Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 10
70 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 Fréttir DV Hjörtur er einlægur hug- sjónamaður með sterka rétt- lætiskennd. Hann er þrjóskur og gengur stundum ofhart fram í réttlætiskennd sinni. „Hann erþessi mikli eldhugi með mjög sterka réttlætis- kennd. Svo er rosalega mikil einlægni í hon- um. Hann er mjög fylginn sér en neikvæða hliðin á því er þrjóska sem er þá kannski hans helstigalli." Ása Björk Ólafsdóttir, frlklrkjuprestur. „Hann er staðfastur á sinni skoðun og með ríka réttlætis- kennd. Hann vílar ekki fyrir sér að gagn- rýna menn og málefni. Stund- um gengur hann ofhart fram I gagnrýni sinni en það fylgir því að vera sannfærður I hugsjónum sínum." Sigurður Hólm Gunnarsson, ritstjóri. „Hann er afskaplega þægilegur og drífandi. Mjög framsækinn og mikill hugs- uður. Hann lifg- ar upp á trúar- umræðuna því hann erprestur sem getur feng- ið fólk í kirkju. Það er mjög gaman að rökræða við hann um veraldleg sem andleg mál- efni. Ég þekki hann bara af góðu og get því ekki nefnt neina galla." Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson er fæddur 18. aprll 1958. Hann er frlkirkjuprestur I Reykjavík þar sem sóknarbörnum fjölgar ört. Hjörtur hefur ekki legiö á skoðunum sínum I trúmálum og veriö ötull talsmað- ur aöskilnaöar rlkis og kirkju. Orloftefur stjórnsýslu Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur sent Kópavogsbæ ítrekun vegna kæru DV á hendur bænum. DV vildi fá afrit af gögnum sem lögð voru fyrir bygg- ingamefnd Kópavogsbæjar en því synjaði Geir Marels- son, skriftstofustjóri fram- kvæmda- og upplýsinga- sviðs bæjarins. Upplýsinga- nefndin gaf bænum frest til 23. desember til að skýra synjun sína. Að sögn Geirs Marelssonar er ástæða taf- anna sú að hann hafi verið í oriofi og mál því beðið. Segist Geir munu mæta til starfa í næstu viku og þá óska eftir lengri fresti frá upplýsinganefndinni. Öryggi vagnstjóra Strætó verður tekið til gagngerrar endurskoðunar eftir alvarlegt banaslys sem varð á Sæbraut fyrripartinn í gær. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir of snemmt að tjá sig um tildrög slyssins. Ásgeir og annað starfsfólk sendi í gær aðstandendum hins látna samúðarkveðjur. Aðkoman hræðileg Nota þurfti klippur til að ná til vagnstjórans. Hann var látinn þegar lögregla kom á vettvang. 4n SirH ,1 i ---—-'ts -1 ,|HH\ {MrðHfTT ■ B- '■líii n JS ~-• ■ 18 ítKtl j ‘Kl S ■ imM ’i-ípí iiMnrrr"‘T,ítínri tii Wkðrk m L*r- VTnrffTTT *T Pf t ' „Það eru allir slegnir hér hjá fyrirtækinu, það er ekki hægt að segja annað,“ segir Ásgeir Eiríksson framkvæmdastjóri Strætó en vagnstjóri hjá fyrirtækinu lést í hræðilegu umferðarslysi á Sæ- braut fyrripartinn í gær. Maðurinn sem lést var á sextugs- aldri og lætur eftir sig eiginkonu og uppkominn börn. ökumaðurinn var einn í bílnum þar sem hann hafði lokið áætíunar- akstri og var að ferja strætisvagninn að athafnasvæði Strætó við Kirkju- sand. Rétt fyrir ofan Húsasmiðjunna skall vagninn á vömflutningabifreið með fyrrgreindum afleiðingum. Mikill snjór og hálka var á Sæbraut- inni þegar slysið varð. Nota þurfti klippur til að ná hinum látna út úr strætisvagninum. Árekstur leiddi til ákæru Þetta er í annað skipti á skömm- um tíma sem alvarlegt umferðarslys skekur Strætó. í ágúst missti Björn Hafsteinsson báðar fætur sínar við hné þegar vömflutningabifreið ók á vagn hans. „Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem alvariegt umferðarslys skekur Strætó." Lögreglustjórinn í Reykjavík ákærði ökumann vöruflutn- ingabifreiðinnar, Helga Aðal- steinssonar, vegna málsins því bifreið hans var á þeim tíma ótryggð auk þess sem talið er að Helgi hafi ekið yfir á rauð ljósi. Helgi neitar sök í málinu en það verður til lykta leitt í Héraðs- dómi Reykjavík- ur innan skamms. Öryggi starfsmanna skoðað Asgeir Eiríksson framkvæmda- stjóri segir að öryggi starfsmanna verði skoðað í kjölfar slyssins. Ásgeir segir að of snemmt sé að öðm leiti að tjá sig um málið og tildrög slyss- ins. Bflbelti hafi verið í vagninum en hann viti ekki hvort þau hafi verið notuð af vagnstjór- anum. í yfirlýsingu frá i stjórn og starfsfólki Strætó segir að hugur allra hjá fyrirtækinu sé hjá fjölskyldu hins látna og er aðstand- endum hans vottuð sorgar- og samúðar- kveðjur. ^ andri@dv.is Ásgeir Eiríksson Framkvæmdastjóri Strætó segir menn siegna vegna slyssins. Björn Hafsteinsson Vagnstjórinn missti fætur sína viö hné eftir hræðilegt slys I ágúst. Mál Tinds Jónssonar komið til Ríkissaksóknara Meintur sveðjuárásarmaður í haldi fram í mars Tindur Jónsson, Garðbæingur á tvítugsaldri, var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna hrottalegrar líkamsárásar í einbýlishúsi við Bæjargil í Garðabæ, 2. október á síðasta ári. Héraðsdómur Reykjaness úr- skurðaði að Tindur skyldi sæta áframhaldandi gæsiuvarðhaldi til 10. mars. Fyrri úrskurður Hæstarétt- ar rann út í gær. Lögmaður Tinds segir að ákvörðun verði tekin á mánudag hvort að úrskurðurinn verður kærð- ur til Hæstaréttar. Árásin í Baéjargili var hrottaleg. Hún var gerð í samkvæmi í heima- húsi. Talið er að Tindur og tveir fé- lagar hans hafi átt beina aðild að tveimur árásum umrædda nótt. Annars vegar þegar sautján . ára drengur var hogginn með sveðju þannig að hann hlaut þrjá skurðá- verka á höfði og höfuðkúpubrotn- aði. Hins vegar þegar ráðist var á fé- laga fórnarlambs sveðjuárásarinnar þegar hann reyndi að stöðva átökin. Sönnunargögn í málinu eru um- talsverð en Tindur hefur þó neitað að hafa beitt sveðju. Fjögur vitni hafa þó greint frá því í skýrslutökum hjá lögreglu að Tind- ur hafl verið aðili að árásinni og að hann hafi verið með sveðju á lofti. Blóðblettir á fötum Tinds, ljós- myndir fýrir og eftir árásina og um- rædd sveðja eru meðal sönnunar- gagna Rannsókn málsins er lokið og er það í höndum Ríkissaksóknara að gefa út ákæru. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær ákæra verður gefin út. Að líkindum verður ákært fyrir tilraun til manndráps. gudmundur@dv.is „ElNjJ 06 BRJAUEÐINGUR IjllEÐ 8UEÐJUNA ALOFTI" Ftrsjnm SUIíwliní aM BRJALÆBINGUR P SVEBJU^ tíALOFII Sveðja Tindur er talinn hafa beitt sveðju á fórnarlamb með þeim afleiðing- um að það höfuð- kúpubrotnaði. sr Tindur Jónsson Gert að sæta áframhaldandi gæslu- varðhaldi til 10. mars vegna gruns um hrottalega líkams-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.