Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 14.JANÚAR2006 43 DV Fréttir Lesendur Johnny Rotten hættir í Sex Pistols The Sex Pistols Þegar alltlékilyndi. í dag eru 28 ár liðin síðan Johnny Rotten, forsöngvari Sex Pistols, hætti eftir lokatónleika hljómsveitarinnar í hinu þekkta Winterland Ballroom í San Francisco. Johnny Rotten dró nafn sitt af uppáhaldssetningu hans, „You’re rotten, you are,“ eða ástandi tanna hans, hvomgt er þó staðfest. Hann fæddist í London 1956, sonur írskra hjóna af verkamannaætt. Forveri Sex Pistols var stofnaður 1972 og í ágúst 1975 mætti Jolrnny Rotten í höfuð- stöðvar bandsins í heimagerðum bol sem á stóð: Ég hata Pink Floyd. Hann var beðinn um að syngja lag Alice Coopers, Eighteen. í kjölfarið var hann ráðinn sem söngvari hljóm- sveitarinnar sem átti upp úr því eftir að valda straumhvörfum í pönkinu. Þeir héldu sína fyrstu tónleika 6. nóv- ember 1975 undir nýja nafninu, Sex Pistols. Þeir fengu upp úr því samning við stærsta Jiljómplötuútgefanda þess tíma, EMI. Undir þeirra merkjum gáfu þeir út eina vinsælustu pönk- plötu í heimi, Anarchy in the UK. EMI ákvað í kjölfar nokkurra óþægilegra uppákoma, að of hættulegt væri fyrir liljómsveitina að vera í Bretlandi, svo þeir fluttu hana yfir til Amsterdam. Eftir enn aðra uppákomuna sparkaði í dacj Þennan dag áriö 1918 var Læknafélag íslands stofnað með það að leið- arljósi að efla hag og sóma íslenskrar lækna- stéttar. EMI Jújómsveitinni í janúar '77. Á tónleikunum fýrir 28 árum var Rotten illa fyrir kallaður en kom eigi að síður fram einungis til að mætái mjög erfíðum áheyrendaskara. „Hafið þið fengið það á tilfinning- una að það hafi verið svindlað á ykk- ur?" vom síðustu orð Rotten áður en hann gekk af sviðinu frá hljómsveit- inni í síðasta sinn. ----------------------- Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Úr bloggheimum f Nýársfagnaöurinn í London „Núerþaðsvoaðþaðereii ' mál manna hvernig þeir eyða þvífé sem aflað er með blóði, svita og tárum og ekkert við þvi að segja hvernig útrásargengið kýs að bruðla fundnu fé. Þess vegna kemur okkur smælingjunum þetta í rauninni ekkert við og sjálfsagt er þetta ekki fréttnæmt að neinu ráði þótt öfundsjúkir láglaunamenn á snærum RUV hnýsist í einkamál við- skiptajöfra í gúrkutið. Mest lesna blað landsins, Fréttablaðið, sér ekki frétt í málinu heldur er fast í beinni útsend- ingu afmanninum sem stal hálfri millj- ón frá Og Vodafone. En vér smælingjar megum hafa skoðun á öllu - líka því sem kemur okkur ekki við." Páll Ásgeir Ásgeirsson - mal- bein.net/pallasgeir Pulsubrauð að framan „Svo sneri ég mér við og bjóst við að sjá vavavoom =hot ass=..gerdist tad? NEITAD GERDiST EKKII! rass- inn minn varð alveg flat- ur!!! hann leitalveg hræði- lega út... ég varð rasslausl! Þar sem að ég er ekki med pulsubrauð að fram- an...whats a girl to do eftísk- an stendur ekki med henni?? eru flatir rassar komnir i tísku? hvenær gerðist þad og afhverju sagði enginn mér frá þvi??r Sigríður Dögg Arnardóttir - sigga_dogg.blogspot.com Þegar Noregur stal jólunum „Einu sinni stal Noregur afmér jólun- um. Þetta gerðist fýrir tveimur árum. Systirmín býrí ógeðislandi og foreldrar mínir ákváðu að fara til hennar og halda jólin þar. Þau buðu litla bróður mínum með en sáu ekki sóma sinn í að bjóða miðjubarn- inu mér með. Þannig að ég varskilinn einn eftirá Islandi yfirjól og áramót. Ég er búinn aðfara I marga tíma hjá sérfræðing- um til að vinna úr hatri mínum gegn þessari þjóð en virðist ekki ætla að komastyfirþetta. Gæti kannski unnið eitthvað á fyriríitningu minni á þessari þjóð efvið mundum rúlla yfir þá í þess- um tveimur leikjum." Vignir Svavarsson - blog.central.is/svignir Sigríöui skrífar. Mig langar til að þakka DV fyrir fréttina sem blaðið birti um málefni Pólverjans sem legið hefúr afskiptur á Landspítalanum í hálft ár. Þrátt fyrir að þessi maður hafi verið hér rétt- indalaus við vinnu, finnst mér með ólfkindum að íslenska verkalýðs- hreyfingin hafi ekld gert meira. Til dæmis með því að tryggja það að hann fái einhvers konar bætur vegna þeirra hörmunga sem hafa hent hann. Maður Jilýtur einnig að spyija sig hver ábyrgð fyrirtækisins sé sem þessi maður var að vinna hjá. Af hverju er ekki gengið úr skugga um að öll réttindi séu til staðar áður en menn em ráðnir til vinnu? Vegna þessa ábyrgðarleysis vinnuveitand- ans lítur allt út fyrir að þessi pólski verkamaður verði sendur úr landi fótalaus, án allra bóta, trygginga eða sjúlcrapeninga. Það er nú aldéilis manngæskan sem tröllríður öllu í þessu samfélagi. Hvað sem því líður langar mig til að hrósa DV - mitt í öllu því fjaðrafoki sem gengið hefur yfir undanfama daga-fyriraðtaka mál þessa manns upp og gera því góð skil. Hugur minn er einnig hjá þess- um pólska manni á Landspítalan- um og ég vona að úr hans málum greiðist á farsælan hátt. Jóhannes skrífan Ég get ekld orða bundist yfir ís- lendingum. í morgun vaknaði ég og sá að það var búið að snjóa mikið. Ég fór út til að skafa af bílnum og ók svo á stað. Þá byrjaði ballið. Bílar Reykvíkinga virtust ekki vera til- búnir fyrir snjóinn. Hvarvetna sá ég bfla keyra út í skafla, keyra á 10 km/klst og almennt skapa mikla hættu í umferðinni. Ég gat ekld betur séð en margir væru enn á sumardekkjunum. Það er kominn Lesendur tími til að lögreglan geri eitthvað í þessu fólki sem skapar stórhættu með þeirri leti sinni að nenna ekki að skipta um dekk. Það ætti að gera bfla þessa fólks upptæka tii að koma í veg fyrir slys. Veturinn hefur verið Að vera vanur snjó I snjó Reykvlkingar kunna ekki að keyra I snjó að mati bréfritara. afskaplega snjóléttur og svo virðist sem Reykvfldngar kunni ekki lengur að hegða sér í snjó. Þeir kunna ekki að skafa af bflum og kunna ekki að keyra í snjó. Þetta ástand verður að breytast. Lesendur Blöskrar hegðun stjórnvalda Kristín hringdi: „Mér finnst það alveg hræði- iegt að öryrkinn Edda Magnús- dóttir skuli hafa fengið launa- • seðil sem var bara eitt stórt núll á. Að hugsa sér, er kerfið svona lélegt að þeir geta ekki séð sóma sinn í að borga öryrkjum mannsæmandi pening vegna þess að hún ákvað að selja hlutabréf sem hún átti? Hvílík firring er það að refsa fólki fyrir að eiga eitthvað? Það mætti halda að öryrkjar þurfi að vera fullkomlega allslausir til þess að geta kríað nokkra þúsundkalla út úr ríkinu. Það er ekki val ör- yrkjans að vera í þeirri stöðu sem þeir eru í; það er ekki eins og þeir hafi vaknað einn daginn og ákveðið að hætta að vinna og Ijúga pening út úr kerfinu. Mér >'- blöskrar hegðun ríkisins því við búum í einu ríkasta landi ver- aldar en við getum samt ekki borgað þeim sínar bætur sem þeir lífsnauðsynlega þurfa á að halda vegna þess að þeir áttu eitthvað fyrir. Ég vil að stjórn- völd sjái sóma sinn í að sinna sínum raunverulegu skyldum en ekki reyna að komast hjá því að borga nauðstöddum einstak- lingum." i o Maður Kvikmyndaframleiðandi fyrir misskilning „Þetta var einhver svakalegur misskilingur," segir Skúli Malmquist, kvflcmyndaframleið- andi hjá Zik Zak um hvernig það at- vikaðist að hann valdi þennan starfsvettvang. „Ég stefndi á að vinna í banka- og fjármögnunar- umhverfmu en endaði sem ís- lenskur kvikmyndaframleiðandi. Mér hefði aldrei dottið það til hug- ar, svona rétt eins og þegar ég ætl- aði að læra á gítar þegar ég var pjakkur en var skyndilega byijaður að læra á þverflautu." Skúli stofnaði ásamt félaga sin- um, Þóri Snæ Sigurjónssyni, kvik- myndagerðina Zik Zak árið 1995 og hefur komið að framleiðslu yfir 10 kvikmyndaverkefna eins og Fíaskó, Næsland og Nóa Albínóa. Sigurjón Sighvatsson og Friðrik Þór Friðriks- son aðstoðu þá drengi dyggilega fyrstu árin með góðum ráðum. „Fyrstu árin skiptumst við á að vinna á íslandi og Bretlandi en það tók reyndar fimm ár að koma fyrstu myndinni - Fíaskó - á koppinn. Nú stendur fyrirtækið í mörgum spennandi verkefnum. Þar á meðal er myndin „The Good Heart" leik- stýrð af Degi Kára. Hún fer í tökur í sumar og skartar stórurh nöfnum í aðalhlutverkum. Eins erum við meðframleiðendur að „The Boss of it All" sem leikstýrð er af Lars Von Trier," segir Skúli. Hann segir Zik Zak ennfremur vera að vinna að kvikmynd sem Óskarsverðlaunaður leikstjóri kemur að og hugsanlega fari af stað á næstu mánuðum. „Maður stefnir á að vera áfram í starfsumhverfi sem „Ég get ekki hugsað mér að starfaíof einsleitu umhverfi." er spennandi, þar sem maður hittir aragrúa fólks úr öllum áttum rétt eins og ég geri í dag. Ég get ekki hugsað mér að starfa í of einsleitu umhverfi. En að sama skapi langar mig að Zik Zak verði hluti af stærri heild, þ.e.a.s. að maður sé ekki með öll eggin í sömu körfunni, dreifa áhættunni betur. Þá held ég að maður geti betur einbeitt sér að starfi sínu og/eða því sem maður telur sig vera snjallastan að fást við." t ttoiham Hotsours í efstu sætum vinsældalistans. Hann er sonur þeirra J ______oAtnrc Maimnuist Drófessors og Svönu Friðriksdóttur kennara.____________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.