Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 Helgarblað DV Tónlistarmaðurinn Óttarr Proppé var ein aðal- stjarna kvöldsins á tónleikunum sem haldnir voru um síðustu helgi gegn virkjunnarframkvæmdum undir yfirskriftinni „Erum við að verða náttúru- laus?“ Hann fór fyrir alls þremur hljómsveitum um kvöldið, í þremur búningum. En frá níu til fimm er hann í allt öðrum búningi. DV tók hann tali. Tónlistarferill rokkhundsins Óttars Proppé hófst íyrir alvöru árið 1988 þegar hann stofnaði þungarokkshljómsveitina Ham með Birni Blöndal vini sínum úr Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og „Kópavogsgenginu", þ.e. Sigurjóni Kjartanssyni og fleirum. Hljóm- sveitin „meikaði" það aldrei á íslenskan mælikvarða í útlöndum þótt þeir hafi gefið út disk bæði í Englandi og Japan og verið vin- sælir á jaðrinum víðsvegar í Evrópu enda var það ekki ætlunin. Þeir hættu svo formlega árið 1994. Hljómsveitin hefur komið saman eftir að hún hætti, þeir hituðu upp íyrir Rammstein fyrir nokkrum árum og nú síðast komu þeir fram á tónleikunum í Höllinni. í kjölfar kveðjutónleika þeirra á Tunglinu 1994 brann skemmtistað- urinn og skildu þeir einnig eftir sig sviðna jörð í New York, en klúbbur sem þeir spiluðu í þar brann einnig eftir tónleika þeirra. „Við skildum víða eftir okkur sviðna jörð.“ segir Óttarr og hlær. „Flestir tónleika- staðir sem við tróðum upp á lögðu upp laupana skömmu síðar." Þessi magnaða hljómsveit skipar merkan sess í íslenskri tónlistarsögu íyrir frumlegt og þétt þungarokk og er talað um þá sem frumkvöðla í ís- lensku rokki. „Við höldum því alla vega fram núorðið en við hugsuðum ekkert sérstaklega um okkur sem einhverja frumkvöðla þá. Við hugs- uðum aldrei neitt sérstaklega um okkur sem íslenska hljómsveit, við vorum bara í því sem við vorum í. Stærstan hluta ferilsins spiluðum við meira í útlöndum en hér heima." Óttarr segist ekki spila af neinu viti á hljóðfæri fyrir utan að hafa þótt liðtækur túbuleikari á árum áður. „Það er vegna þess sem ég var látinn syngja á sínum tíma, ég hafði ekki hæfileika til annars." Pönkari með Rass „Það var svolítið stress, sérstak- lega búningastress. Þegar maður er að spila með þremur mismunandi hljómsveitum á sömu tónleikunum þarf maður að skipta um föt rétt til að fólk fái ekki algeran leiða á manni. Þetta voru samt með best heppnuðu tónleikum sem ég hef tekið þátt í, troðfull Höll og fín stemning. Þannig að það var mjög gaman, alveg frábært." Óttarr steig einnig á stokk með pönkhljómsveitinni Rassi með kúrekahatt, í leðurbuxum og hlýra- bol með tússuðu anarkistamerki. En er hann pönkari? „Já, já, ég er alinn upp í pönkinu. Ég er alinn upp í „Þetta voru með best heppnuðu tónleikum sem ég heftekið þátt í, troðfull Höll og fín stemning. Þannig að það var mjög gaman, alveg frábært." sjávarþorpi og í sveit í Dölunum. Pönkið er mjög íslenskt. Ég er mjög ánægður með að pönkið lifi í manni enn í dag." Hljómsveitin stendur fyrir sterk- ar pólitískar skoðanir eins og sannri pönksveit sæmir og flutti um kvöld- ið lögin Andstaða og Kárahnjúkar. „Þetta eru póljtískar skoðanir og hörð andstaða gegn því sem maður kallar þægilegheit og stöðnun á öllum sviðum." Pönkhljómsveit er kjörinn vett- vangur til að sýna andstöðu gegn hlutum eins og virkjanastefnu ríkis- stjórnarinnar. „Það hefur enginn náð að skýra og réttíæta þessar framkvæmdir nógu vel fyrir mér. Maður er aðallega og sérstaklega á móti þessari aðferðafræði sem er beitt, hvernig þetta hefur runnið í gegn spurningalaust. Svona ákvarðanir á ekki að taka nema að vel ígrunduðu máli." Prófessorinn Þegar þessi dagfastprúði maður stígur á stokk, segist hann vera í sér- stöku skapi eftir því hvaða hljóm- sveit hann er að syngja með frekar en að um aukasjálf sé að ræða. Fyrir nokkrum árum var það þó prófess- orinn sem klæddist nfðþröngum bleikum sokkabuxum, þykkbotna skóm og ýmsum „fönkí" fötum sem var hans aukasjálf. „Prófessorinn er eina aukasjálfið sem ég hef haft. Funkstrasse var hljómsveit sem eiginlega datt upp úr okkur Jóhanni Jóhannssyni á þeim tíma sem við vorum saman í HAM. Við heilluð- umst svo af gamla seventís-fönkinu. Þar fólst mikið í mythólógíu og karakterum ýmis konar. Prófessor- inn var í þeim anda, svona eins kon- ar skopúrgáfa af því sem Doktor Gunni var síðar." Þegar Óttarr söng síðan með þriðju hljómsveitinni, Dr. Spock, kom hann fram í bleikum sokkabux- um og flatbotna skóm ber að ofan. „Það var bara söngvarinn í Dr. Spock sem fékk lánað úr fataskáp prófess- orsins en ekki prófessorinn sjálfur, hann fylgir bara Funkstrasse. Þetta er bara sitthvor búningurinn og sitt- hvort skapið hjá manni, það fer eftir því hvaða hljómsveit á í hlut." Aðalstarfið í bókabúðinni Óttarrr er þekktur fyrir frábæra sviðsfr amkomu og á hann sér marga dygga aðdáendur sem dýrka hann og dá. Hann segist hafa mjög gaman af að koma fram með Jiljómsveit- unum sínum og litíar líkur á að hann hætti því á næstunni. Hann starfar nú til jafns með Dr. Spock og Rass. „Það fer svona eftir dögunum hvor aðalhljómsveitin mín er. Báðar hljómsveitirnar voru að gefa út sinn fyrsta disk eftir um það bil tíu ára samstarf. Það einhvern veginn þró- aðist þannig að báðar hljómsveitir urðu svo aktívar á þessu ári." Þótt tónlistin skipi stóran sess í lífi Óttars hefur hann hana ekki að aðalstarfi og hefur aldrei gert. „Ég er vörustjóri erlendra bóka hjá Pennanum Eymundsson, starfa aðallega við að panta og sjá um inn- flutning á erlendum bókum. Ég er búinn að hafa þetta að aðalstarfi síðan ég útskrifaðist úr framhalds- skóla og kann mjög vel við mig hérna." Óttarr hefur einnig starfað svo- lítíð við kvikmyndagerð. Með félaga sínum úr Rassi, Þorgeiri Guðmunds- syni, gerði hann nýverið heimildar- myndina Bítlabærinn Keflavík og verður hún sýnd hjá Rfkissjónvarp- inu á næstunni. „Kvikmyndagerðin, llkt og músíkin er bara mitt hobbí og hliðarverkefni," segir bókhneigði pönkarinn með stóra yfirvara- skeggið að lokum. rap@dv.is | Óttarr Ólafur Proppé Sér um innfíutning er- lendra bóka fyrir Penn- ann Eymundsson. Óttarr Ólafur Proppé Tróð upp með þremur óllkum hljómsveitum I Höllinni á dögunum. Pönkstjarna Óttarr með pönksveitinni Rass.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.