Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2006 Fréttir DV Ðýrt í leikskóla Hæstu gjöld fyrir átta tíma vistun með fæði á leikskóla eru í Isafjarðarbæ, ef borið er saman við fimmtán fjölmennustu sveitarfélög landsins að því er fram kemur á bb.is. í Isa- fjaröarbæ er almennt gjald 33.050 kr. og fyrir forgangs- hópa (einstæða foreldra og námsmenn) 24.213 kr. Lægsta almenna gjaldið fyrir sams konar þjónustu er á Akureyri þar sem al- mennt gjald er 22.325, og fyrir forgangshópa er lægsta verð í Reykjavík eða 13.050 kr. Árekstrahrina Það sem helst hefur sett svip sinn á þessa viku í um- dæmi lögreglunnar á Álfta- nesi, í Garðabæ og Hafnar- firði, er mikill fjöldi um- ferðaróhappa að því er fram kemur á vef Víkur- frétta. Frá því á mánudags- morgun og til hádegis í gær höfðu tuttugu og eitt um- ferðaróhapp verið tilkynnt til lögreglunnar. í tveimur þeirra var um slys að ræða. Ökumaður vörubifreiðar var fluttur á slysadeild, er tvær vörubifreiðar lentu í árekstri á Krýsuvíkurvegi á miðvikudag. Kjör öryrkja? ÚlfarFinsen nemi og þátttak- andi í Ástarfleyinu. „Mér fínnst aö þaö mætti gera betur í málefnum öryrkja. Ég er kannski ekki vel að mér í málum öryrkja en það er eng- inn vafí aö það er illa komið fram við þá. Það eralltafeitt- hvað sem má bæta." Hann segir / Hún segir „Mér fínnst kjör öryrkja alveg hrikaleg, ég hreinlega skamm- ast min fyrir framgöngu stjórnvalda. Þetta er fólk sem hefur lagt mikið á sig fyrir samfélagið og við ættum að bera meiri virðingu fyrirþeim." Helena Stefánsdóttir eigandi Hljómalindar. Gísli Marteinn Baldursson hefur ekki setið með hendur í skauti heldur undirbúið spurningaþáttinn „Tíminn líður hratt“ sem sýndur verður á undan forkeppni RÚV í Eurovision-söngvakeppninni. Halli 1 Botnleðju er dómari en Heiða úr Unun spyrill. Gísli lofar þrælskemmtilegri þáttaröð. Halli og Heiða Dómari [ og spyrill en bæði hafa þau tekið þátt ÍEurovision þó úr óliklegri átt komi. ...og svo Dr. Gunna. „Já, til stendur að hann muni stíga sérstakan Eurovision-dans sem án efa mun vekja mikla athygli." Frægir í Euro-p Gísla Mar!oi „Tíminn líður hratt er nafnið á þættinum. Fyrstu orðin sem við sögðum í Eurovision. „Þá veistu svarið“ var einnig möguleiki," segir Gísli Marteinn Baldursson, sjónvarps- og stjórnmála- maður. Gísli Marteinn er maðurinn á bak við nýja þáttaröð sem sýnd verður í Ríkissjónvarpinu í tengslum við forkeppni Eurovision-söngvakeppnarinnar - þar sem valið verður framlag fslands til keppninnar. Eins og mönnum er í fersku minni sigraði fulltrúi Grikklands í Kiev á síðasta ári þar sem íslendingar áttu fremur slakan dag. Verður því keppnin haldin á Grikklandi í sumar. En áður þarf að velja fulltrúa. Bak við tjöldin að þessu sinni Um er að ræða spurningakeppni þar sem ýmsir takast á og sýna fram á þekkingu sína á þessu merka fyrir- bæri sem Eurovision er. Fram kom, í tengslum við prófkjörsbaráttu Gísla Marteins, að hann væri á launum hjá RÚV samhliða. Og nú er árang- urinn kominn í ljós. Gísli Marteinn bregður sér nú í hlutverk framleið- andans. Hann verður að þessu sinni bak við tökuvélarnar, er hugmynda- fræðingurinn á bak við konseptið og semur spumingamar. „Þetta verða stuttir þættir og þeir líða hratt. Þrælskemmtilegir þættir sem koma á undan forkeppninni sjálfri. Eiga að vera til þess fallnir að lengja kvöldið, gera það frábært og byggja upp stemningu." Dr. Gunni stígur Eurovision-dans Alls er um að ræða fimm þætti. Fjórir undanúrslita-1 þættir og svo einn úr- slitaþáttur þar sem stigahæstu liðin keppa. Að sögn Gísla > Marteins mun koma fram fullt af fólki sem ekki var almennt vitað að væri fróðleiksbrunnar um Eurovision. Gísli lofar að það muni koma á daginn að þeir viti furðu margt á þessu sértæka sviði. „Þarna keppa Eurovision-hetjur á borð við Siggu Beinteins, Helgu Möller, Kristján Gfslason, Sigrúnu Evu Ármannsdóttur auk manna sem ekki eru þekktir fyrir Eurovision- áhuga sinn.“ Gísli Marteinn er þarna að tala um þá Baggalútsmenn, Trabant- liða, Sigurjón Kjartansson, sem nú loks kemst að í þætti hjá Gísla Mart- eini, og svo Dr. Gunna. „Já, til stendur að hann muni stíga sérstakan Eurovision- dans sem án efa mun , vekja mikla athygli." anna. „Já, Heiða í Unun og Halli úr Botnleðju. Þau virka mjög vel saman. Formlega er hann dómari en hún spyrill en þetta er svona sam- vinna. Og í einum hluta þáttarins er keppendum til halds og trausts stigavörður. Ef liðin geta ekki svarað geta þau nýtt sér þann möguleika: Reynir. reynir. Hann reynir að hjálpa þeim í átt að réttu svari, svona líkt og var í Kontrapunkti.“ Gísli Marteinn segir ekkert frum- legt við sjálft keppnisfyrirkomulagið sem ber dám af Kontrapunkti, Popppunkti og Gettu betur. Þrír menn í liði, hraða- og bjölluspurn- ingar. „Þá verða menn að sýna fram á að þeir hafi skilning á dansatriðum og öðru slíku.“ jakob@dv.is Halli og Heiða spyrja og dæma ^ -Q Val Gísla Marteins á spyrli og dómara er frum- - legt og snjallt í senn. Heiða ' og Halli sjá um þá hlið mál- >(9V C** - « Eurovision-unnendur / þætti Gisla, Halla og Heiðu ■ koma fram gamatreyndar I Eurovision-kempur I bland við I óliklegri Eurovision-spekinga. Gisli Marteinn Gisli bak við tjöldin: Semur spurningarnar og hannarþáttinn sem hann segir ekki frumlegan að formi til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.