Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 23
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 23 -1 „Ætli hann komi ekki í staðinn fyrír Satan sem ég hét einu sinni vantaði meirí orku og tíma. Ég framdi gjörning i fagurri sveit í Svíþjóð, sem var svona bæn um að Satan gæfi méröllsín vopn ogkraftsvoég þyrfti ekki að sofa, yrði tvíefld." samt svo stóra og mikla sögu og teygja anga sína í allar áttir. Þetta var í fyrsta skipti sem ég vann með þessa hugmyndafræði en sfðan hef ég verið að fara sitt á hvað inn í fortíðina og nútímann. Ég hef alltaf verið svolítið fom, helmingurinn af mér er í sam- tímanum, hinn í grárri fomeskjunni. Ég get ekki án þess verið enda er maður alitaf að reka sig á einhver tákn og íyrirbæri úr gamla heiminum og getur ekki upplifað samtímann nema tengjást þeim og skilja þau. Ef ég rekst á einhver hugtök eða fyrir- bæri þá verð ég að fara inn í þau og opna upp á gátt. Á þeirri leið rekst ég á ótrúlega marga aðra hluti. Ég er hálf vandræðalegur fræðimaður, byrja oft í miðjunni og er sennilega hálfgerður krulluheili, en fýrst og fremst er ég myndlistarmaður og verð bara að koma með myndræna niðurstöðu úr öllum pælingunum." Engin spákerling Gabríelu er heilmildð niðri fyrir en segir að fólk geti auðveldlega notið verkanna án þess að fá útskýringar. „Fólk er af ýmsum toga og er það í höndum hvers og eins hvernig unnið er úr upplifunum lífsins. Að mínu mati er allt óskiljanlegt fyrst og lífið fjallar um að rannsaka og reyna að skilja. Myndlist er eitt af þeim mengjum sem mynda heiminn og gott er að ganga inn í það mengi nokkuð fordóma- og óttalaus og upp- lifa það út frá sínu sjónarhomi en auðvitað er skemmtilegast að kafa imdir yfirborðið og mæla dýptina. Maður græðir alltaf á því að stinga sér." Magusinn, sem er spil með töluna einn í tarotinu, kemur mikið við sögu í þessu verki Gabríelu. „Það má segja að Magusinn sé eins konar guðfaðir sýningarinnar. Hann situr í öndvegi með öll verkfærin og er lógó sýning- arinnar." Þó að duispekin og tarotspilin séu Gabríelu svona hugleikin er hún engin spákerling. „Ég hef bara áhuga á þessum táknum. Eg hef alltaf verið áhugasöm um lífspeki heimsins og var mjög ung þegar ég sat fundi í guð- spekifélaginu þar sem mamma var forseti." Enginn klíkuskapur gegnum pabba Gabríela er alin upp í Reykjavík og að hluta til í Hnífsdal í stórri fjöl- skyldu. „Við erum sjö systkinin, þrjár alsystur og svo á pabbi tvo stráka sem em eldri og eina stelpu sem er yngri með núverandi konunni sinni. Mamma á líka einn strák þannig að við erum sjö." Pabbi Gabríelu er Friðrik Sophus- son, fyrrverandi ráðherra og núver- andi forstjóri Landsvirkjunar, en hún þvertekur fyrir að það hafi greitt götu hennar á listabrautinni. „Ég held að það sé ekkert sérstakt að vera barn stjómmálamanns. Ég held það breyti litlu fyrir listamann að vera bam stjómmálamanns. Oft er það verra ef eitthvað er og fælir mann frá vegna þess að menn em skít- hræddir við klíkuskap. Pabbi er alveg mótfallinn öllum klíkuskap, hann þofir hann ekki." Er þá ekki rétt að Landsvirkjun hafí keypt afþér verk? „Nei, ég hef ekki einu sinni þorað . að sækja um að vera með í sam- keppni um útifistaverkin þeirra. Pabbi kaupir auðvitað verk af mér fyrir sig persónulega en það er aUt annar handleggur." Ræðið þið virkjunarmál? „Nei, við höfum eiginlega ekkert rætt þau. Ég er ekki í rieinni Ustrænni mótmælendaklíku gegn Kárahnjúka- virkjun. Maður verður að hugsa þetta út frá svo mörgum sjónarhomum og staðreyndin er bara sú að við emm að virkja. Tónleikamir um daginn vom góðir að því leyti að það er verið að safna peningum svo hægt sé að fá fagmenn til að koma með hugmyndir og opinbera þaér, það er gott aðhald. Umræðan um virkjun eða ekki virkj- un er góð ef hún hættir að vera vælukór en kaUar í staðinn á nýjar hugmyndir. Við þurfum náttúrlega að virkja, heimurinn er ekkert að hætta að framleiða ál.“ Yfírgaf Sjálfstæðisflokkinn níu ára Gabríela segist að sjálfsögðu hafa aUst upp í mjög póUtísku umhverfi en hún hætti að vera sjálfstæðismaður þegar hún var níu ára. „Ég er ekki flokksbundin í póUtík. Þegar ég fór að kynna mér aUs konar hluti gat ég ekki hugsað mér að vera flokksbundin, ég fæ bara köfnunartil- finningu við tilhugsunina. Ég leyfi mér þetta frelsi, annars myndi það hefta mig í því sem ég geri." Eiginmaður Gabríelu er Dam'el Ágúst Haraldsson tónUstarmaður én þau byijuðu saman mjög ung og eiga dótturina Daníelu, 16 ára, sem heitir í höfuðið á foreldrum sínum. „Ekki nóg með það, amma mín sem ég er skírð í höfuðið á, var ein af 18 systkinum, og hún og systir henn- ar sem hét einmitt Daníela, voru sendar hvor á sitt heimiUð á Hnffsdal. Þær vom mjög samrýndar þannig að mér finnst rosalega gott að þær séu aftur saman í þessum nöfrium." Opið samband Gabríela ætlaði aldrei að bmda sig ung, en þegar hún sá Daníel varð ekki aftur snúið. „Hann var bara svo sætur," segir hún, „og er enn. Ég verð aUtaf meira og meira skotin í honum." Gabríela og Daru'el hafa gift sig tvisvar en þau tilheyra hópi sem að- hylUst Zen og giftu sig að þeim hætti. „Þegar við giftum oklcur vorum við ekki bara að giftast hvort öðm, heldur líka öUum hinum sem að okkur standa." Hún segist alveg vera til í að leiö- rétta kjaftasögur sem hafa gengið um hana svo blaðamaður notar tækifær- ið og skýtur: Opið samband ykkar Daníels, í hverju felst það? „Það er opið að því leyti að við höfum bæði þurft að vera mikið á ferðinni og oft hvort í sínu lagi. Þá lærir maður að það er nauðsynlegt að geta staðið einn og setja ekki aUtaf aUt sitt traust á hinn aðUann. Þegar Daníel var í Nýrri danskri og Gus Gus var hann aUtaf á ferðinni og svo tók ég við og þurfti að fara. Það er gott í sam- „Við Daníel eignuð- umst barn mjög ung og lærðum fljótt að við yrðum að standa saman f þvi. Við vór- um samt miklu þroskaðríþá." bandi að skilja að maður getur ekki hengt sig á hinn aðUann. Maður verð- ur að passa sig að á að halda sjálf- stæði sínu, þannig gengur samband- ið upp." (afturför á þroskabrautinni „Við erum líka með svipaðan húmor sem límir okktír saman og erum bæði að búa til hluti. Það sem er erfiðast í Ufinu er að eiga bam og koma því farsæUega út í Ufið. Það er hUðstætt því þegar maður er að skapa Ustaverk. Við Dam'el eignuðumst bam mjög ung og lærðum fljótt að við yrðum að standa saman í því. Við vomm samt miklu þroskaðri þá. Við erum með þá kenningu að við endum eins og smáböm. Þegar fólk eignast bam svona ungt verður það svo ofurábyrgt," segir Gabríela og hlær. „En maður .verður að hafa húmor fyrir sjálfum sér og það hefur Dam'el 100%. Ég var nú ekki með mikinn húmor fyrir sjálfri mér fyrst, en ég hef lært það af honum." Blæs á sögur um dópneyslu Gabríela og Björk Guðmunds- dóttir em mjög góðar vinkonur en vinskapur þeirra nær ti'u ár aftur í O'mann. Þær hafa þó vitað hvor af annarri miklu lengur þar sem afar þeirra vom bræður. Þær sögur hafa gengið að Björk hafi haldið Gabríelu uppi en hún hristir bara höfuðið. „Það er alveg út í hött. Hún heldur mér náttúrlega uppi í þeirri merkingu að hún er mér endalaus inspírasjón. Hún er svo mikill listamaður. Við höfum oft setið og hugsað upphátt saman og það er það sem heldur mér uppi. Við erum mjög ólfkar, en svip- Framhlið sýningarinnar I Feneyjum Gabríela huldi framhliöina trjágreinum sem hún tlndi I garðinum slnum í Brussel. aðar að því leyti að hún hugsar mjög myndrænt og við eigum aldrei venju- legar umræður. Ég græði alltaf á þeim og vona að hún upplifi það sama." Hvað með dópið? „Svoleiðis sögur hafa alltaf verið í gangi í sambandi við okkur Danfel. Það er ömgglega af því hann er popp- ari og ég myndlistarmaður. Það skiptir okkur engu máli, fólk tekur sitt dóp ef það þarf. Ég hef engar áhyggj- ur af þessum sögum. Það er-eins og það sé nóg að menn séu í leðurjakka með gítar, þá hljóti þeir að vera í dóp- inu. Það er bara fárárilegt." Auðvelt að verða frægur í fá- menninu Garbríela segist hafa verið pirmð á fréttum sem birtust um hana í DV áður en hún tók þátt í tvíæringnum í Feneyjum. „Þar kom fram að ég hefði aldrei selt neitt nema hvað Ingibjörg Pálma- dóttir hefði keypt fullt af verkum eftir mig fyrir hótelherbergin á 101 og að hún héldi mér í raun uppi. Greinin var meira og minna bull, það var aldrei haft samband við mig og greinilegt að viðkomandi vissi ekkert hvað hann var að tala um. Ég hef áhyggjur af því hvert fjölmiðlun stefnir í þessu landi, ekki bara hjá DV heldur því hvað allir virðast sjúkír í að „Ég held að það sé ekkert sérstakt að vera barn stjórn- málamanns. Pabbi er alveg mótfallinn öll- um klíkuskap, hann þolirhann ekki." vita ótrúlegustu hluti um fólk og þyrstir í slúðursögur og helst þarf það að vera eitthvað hræðilegt um ná- ungann. Ég er.svo mikill föðurlands- vinur að mér finnst það smánar- blettur á þjóðinni. Það er eins og við séum að verða háðþessu.Við þurfum sennilega að skoða það sem okkur er nær og leggja okkur fram við að rann- saka þetta svarta tóm sálarinnar sem sogar upp slúðrið og horfast í augu við okkar eigin persónulegu vanda- mál og leysa þau." Lokakjaftasagan: Kastað út a' Kaffí- bamum? „Það er allt mjög furðulegt. Ég hef nú alltaf sagt að þetta sé bölvuð lygi. En það sem á sér stað milli barþjóns og viðskiptavinar er bara þeirra einkamál." Gabríela segist þrátt fyrir allt þetta ekki óttast umtalið. „Við erum svo fá- menn og það er svo auðvelt að vera frægur að endemum héma, ekki síst ef fólk sker sig úr og gerir það sem því sýnist. Þetta er allt frekar sveitó," segir húnog brosir. Á fínum fundum með hárkollu og varalit Framundan hjá Gabríelu em stórar sýningar í útlöndum en ýmsir möguleikar opnuðust í framJialdi af Tvíæringnum á Ítalíu. „Ég hef undanfarið mest verið með varalit og hárkollu á fundum út um allt," segir hún. „Það hentar mér ekkert sérstaklega vel en maður verð- ur að hitta fólk og sjá rýmin sem mað- ur á að sýna í. Mér finnst eiginlega nóg um en það sem gleður mig mest er að þetta hefur llka skapað tækifæri fyrir þá sem sem unnu með mér að sýningunni. Það er ekki leiðinlegt." Verk Gabríelu hefur er þetta birtist verið sett upp í Listasafni Reykjavíkur og þar gefst fólki kostur á að skoða það fram í febrúar. „Þetta em sömu verkin nema hvað arkitektúrinn breytist. Nú er ég komin í safri sem er stærra en það rými sem ég setti verkið upp í áður, það er nútímalegt, úr gleri og steypu í staðinn fyrir gróðurinn í görðunum í Feneyjum en mér leist strax vel á þetta rými. Ég reyni að vinna þetta eins vel og ég get inn í salinn og arki- tektúrixm sem er fyrir og mér sýnist að það hafi heppnast vel, enda fagfólk hér í Listasafni Reykjavíkur sem hefúr fómað sér við að töfra þetta fram,“ segir Gabríela, pakkar saman tölv- unni og skundar aftur í moldarbing- inn sinn og tekur til óspilltra málanna að ljúka undirbúningi fyrir Versations/Tetralógía, sýningu sem þegar hefur slegið í gegn í útlöndum en stendur nú opin gestum og gang- andi í miðbæ Reykjavíkur. edda@dv.is I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.