að xmdanfömu hjá AC Milan á heimavígstöðvunum (2 töp í síðustu 3 leikjum) og það er mikil pressa á Milan-mönnum að klára leikinn í kvöld. Kemst Rangers áfram í fyrsta sinn? Það er hins vegar allt klárt í F-riðl- inum þar sem Lyon tryggði sér sigurinn í riðlinum með því að ná jafntefli gegn Real Madrid á Bemebeu í síðustu umferð, Real Madrid fylgir þeim inn í 16 liða úrslitin og Rosen- borg fer í UEFA-keppnina. Lyon tekur á móti Rosen- borg og Real Madrid heimsækir Olympi- akos í kvöld. Inter- nazionale hefur _____________ tryggt sér sig- hreinu j)720 mínútur Hinn spænski markvörður urinn í ’ °^effanuel Remct, hefur haldið marki sínu hreinu íútta en hin f..~ °9 EvróPuleikjum I röð. Nú er oð sjóhvort Eiði Smðra oa félogum hans i Cheiseg takistað skora hjð honum íkvöM 9 CHELSEA-UVERPOOL Heimir: 3-0. Chelsea er með miklu sterkara lið en Liverpool. Guðni: 1-0. AC MILAN-SCHALKE Heimir: 4-1 .Engin spurning að Milan vinnurþennan leik. Guðni: 2-0. Spænska stórliðið hefur ekki mikla þolinmæði þegar kemur að þjálfurum sínum Rekinn eftir sigurleik og aðeins 11 mánuði í starfi Vanderlei Luxemburgo var rek- inn sem þjálfari spænska liðsins Real Madrid á sunnudaginn en hann var aðeins búinn að vera 11 mánuði í starfinu. Þessi 53 ára Bras- ilíumaður er fimmti þjálfari Real á tveimur og hálfu ári en hann fékk að fjúka eftir stjómarfund á sunnu- dagskvöldið. „Stjóm Real Madrid hefur ákveðið að Vanderlei Lux- emburgo muni ekki halda áfram að þjálfa aðallið félagsins," sagði vara- forsetinn Emilio Butragueno á blaðamannafundi í tengslum við þjálfaraskiptin og bætti við: „Þetta var ekki auðveld ákvörðun en stjórn- in telur að það hafi verið kominn tími á breytingar. Liðið er ekki að spila eins vel og vonast var til og það hefur valdið okkur og stuðnings- mönnum liðsins miklum áhyggj- um,“ sagði gammurinn góðkunni en þrátt fyrir að þessi tilkynning hafi komið eftir 1-0 sigurleik á Getafe er ljóst að aðalástæðan er auðmýkj- andi 0-3 tap fýrir Barcelona á heimavelli á dögunum. Butragueno tilkynnti líka að öllum fjómm brasil- ísku aðstoðarmönnum Lux- emburgos hafi verið sagt upp störf- um og að Juan Ramon Lopez Caro myndi stjóma liðinu fýrst um sinn en hann hefur verið þjálfari varaliðs félagsins. Þeir sem em taldir líklegastir til þess að taka við Real Madrid-liðinu em Fabio Capello hjá Jventus (gerði Real að meisturum 1997), Victor Femandez hjá Porto, Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins, og Rafael Benitez hjá Liverpool. Lux- emburgo tók við liðinu af Mariano Garcia Remon í desember 2004 þegar Real var í fimmta sæti, 13 stigum á eft- ir toppliði Barcelona. Hann yfirgefur liðið í 4. sætinu, sex stigum á eftir lið- um Barcelona og Osasuna sem em jöfii að stigum í efsta sætinu. Rekinn frá Real Vanderlei Luxemburgo hefur misst starfsitt sem þjðlfari spænska liðsins RealMadrid. DV-mynd NordicPhoto/Getty DV-mynd NordicPhoto/Getty

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.