Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 Helgarblað DV Rokkarinn Krummi í Mínus eldar sér oftast morgunmat í kvöldmatinn að vinnudegi loknum. Hann býr í notalegri kjallaraíbúð í Vesturbænum með köttunum sínum. Hann segir eldhúsið sitt voða- lega venjulegt og kallar það hálfgert Breiðholtseldhús. DV kíkti í heimsókn til hans þar sem hann var að brasa beikon, pylsur, egg og bakaðar baunir. Eldhúsið mitt Mrafn Björgvinsson, betur þekkt- ur sem Krummi í Mínus býr í kjallara- íbúð í vesturbænum ásamt köttun- um Sylvester og Svarthöfða. Hann hefur ekki mikið fyrir því að elda fyrir sjálfan sig eða kettina. „Ég fæ mér oft, eftir langan vinnudag, morgunmat í kvöldmatinn. En í morgunmat skófla ég bara í mig Comflakes, Cocoa Puffs eða jafnvel pyslu á Bæjarins bestu á leiðinni í vinnuna. Kettimir mínir, Sylvester og Svarthöfði, em svo mat- vandir að þeir vilja bara þurrmat og túnfisk." Þegar DV bar að dyrnrn um kvöld- matarleytið var Kmmmi að fara að elda sér dæmigerðan morgun-kvöld- Krummi og kötturinn Silli Komnir með vatn I munninn enda stutt íað sannkallaðar kræsingar veröi bornará borð. V « r /Vi/j Bakaðar baunir Grunnurað góðum morgun-kvöldmat. mat, bakaðar baunir, steiktar pyslur, beikon, spælt egg og ristað brauð. Með herlegheitunum bar hann svo fram tómatsósu úr brúsa. Hann ber sig vel að við eldamennskuna og greinilegt að hann er fagmaður í eld- húsinu þótt rokkari sé og segist hafa áhuga á að uppfæra eldunaraðstöð- una við fyrsta tækifæri. „Ég er bara með þetta gamla íslenska Breið- holtseldhús. Draumurinn er náttúr- lega að fá sér almennilegt eldhús með gaseldavél og svoleiðis í framtíð- inni." Lærði að elda fjúsjón af pabba „Mér finnst svona bras ffábær matur fyrir sjálfan mig en þegar ég býð fólkí í mat geri ég alveg almenni- legan kvöldmat með öllu fyrir gest- ina." Fróðir menn segja að Kmmmi sé ansi frambærilegur í eldhúsinu þegar á reynir. Hann segist hafa lært ýmis- legt í eldhúsinu af pabba sínum, en eins og alþjóð veit er hann sonur Björgvins Halldórssonar söngvara. „Pabbi hefur kennt mér alls konar stæla í eldhúsinu. Hann er alger lista- kokkur, og mikill sælkeri. Það er alveg ótrúlegt hvað hann getur töfr að ff am þegar hann setur upp svuntuna." Kmmmi notar því kunnáttuna sem hann hefúr úr föðurhúsunum þegar á þarf að halda. „Þegar ég held matarboð og vil slá um mig er það „fusion-matreiðslan", eins og pabbi kallar það, sem ræður ríkjum, engar pylsur eða svoleiðis." Nóg að gera Kmmmi hefur í nógu að snúast þessa dagana bæði í verslunarstörf- um og tónlist. „Ég er á fullu með Mínus að æfa lög fyrir næstu plötu sem við emm að fara að taka upp. Æfingarnar ganga framar öllum vonum." Fyrir utan tónlistina em það verslunarstörfin sem eiga hug hans en Kmmmi er verslunarstjóri í fata- Krummi Steikir beikonið. búðinni Elvis. „Ég er að gera búðina að flottustu búð á landinu. Hún er það reyndar þegar en ég er að reyna að gera hana enn betri." segir Kmmmi og glottir. „Þetta er stráka- búð sem verslar með „second-hand" föt, hálfgerð strákaspútnik." Það væsir víst ekki um matargesti sem koma í mat til Krumma, sonar fjúsjónkokksins og sælkerans, þótt sjálfum finnist honum ágætt að brasa sér morgunmat í kvöldmat. rap@dv.is Girnilegt! Kvöld-morgun- matur Krumma borinn fram Föðurhlutverkið er yndislegt „Mér finnst allt í kringum það að vera pabbi frábært, þetta er það besta sem hefur komið fyrir mig ef svo má segja," segir Úlfur Kolka Freysson tónlistar- maður og nemi í grafískri hönnun við Listaháskólann um son sinn Pétur. Sonur hans kom í heiminn 19. desember árið 2000 og segir Úlfur að hann hafi verið besta jólagjöf sem hann hefði getað hugs- að sér. „Þegar ég fór að átta mig á hlutun- um fannst mér þetta alveg yndislegt," segir hann um fyrstu upplifun sína á því að verða faðir. Úlfur og bamsmóðir hans vom saman í þrjú ár eftir fæðinguna en þá skildu leið- ir. Hann hefur þó ávallt gættþess að hitta hann eins oft og hægt er. „Eg hitti hann hveija einustu helgi og við eigum góðar stundir saman," segir faðirinn og nefnir sem dæmi að þeir fari iðulega í göngu- ferðir eða útileiki þegar vel viðrar auk þess sem þeir hafi báðir afar gaman af því að teikna. „Við teiknum allt milli hirnins og jarðar sama. Lengi var hann mikið fyr- ir að teikna ljón og skn'msli en núna em myndefnin orðin fjölbreyttari," segir Úlf- ur og bendir einnig á að vegna áhuga síns á tónlist sé drengurinn vanur að því að hlusta á það sem hann hefur samið og velta því fyrir sér. Hann segist þó ekki viss um að Pétur eigi eftir að feta í fótspor sín þegar hann verður eldri. „Það er oft sagt að hann sé líkur mér en ég held að hann sé líkari mömmu sinni. Það er aldrei að vita hvert hann stefnir og ég ætla ekki að gera mér of miklar væntingar um að hann leggi stund á það sem ég hef helst áhuga á."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.