Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 13
DV Fréfíir
iAUGAmAuunr4r7Arrím7W6~ 13
Hjartans mál
Clintons
Fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, Bill Clint-
on, hélt blaða-
mannafund á
skrifstofu sinni í
Harlem-hverfi
NewYork-borg-
ar í fyrradag.
Honum var
mikið niðri fyrir,
eins og sést á myndinni, en
á fundinum kynnti hann
áætlun stofaunar sinnar,
sem berst gegn útbreiðslu
eyðni. Stofnunin hefur gert
tillögur að nýjum reglum
fyrir söluaðila, sem gætu
haft í för með sér kostnað-
arlækkun á HlV-greiningu
og lyijum til að berjast gegn
sjúkdómnum.
Boeinq qreið-
ir skaðabætur
Flugvélaframleiðandinn
Boeing hefur ákveðið að
greiða andvirði um 1,8
milljarða króna til að útkljá
lögsókn frá íbúum bæjarfé-
lags nokkurs í Kaliforníu.
Málið hafði verið í gangi í
ein átta ár. íbúarnir héldu
því fram að tilraunir Boeing
hefðu haft óheilnæm áhrif
á heilsu bæjarbúa, meðal
annars aukið tíðni krabba-
meins og annarra kvilla.
Boeing hefur gert tilraunir
á svæðinu í tugir ára.
hnattflug
Milljarðamæringurinn
Steve Fosset býr sig nú
undir að fljúga aftur í kring-
um hnöttinn einn síns liðs.
í fyrra varð hann sá fyrsti í
heimi til að afreka það á
flugvél sinni GlobalFlyer
sem hönnuð er af Burt Rut-
an. Markmið Fossets er að
slá met í lengsta flugi flug-
vélar en hið fyrra var sett af
annarri flugvél smíðaðri af
Rutan, alls 42.431 kílómetra
vegalengd. Hann býst við
að verða rúma þrjá sólar-
hringa á lofti - stanslaust.
Svefn hinna
óréttlátu
í Malasíu voru tveir
þjófar handteknir í fyrradag
eftir að þeir sofnuðu í húsi
sem þeir höfðu brotist inn
í. Þeir höfðu ráðist til atlögu
við matarbirgðir heimilis-
ins og augljóslega tekið vel
til matar síns með þeim af-
leiðingum að þeir sofnuðu
djúpum svefrii á sófa í stofu
hússins. Húsfreyjan kom að
ungu mönnunum. Sú gekk
hljóðlega til verks og
hringdi í lögregluna sem
handtók mennina stuttu
síðar. Tekið skal fram að
myndin er ekki af hinum
svefnsjúku þjófúm.
Flett var ofan af tveimur bandarískum metsöluhöfundum í vikunni. James Frey
skrifaði bók um áfengis- og eiturlyfjaneyslu sína og fangelsisvist. í ljós kom að
hann ýkti og skáldaði stóran hluta bókarinnar. Þá birti New York Times frétt þar
sem í ljós kom að bakgrunnur höfundarins JT LeRoy er falskur. í stað þess að vera
fyrrverandi heróínfíkill og karlhóra er hann fertug millistéttarkona.
A Million Littlc
Pleces Freysagðialla
atburði sartna en ann-
að kom / Ijós.
mætir sjald-
an á opinbera
atburði og þá
með hárkollu og
hatt. í viðtölum
er hann stórskrýtinn. New York
Times færði aftur á móti rök fýrir því
að LeRoy væri alls ekki þessi maður.
Höfundurinn á bakvið skrifin væri
fertug kona úr millistétt. Hún hefði
einfaldlega fengið vin sinn til að leika
. WM li
The Man Who Conned Oprah
_ llf limkU
'ét arrsxty.
Sarah Eftir JT LeRoy.
Vinurþóttistverahöf-
undur verksins.
persónu LeRoys,
sem hún skáldaði
sjálf upp í kringum
bækurnar.
Útgefendur
James Frey til-
kynntu í gær að í framtíðinni yrði
lýsingu A Million Little Pieces breytt
íýrir prentun. Hún yrði ekki titluð
ævisaga. Ekki er enn ljóst hvaða af-
leiðingar uppljóstrun JT LeRoy hef-
ur í för með sér. halldor@dv.is
Hingað til hefur verið
haldið að JT LeRoy
væri um 25 ára götu-
strákur, sem hefði rif-
ið sig upp úr vændi og
heróínneyslu.
Frey. Sagði hann hafa hjálpað fjölda
manns.
Á toppnum hjá Amazon
í kjölfar þess að flett var ofan af
Frey kom í ljós að þegar hann reyndi
fyrst að selja útgefendum bókina
kallaði hann hana skáldsögu. Það
var síðan þegar hann fór að kalla
hana ævisögu sem hjólin fóru að
snúast og útgefandi samþykkti
hana.
Þrátt fyrir lætin í vikunni hefur
sala bókarinnar ekki minnkað. Um
miðbik vikunnar náði hann fyrsta
sæti á lista amazon.com. Bókin hef-
ur því selst mikið í marga mánuði en
þegar Oprah mælti með henni rauk
hún upp í annað sæti metsölulista
New York Times. Nartaði í hæla
Harrys Potter en náði ekki að steypa
honum af stóli. Hann hefur nú gefið
út framhald, My Friend Leonard.
Vinurinn var LeRoy
í miðri viku birti New York Times
síðan grein um metsöluhöfundinn
JT LeRoy. Hann hefur farið mikinn í
bandarísku menningarlífl síðustu ár
og vakið athygli, ekki síst fyrir bak-
grunninn. Hingað til hefur verið
haldið að JT LeRoy væri um 25 ára
götustrákur, sem hefði rifið sig upp
úr vændi og heróínneyslu.
LeRoy þykir mjög spennandi,
Frey hjá Larry King
Reyndi að svara fyrir sig.
Oprah hringdi inn og
lýsti yfir stuðningi.
Ásamt því að eiga bók mánaðar-
ins mætti Frey f viðhafnarviðtal í
sjónvarpssal hjá Opruh. Þar lofaði
spjallþáttadrottningin hann í há-
stert fyrir að hafa tekið meðvitaða
ákvörðun um að snúa baki við
áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Það var
vegna þessa sem blaðamenn smok-
inggun.com ákváðu að greinin um
Frey syldi bera fyrirsögnina Maður-
inn sem blekkti Oprah.
Oprah hringdi í Larry King
Blaðamenn vefsíðunnar fóru í
saumana á fjölda atburða sem Frey
lýsir í bókinni. Þegar vinkona hans
lést eftir að hafa orðið fyrir lest, þeg-
ar hann átti að hafa verið fángelsað-
ur fyrir ólæti og margt fleira. Fjöldi
atburða úr bókarinni reyndist upp-
spuni eða ýktur.
Frey mætti í sjónvarpssal til Larry
King í vikunni og reyndi að veija mál
sitt. Hann sagði að þrátt fyrir að ekki
reyndist allt rétt hefði hann gengið í
gegnum áfengis- og fíkniefnaneysl-
una sem hann lýsir og náð að yfir-
stíga vandann. Öllum að óvörum
hringdi Oprah Winfrey inn í beinni
útsendingu og lýsti yfir stuðningi við
Frey chats wilh Oprah Winfrey on
October 24. 2005 broadcast
Frey hjá Opruh Bók hans var valin bók
mánaðarins hjá bókaklúbbi Opruh og rauk
upp metsölulistana.
SmokingGun.com Vefsiðan sem kom upp
um skáldskap James Frey, mannsins sem
„blekkti" Opruh.
JT Leroy Höfundurinn, fertug millistéttarkona,
fékk vin sinn til að leika fyrrverandi karlhóru og
heróínfíkil og segjast hafa skrifað verkin.
Bandaríska þjóðin stóð á öndinni þegar vefsíðan smoking-
gun.com birti um síðustu helgi heillanga grein um rithöfundinn
James Frey og metsölubók hans, A Million Littie Pieces. Frey
hefur vakið mikla athygli fyrir bókina undanfarið. f fyrra voru
miklar væntingar um sölu bókarinnar þegar hún var valin bók
mánaðarins hjá bókaklúbbi Opruh Winfrey.
metsöluhöíundum
Flett otan al fölskum
Sekur maður líílátinn
Lífsýni sönnuðu sekt
Ný rannsókn á vegum ríkisstjór-
ans í Virginíu í Bandaríkjunum á
sönnunargögnum í máli Rogers
Keiths Coleman leiðir í ljós að hann
var með réttu fundinn sekur. Colem-
an var líflátinn í rafrnagnsstól árið
1992 en hafði ætíð haldið fram sak-
leysi sínu, þrátt fyrir að hafa verið
dæmdur fyrir nauðgun og morð á
mágkonu sinni árið 1981.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknar sérfræðinga eru líkumar einn
á móti 19 milljónum að einhver ann-
ar hafi verið myrt konuna.
Háværar raddir ættingja Cole-
mans og samtaka gegn dauðarefsing-
um fengu hinn tiltölulega frjálslynda
ríkisstjóra Virgimu til að rannsaka
sönnunargögn málsins að nýju.
„Við höfum leitað sannleikans
með því að nota DNA-tækni sem ekki
var fyrir hendi á þeim tíma þegar rétt-
arhöldin fóru fram,“ segir Mark R.
Wamer ríkisstjóri.
„Það að h'fsýni Rogers Coleman
hafi fundist í sönnunargögnunum
staðfestir að dómurinn var réttur."
Réttarhöldin yfir Coleman vöktu á
sínum tíma feikna athygli. Time Mag-
azine birti mynd af Coleman á forsíðu
blaðsins og Jóhannes Páll páfi beitti
sér fyrir að hann yrði sýknaður, en án
árangurs. Coleman var tekinn af lífi
20. maí 1992.
„í kvöld verður saklaus maður
myrtur," sagði hinn 33 ára Coleman
nokkrum andartökum áður en hann
var líflátinn með raflosti. „Þegar sak-
Forsíða Time 1992 Coleman var
tekinn afllfi fyrir fjórtán árum.
Margir beittu sér fyrir sýknun hans,
þeirra á meðal Jóhannes Páll páfi.
r-
Mark R. Warn-
er Fylkisstjóri I
Virginlu.
leysi mitt verður sannað vona ég að
Bandaríkin átti sig á óréttmæti
dauðarefsingar, eins og öll önnur
siðmenntuð ríki hafa gert."
Hefðu niðurstöður rannsóknar
ríkisstjórans farið á hinn veginn,
sannað að Coleman hefði verið tek-
inn saklaus af lífi, hefði það orðið vatn
á myllu andstæðinga dauðarefsinga
og áreiðanlega valdið straumhvörfum
í almenningsáliti Bandaríkjamanna á
refsingum af því tagi.